Fleiri fréttir

Ljungberg kominn með samning hjá japönsku liði

Freddie Ljungberg, fyrrum stjörnuleikmaður Arsenal og sænska landsliðsins, er búinn að gera samning við japanska félagið Shimizu S-Pulse. Þessi 34 ára gamli leikmaður hefur leikið í Bandaríkjunum og í Skotlandi síðan að hann yfir ensku úrvalsdeildina árið 2008.

Ferguson um Sneijder: Aðeins Xavi og Iniesta eru jafnokar Scholes

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, tjáði sig um Hollendinginn Wesley Sneijder á blaðamannafundi í dag en Sneijder hefur verið orðaður við Manchester United í langan tíma. Nú síðasta halda menn því fram að enska félagið kaupi hann í janúarglugganum.

Aðeins þrír voru með í síðasta sigurleik í undankeppni HM eða EM

Það eru liðnir 1056 dagar síðan íslenska landsliðið vann síðast leik í undankeppni en sá sigur kom á móti Makedóníu á Laugardalsvellinum 15. október 2008. Ísland og Kýpur mætast á Laugardalsvellinum í kvöld en í hálfgerðum úrslitaleik um næstsíðasta sætið í riðlinum.

Petr Cech er aftur farinn að æfa á fullu með Chelsea

Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Petr Cech er kominn á fullt eftir hnémeiðslin sem hann varð fyrir á æfingu í síðasta mánuði. Cech tók þátt í æfingu Chelsea-liðsins í dag og ætti að geta spilað á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.

Gummi Ben skoraði síðasta mark Íslands á móti Kýpur

Guðmundur Benediktsson var síðasti íslenski landsliðsmaðurinn sem náði því að skora í landsleik á móti Kýpur. Ísland og Kýpur mætast á Laugardalsvellinum í kvöld en Ísland er búið að spila 231 mínútu á móti Kýpur án þess að skora.

Indriði og Sölvi ekki með gegn Kýpur

Þeir Indriði Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen verða ekki með íslenska A-landsliðinu gegn Kýpur í kvöld. Þetta staðfesti Indriði í samtali við Vísi.

Eggert Gunnþór: Koma boltanum inn í teig

Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður íslenska landsliðsins, segir að liðið ætli að leggja meiri áherslu á sóknarleikinn þegar að Ísland mætir Kýpur á Laugardalsvelli í kvöld.

Strákarnir töpuðu 0-2 á móti Norðmönnum í Kópavoginum

Fimm leikja sigurgöngu 21 árs landsliðsins á heimavelli er lokið eftir að íslensku strákarnir töpuðu 0-2 á móti Noregi á Kópavogsvelli í kvöld en leikurinn var í undankeppni EM 2012. Íslenska liðið hafði unnið fyrsta leik sinn í riðlinum en tókst ekki að ná þeirri draumabyrjun sem liðið óskaði sér.

Spánn, Holland og Ítalía geta tryggt sig inn á EM í kvöld

Þrjár þjóðir eiga möguleika á því í kvöld að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM sem fer fram í Póllandi og Úkraínu næsta sumar. Þjóðverjar voru fyrstir til að komast upp úr undankeppninni á föstudaginn var en það gæti bæst í hópinn í dag.

Jóhann Berg: Það er kominn tími á sigur

Jóhann Berg Guðmundsson átti ekki góðan leik á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn enda ekki hans tebolli að spila nánast eingöngu varnarleik í 90 mínútur. Jóhann Berg var jákvæður fyrir leikinn við Kýpur í kvöld og er staðráðinn í að gera betur.

Kolbeinn: Það gerist ekki oft að ég fái ekki færi í leik

Kolbeinn Sigþórsson var nánast skilinn útundan þegar íslenska landsliðið tapaði 0-1 á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn var. Kolbeinn fær vonandi að vera eitthvað meira með í spilinu á móti Kýpur í kvöld en þetta er síðasti heimaleikur liðsins í undankeppni EM 2012.

Hannes: Aðalmálið að standa sig vel

Hannes Þór Halldórsson verður í íslenska markinu þegar liðið mætir Kýpur í undankeppni EM 2012 í kvöld. Stefán Logi Magnússon verður í banni í leiknum og þá er Gunnleifur Gunnleifsson frá vegna meiðsla.

Tiger Woods fellur áfram eins og steinn niður heimslistann

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods heldur áfram að hrapa niður heimslistann og fellur hann niður um sex sæti frá því í síðustu viku. Woods er þessa stundina í 44. sæti. Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson er nú í 14. sæti eftir sigurinn á Deutsche Bank meistaramótinu í gær en hann var áður í 27. sæti.

Tröll á sveimi á Nessvæðinu

Það eru hrikaleg tröll á sveimi á Nesveiðum sem endranær. Þau hafa þó ekki náðst á land, þó að 100-103 cm langir laxar séu að veiðast sl. daga.

Veiði lokið í Veiðivötnum

Stangveiði í Veiðivötnum lauk miðvikudaginn 24. ágúst. Nú er netaveiðitíminn tekinn við. Alls veiddust 21240 fiskar á stangveiðitímanum. Þetta er talsvert minni afli en undanfarin þrjú ár, en svipað og sumarið 2007. Sumarið 2011 telst vera fimmta besta stangveiðiár í Veiðivötnum frá upphafi. Líklega má kenna kuldatíð framan af sumri um lægri aflatölur að þessu sinni, en undanfarin sumur hafa verið sérlega hagstæð lífríkinu í Veiðivötnum og aflabrögð eftir því. Eins og oft áður var mestur afli úr Litlasjó. Þar veiddust 6016 fiskar. Næst á eftir var Stóra Fossvatn með 2467 fiska. Bæði þessi vötn eru hrein urriðavötn. Langavatn var í þriðja sæti með 2392 fiska, mest bleikjur. Yfir 1000 fiskar fengust úr Snjóölduvatni, Kvíslarvatni, Nýjavatni og í Hraunvötnum.

Sá stærsti úr Selá í sumar

Það hafa veiðst margir stórlaxar í Selá í sumar og meðalþyngdin á stórveiði sumarsins er mjög há. Sá stærsti til þessa veiddist hins vegar í dag, 105 cm hængur. Engin smásmíði eins og sjá má af meðfylgjandi myndum sem er að finna á vefnum Vötn og Veiði.

Beckham verður ekki liðsfélagi Heiðars í QPR

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins QPR hafa vísað því á bug að David Beckham sé á leið til félagsins. Íslenski landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson fær því ekki tækifæri til þess að leika með hinum 36 ára gamla leikmanni sem er á mála hjá bandaríska liðinu LA Galaxy. Samningur Beckham rennur út í nóvember á þessu ári þegar keppnistímabilinu lýkur í bandarísku MLS deildinni.

Simpson hefur unnið sér inn 600 milljónir kr. á þessu ári

Bandaríski kylfingurinn Webb Simpson er í miklum ham þessar vikurnar en hann landaði sínum öðrum sigri á aðeins þremur vikum á PGA mótaröðinni í golfi í gær. Simpson sigraði á Deutsche Bank-meistaramótinu eftir bráðabana gegn Chez Reavie en þeir léku báðir á 15 höggum undir pari.

Stjórnarformaður Man City í slæmum málum

Garry Cook, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City, virðist hafa komið sér í veruleg vandræði sem gætu kostað hann starfið. Cook er grunaður um að hafa sent mjög óviðeigandi tölvupóst á móður varnarmannsins Nedum Onuoha en hún glímir við krabbamein.

Breiðdalsá yfir 1000 laxa og Jökla í metveiði

Í dag fór Breiðdalsá yfir 1000 laxa múrinn og veiðin verið góð þrátt fyrir mikil flóð undanfarna daga í kjölfar rigninga. Þegar sjatnar enn meira í ánni má búast við á bilinu 25-40 laxa veiði á dag og þá verða tölur fljótar að breytast. Ef aðstæður verða góða í september má búast við að vel á annað þúsund laxar veiðist í heildina í sumar, en við sjáum til.

Ólafur: Aðsókn að minnka á fótboltaleiki

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, er viss um að íslenska landsliðið í knattspyrnu fái góðan stuðning þegar liðið mætir Kýpur á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2012 í kvöld.

Endar 1.056 daga bið í kvöld?

Íslenska landsliðið spilar í kvöld síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2012 þegar Kýpur kemur í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Þetta er um leið hálfgerður úrslitaleikur um að sleppa við júmbósætið í riðlinum því Kýpverjar eru með einu stigi meira en Ísland þökk sé stigi sem þeir náðu í á útivelli á móti Portúgal.

Keane enn sterklega orðaður við landsliðið

Ekkert varð að því að Roy Keane kæmi til Íslands í gær eins og greint var frá snemma dags. Eggert Magnússon, fyrrum formaður KSÍ, kom til landsins ásamt eiginkonu sinni en þau höfðu boðið Keane og eiginkonu hans til Íslands.

Afturelding vann nauman sigur á Víkingi

Tveir leikir fóru fram í Reykjavíkurmóti karla í kvöld. Afturelding vann nauman sigur á Víkingum en Framarar lentu ekki í teljandi vandræðum með ÍR.

Sigrar hjá Fram og Stjörnunni

Stjarnan og Fram eru enn með fullt hús stiga í Reykjavíkurmóti kvenna í handbolta en tveir leikir fóru fram í kvöld.

Ungir Englendingar í banastuði

Enska U-21 landsliðið vann í kvöld 4-1 sigur á Ísrael í vináttulandsleik í Englandi. Enska liðið er með Íslandi í riðli í undankeppni EM og kemur hingað til lands í næsta mánuði.

Brassar unnu 1-0 sigur á Gana

Ronaldinho var í byrjunarliði brasilíska landsliðsins sem vann í kvöld 1-0 sigur á Gana í vináttulandsleik á Craven Cottage-vellinum í Lundúnum.

Ljósaskiptin gefa best í Kleifarvatni

Ljósaskiptin eru oft mjög skemmtilegur tími í veiði, en þá er eins og eitthvað spennuþrungið andrúmsloft taki völdin því mjög algent er að þá komi urriðinn að landi í ætisleit.

Tveir risar úr Vatnsdalsá

Vatnsdalsá heldur áfram að gefa risalaxa og nú nýverið voru tveir dregnir á land sem mældust 100 sm og 103 sm. Annar laxinn var tekinn í Hnausastreng en hinn í Hlíðarfljóti. Þess má geta að 100 sm laxinn sem var tekinn í Hnausastreng var maríulax. Ekki amalegt að byrja veiðiferilinn á svona flottum lax.

Finnland í milliriðla á EM

Finnska landsliðið gerði sér lítið fyrir og tryggði sér í dag sæti í milliriðlakeppninni á EM í körfubolta sem fer nú fram í Litháen.

Þjálfari Wolfsburg sektar leikmenn fyrir að hlýða sér ekki inn á vellinum

Felix Magath, þjálfari þýska liðsins Wolfsburg, kallar ekki allt ömmu sína og þegar hann skipar fyrir þá eiga leikmenn hans að hlýða. Magath hefur nú sektað tvo leikmenn Wolfsburg um tíu þúsund evrur hvorn til að klikka á því að fylgja leikskipulagi hans inn á vellinum en það er sekt upp á 1,6 milljónir íslenskra króna.

Tyrkir fyrstir til að vinna Spánverja á EM

Tyrkir rifu sig upp eftir óvænt tap á móti Póllandi í gær og unnu 65-57 sigur á Evrópumeisturum Spánverja í lokaleik sínum í riðlinum á EM í Litháen í körfubolta.

Capello: Enska landsliðið hræðist það ekki að spila á Wembley

Enska landsliðið hefur ekki gengið vel í síðustu heimaleikjum sínum á Wembley-leikvanginum og nú er svo komið að liðið hefur ekki unnið í fjórum síðustu heimaleikjum sínum. England fær Wales í heimsókn á morgun í undankeppni EM og landsliðsþjálfarinn Fabio Capello var að sjálfsögðu spurður út í slakt gengi á Wembley á blaðamannafundi fyrir leikinn.

Ekki vinsælt að vera með iPad-inn sinn á varamannabekknum

Það líður varla vika á milli þess Mario Balotelli komi sér í vandræði innan sem utan vallar. Nú síðast eru ítalskir fjölmiðlar uppfullir af fréttum af því að Balotelli sé komin í ónáðina hjá Cesare Prandelli, landsliðsþjálfara Ítala, eftir hegðun sína út í Færeyjum.

Stuttur samningur í höfn - verkfallinu á Ítalíu lokið

Ítalska A-deildin getur loksins farið af stað eftir landsleikjahléið eftir að deiluaðilar skrifuðu undir nýjan samning í dag. Leikmannasamtökin og ítalska deildin komu sér saman um að skrifa undir stuttan samning sem rennur út strax í júní.

Sjá næstu 50 fréttir