Endar 1.056 daga bið í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2011 07:30 olbeinn Sigþórsson og Helgi Valur Daníelsson fylgjast með Eiði Smára Guðjohnsen á landsliðsæfingu á Laugardalsvellinum í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Íslenska landsliðið spilar í kvöld síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2012 þegar Kýpur kemur í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Þetta er um leið hálfgerður úrslitaleikur um að sleppa við júmbósætið í riðlinum því Kýpverjar eru með einu stigi meira en Ísland þökk sé stigi sem þeir náðu í á útivelli á móti Portúgal. Þetta er umfram allt leikur upp á stoltið og algjört dauðafæri til að enda eina lengstu þrautargöngu íslenska karlalandsliðsins. Biðin eftir sigurleik í mótsleik er orðin löng hjá íslenska landsliðinu og í raun hefur íslenska landsliðið aðeins tvisvar þurft að bíða lengur eftir sigri síðan sá fyrsti vannst á móti Austur-Þjóðverjum í undankeppni EM 5. júní 1975. Metið er 1.170 daga bið landsliðsins frá 11. júní 1977 til 24. ágúst 1980. Íslenska liðið endaði biðina með óvæntum 3-1 útisigri á Tyrkjum í undankeppni HM í Izmir. Það var jafnframt fyrsti útisigur íslenska landsliðsins í undankeppni HM eða EM. Íslenska landsliðið beið síðan í 1.092 daga eftir sigri frá 12. september 1984 til 9. september 1987. Ísland endaði biðina með 2-1 sigri á Norðmönnum á Laugardalsvelli og vann síðan einnig sigur á Norðmönnum í Ósló í næsta leik. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið vann tvo mótsleiki í röð. Ólafur Jóhannesson hefur aðeins stýrt íslenska liðinu til sigurs í einum af fimmtán leikjum í undankeppni HM og EM. Eini sigurinn til þessa kom á móti Makedóníu á Laugardalsvellinum 15. október 2008 og síðan eru liðnir 1.056 dagar. Tapleikurinn í Ósló var tíundi mótsleikur Íslands í röð án þess að liðið náði að vinna. „Við fáum núna enn eitt tækifærið til að sýna að við erum betri en undanfarið gengi hefur gefið til kynna," sagði Kolbeinn Sigþórsson sem er einn af ungu leikmönnum liðsins sem hafa ekki náð að vinna alvöru landsleik. „Hungrið í sigur er mikið í liðinu en auðvitað erum við svekktir eftir síðasta leik. Það hefur verið mikil neikvæðni í kringum landsliðið og það er kjörið tækifæri núna að sýna okkar rétta andlit," sagði Kolbeinn. Kolbeinn fékk lítið úr að moða í framlínunni í leiknum í Noregi. „Við þurfum klárlega að laga sóknarleikinn. Það er ekki nóg að skapa tvö færi í einum leik og ég sem dæmi fékk ekki neitt færi í leiknum. Það gerist ekki oft að ég fái ekki færi í leik. Við þurfum að bæta aðeins sóknarleikinn en varnarleikurinn var góður síðast," sagði Kolbeinn. „Kýpurmenn eru með gott lið og við verðum að passa okkur líka því þeir eru klókir og geta gert góða hluti ef þeir fá tækifæri til þess. Ef við lítum samt á riðilinn og á hvaða lið við eigum að vinna þá er það Kýpur," sagði Kolbeinn. Jóhann Berg Guðmundsson á það sameiginlegt með Kolbeini að hafa fengið fá tækifæri til að nýta sóknarhæfileika sína á móti Noregi. „Það er kominn tími á sigur og er ekki um að gera að ná honum á heimavelli á móti liði sem við eigum möguleika á móti? Við vitum að þetta verður erfiður leikur og að við verðum að vera hundrað prósent á leikdag. Síðasti leikurinn í þessari keppni er á móti Portúgal úti sem verður gríðarlega erfiður leikur. Það verður erfitt að ná í einhver stig þar þannig að þetta er leikurinn sem við ætlumst til að við vinnum og viljum vinna. Vonandi heppnast það hjá okkur," segir Jóhann Berg sem segir liðið vera búið að losa sig við svekkelsið frá því í Noregi. „Auðvitað var þetta fínn leikur hjá okkur og algjör óheppni að fá þetta mark á sig á lokamínútunum. Það er ekki mikið búið að falla með okkur en vonandi breytist það á morgun.Við verðum að fá þessa þrjá punkta og ég held að það sé skylda." Það hefur ekki verið mikill áhugi á íslenska landsliðinu að undanförnu en vonandi verður enginn svikinn af því að skella sér í Laugardalinn í kvöld og sá sjaldgæfan íslenskan sigurleik. Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Íslenska landsliðið spilar í kvöld síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2012 þegar Kýpur kemur í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Þetta er um leið hálfgerður úrslitaleikur um að sleppa við júmbósætið í riðlinum því Kýpverjar eru með einu stigi meira en Ísland þökk sé stigi sem þeir náðu í á útivelli á móti Portúgal. Þetta er umfram allt leikur upp á stoltið og algjört dauðafæri til að enda eina lengstu þrautargöngu íslenska karlalandsliðsins. Biðin eftir sigurleik í mótsleik er orðin löng hjá íslenska landsliðinu og í raun hefur íslenska landsliðið aðeins tvisvar þurft að bíða lengur eftir sigri síðan sá fyrsti vannst á móti Austur-Þjóðverjum í undankeppni EM 5. júní 1975. Metið er 1.170 daga bið landsliðsins frá 11. júní 1977 til 24. ágúst 1980. Íslenska liðið endaði biðina með óvæntum 3-1 útisigri á Tyrkjum í undankeppni HM í Izmir. Það var jafnframt fyrsti útisigur íslenska landsliðsins í undankeppni HM eða EM. Íslenska landsliðið beið síðan í 1.092 daga eftir sigri frá 12. september 1984 til 9. september 1987. Ísland endaði biðina með 2-1 sigri á Norðmönnum á Laugardalsvelli og vann síðan einnig sigur á Norðmönnum í Ósló í næsta leik. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið vann tvo mótsleiki í röð. Ólafur Jóhannesson hefur aðeins stýrt íslenska liðinu til sigurs í einum af fimmtán leikjum í undankeppni HM og EM. Eini sigurinn til þessa kom á móti Makedóníu á Laugardalsvellinum 15. október 2008 og síðan eru liðnir 1.056 dagar. Tapleikurinn í Ósló var tíundi mótsleikur Íslands í röð án þess að liðið náði að vinna. „Við fáum núna enn eitt tækifærið til að sýna að við erum betri en undanfarið gengi hefur gefið til kynna," sagði Kolbeinn Sigþórsson sem er einn af ungu leikmönnum liðsins sem hafa ekki náð að vinna alvöru landsleik. „Hungrið í sigur er mikið í liðinu en auðvitað erum við svekktir eftir síðasta leik. Það hefur verið mikil neikvæðni í kringum landsliðið og það er kjörið tækifæri núna að sýna okkar rétta andlit," sagði Kolbeinn. Kolbeinn fékk lítið úr að moða í framlínunni í leiknum í Noregi. „Við þurfum klárlega að laga sóknarleikinn. Það er ekki nóg að skapa tvö færi í einum leik og ég sem dæmi fékk ekki neitt færi í leiknum. Það gerist ekki oft að ég fái ekki færi í leik. Við þurfum að bæta aðeins sóknarleikinn en varnarleikurinn var góður síðast," sagði Kolbeinn. „Kýpurmenn eru með gott lið og við verðum að passa okkur líka því þeir eru klókir og geta gert góða hluti ef þeir fá tækifæri til þess. Ef við lítum samt á riðilinn og á hvaða lið við eigum að vinna þá er það Kýpur," sagði Kolbeinn. Jóhann Berg Guðmundsson á það sameiginlegt með Kolbeini að hafa fengið fá tækifæri til að nýta sóknarhæfileika sína á móti Noregi. „Það er kominn tími á sigur og er ekki um að gera að ná honum á heimavelli á móti liði sem við eigum möguleika á móti? Við vitum að þetta verður erfiður leikur og að við verðum að vera hundrað prósent á leikdag. Síðasti leikurinn í þessari keppni er á móti Portúgal úti sem verður gríðarlega erfiður leikur. Það verður erfitt að ná í einhver stig þar þannig að þetta er leikurinn sem við ætlumst til að við vinnum og viljum vinna. Vonandi heppnast það hjá okkur," segir Jóhann Berg sem segir liðið vera búið að losa sig við svekkelsið frá því í Noregi. „Auðvitað var þetta fínn leikur hjá okkur og algjör óheppni að fá þetta mark á sig á lokamínútunum. Það er ekki mikið búið að falla með okkur en vonandi breytist það á morgun.Við verðum að fá þessa þrjá punkta og ég held að það sé skylda." Það hefur ekki verið mikill áhugi á íslenska landsliðinu að undanförnu en vonandi verður enginn svikinn af því að skella sér í Laugardalinn í kvöld og sá sjaldgæfan íslenskan sigurleik.
Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira