Endar 1.056 daga bið í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2011 07:30 olbeinn Sigþórsson og Helgi Valur Daníelsson fylgjast með Eiði Smára Guðjohnsen á landsliðsæfingu á Laugardalsvellinum í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Íslenska landsliðið spilar í kvöld síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2012 þegar Kýpur kemur í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Þetta er um leið hálfgerður úrslitaleikur um að sleppa við júmbósætið í riðlinum því Kýpverjar eru með einu stigi meira en Ísland þökk sé stigi sem þeir náðu í á útivelli á móti Portúgal. Þetta er umfram allt leikur upp á stoltið og algjört dauðafæri til að enda eina lengstu þrautargöngu íslenska karlalandsliðsins. Biðin eftir sigurleik í mótsleik er orðin löng hjá íslenska landsliðinu og í raun hefur íslenska landsliðið aðeins tvisvar þurft að bíða lengur eftir sigri síðan sá fyrsti vannst á móti Austur-Þjóðverjum í undankeppni EM 5. júní 1975. Metið er 1.170 daga bið landsliðsins frá 11. júní 1977 til 24. ágúst 1980. Íslenska liðið endaði biðina með óvæntum 3-1 útisigri á Tyrkjum í undankeppni HM í Izmir. Það var jafnframt fyrsti útisigur íslenska landsliðsins í undankeppni HM eða EM. Íslenska landsliðið beið síðan í 1.092 daga eftir sigri frá 12. september 1984 til 9. september 1987. Ísland endaði biðina með 2-1 sigri á Norðmönnum á Laugardalsvelli og vann síðan einnig sigur á Norðmönnum í Ósló í næsta leik. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið vann tvo mótsleiki í röð. Ólafur Jóhannesson hefur aðeins stýrt íslenska liðinu til sigurs í einum af fimmtán leikjum í undankeppni HM og EM. Eini sigurinn til þessa kom á móti Makedóníu á Laugardalsvellinum 15. október 2008 og síðan eru liðnir 1.056 dagar. Tapleikurinn í Ósló var tíundi mótsleikur Íslands í röð án þess að liðið náði að vinna. „Við fáum núna enn eitt tækifærið til að sýna að við erum betri en undanfarið gengi hefur gefið til kynna," sagði Kolbeinn Sigþórsson sem er einn af ungu leikmönnum liðsins sem hafa ekki náð að vinna alvöru landsleik. „Hungrið í sigur er mikið í liðinu en auðvitað erum við svekktir eftir síðasta leik. Það hefur verið mikil neikvæðni í kringum landsliðið og það er kjörið tækifæri núna að sýna okkar rétta andlit," sagði Kolbeinn. Kolbeinn fékk lítið úr að moða í framlínunni í leiknum í Noregi. „Við þurfum klárlega að laga sóknarleikinn. Það er ekki nóg að skapa tvö færi í einum leik og ég sem dæmi fékk ekki neitt færi í leiknum. Það gerist ekki oft að ég fái ekki færi í leik. Við þurfum að bæta aðeins sóknarleikinn en varnarleikurinn var góður síðast," sagði Kolbeinn. „Kýpurmenn eru með gott lið og við verðum að passa okkur líka því þeir eru klókir og geta gert góða hluti ef þeir fá tækifæri til þess. Ef við lítum samt á riðilinn og á hvaða lið við eigum að vinna þá er það Kýpur," sagði Kolbeinn. Jóhann Berg Guðmundsson á það sameiginlegt með Kolbeini að hafa fengið fá tækifæri til að nýta sóknarhæfileika sína á móti Noregi. „Það er kominn tími á sigur og er ekki um að gera að ná honum á heimavelli á móti liði sem við eigum möguleika á móti? Við vitum að þetta verður erfiður leikur og að við verðum að vera hundrað prósent á leikdag. Síðasti leikurinn í þessari keppni er á móti Portúgal úti sem verður gríðarlega erfiður leikur. Það verður erfitt að ná í einhver stig þar þannig að þetta er leikurinn sem við ætlumst til að við vinnum og viljum vinna. Vonandi heppnast það hjá okkur," segir Jóhann Berg sem segir liðið vera búið að losa sig við svekkelsið frá því í Noregi. „Auðvitað var þetta fínn leikur hjá okkur og algjör óheppni að fá þetta mark á sig á lokamínútunum. Það er ekki mikið búið að falla með okkur en vonandi breytist það á morgun.Við verðum að fá þessa þrjá punkta og ég held að það sé skylda." Það hefur ekki verið mikill áhugi á íslenska landsliðinu að undanförnu en vonandi verður enginn svikinn af því að skella sér í Laugardalinn í kvöld og sá sjaldgæfan íslenskan sigurleik. Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Íslenska landsliðið spilar í kvöld síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2012 þegar Kýpur kemur í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Þetta er um leið hálfgerður úrslitaleikur um að sleppa við júmbósætið í riðlinum því Kýpverjar eru með einu stigi meira en Ísland þökk sé stigi sem þeir náðu í á útivelli á móti Portúgal. Þetta er umfram allt leikur upp á stoltið og algjört dauðafæri til að enda eina lengstu þrautargöngu íslenska karlalandsliðsins. Biðin eftir sigurleik í mótsleik er orðin löng hjá íslenska landsliðinu og í raun hefur íslenska landsliðið aðeins tvisvar þurft að bíða lengur eftir sigri síðan sá fyrsti vannst á móti Austur-Þjóðverjum í undankeppni EM 5. júní 1975. Metið er 1.170 daga bið landsliðsins frá 11. júní 1977 til 24. ágúst 1980. Íslenska liðið endaði biðina með óvæntum 3-1 útisigri á Tyrkjum í undankeppni HM í Izmir. Það var jafnframt fyrsti útisigur íslenska landsliðsins í undankeppni HM eða EM. Íslenska landsliðið beið síðan í 1.092 daga eftir sigri frá 12. september 1984 til 9. september 1987. Ísland endaði biðina með 2-1 sigri á Norðmönnum á Laugardalsvelli og vann síðan einnig sigur á Norðmönnum í Ósló í næsta leik. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið vann tvo mótsleiki í röð. Ólafur Jóhannesson hefur aðeins stýrt íslenska liðinu til sigurs í einum af fimmtán leikjum í undankeppni HM og EM. Eini sigurinn til þessa kom á móti Makedóníu á Laugardalsvellinum 15. október 2008 og síðan eru liðnir 1.056 dagar. Tapleikurinn í Ósló var tíundi mótsleikur Íslands í röð án þess að liðið náði að vinna. „Við fáum núna enn eitt tækifærið til að sýna að við erum betri en undanfarið gengi hefur gefið til kynna," sagði Kolbeinn Sigþórsson sem er einn af ungu leikmönnum liðsins sem hafa ekki náð að vinna alvöru landsleik. „Hungrið í sigur er mikið í liðinu en auðvitað erum við svekktir eftir síðasta leik. Það hefur verið mikil neikvæðni í kringum landsliðið og það er kjörið tækifæri núna að sýna okkar rétta andlit," sagði Kolbeinn. Kolbeinn fékk lítið úr að moða í framlínunni í leiknum í Noregi. „Við þurfum klárlega að laga sóknarleikinn. Það er ekki nóg að skapa tvö færi í einum leik og ég sem dæmi fékk ekki neitt færi í leiknum. Það gerist ekki oft að ég fái ekki færi í leik. Við þurfum að bæta aðeins sóknarleikinn en varnarleikurinn var góður síðast," sagði Kolbeinn. „Kýpurmenn eru með gott lið og við verðum að passa okkur líka því þeir eru klókir og geta gert góða hluti ef þeir fá tækifæri til þess. Ef við lítum samt á riðilinn og á hvaða lið við eigum að vinna þá er það Kýpur," sagði Kolbeinn. Jóhann Berg Guðmundsson á það sameiginlegt með Kolbeini að hafa fengið fá tækifæri til að nýta sóknarhæfileika sína á móti Noregi. „Það er kominn tími á sigur og er ekki um að gera að ná honum á heimavelli á móti liði sem við eigum möguleika á móti? Við vitum að þetta verður erfiður leikur og að við verðum að vera hundrað prósent á leikdag. Síðasti leikurinn í þessari keppni er á móti Portúgal úti sem verður gríðarlega erfiður leikur. Það verður erfitt að ná í einhver stig þar þannig að þetta er leikurinn sem við ætlumst til að við vinnum og viljum vinna. Vonandi heppnast það hjá okkur," segir Jóhann Berg sem segir liðið vera búið að losa sig við svekkelsið frá því í Noregi. „Auðvitað var þetta fínn leikur hjá okkur og algjör óheppni að fá þetta mark á sig á lokamínútunum. Það er ekki mikið búið að falla með okkur en vonandi breytist það á morgun.Við verðum að fá þessa þrjá punkta og ég held að það sé skylda." Það hefur ekki verið mikill áhugi á íslenska landsliðinu að undanförnu en vonandi verður enginn svikinn af því að skella sér í Laugardalinn í kvöld og sá sjaldgæfan íslenskan sigurleik.
Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira