Endar 1.056 daga bið í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2011 07:30 olbeinn Sigþórsson og Helgi Valur Daníelsson fylgjast með Eiði Smára Guðjohnsen á landsliðsæfingu á Laugardalsvellinum í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Íslenska landsliðið spilar í kvöld síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2012 þegar Kýpur kemur í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Þetta er um leið hálfgerður úrslitaleikur um að sleppa við júmbósætið í riðlinum því Kýpverjar eru með einu stigi meira en Ísland þökk sé stigi sem þeir náðu í á útivelli á móti Portúgal. Þetta er umfram allt leikur upp á stoltið og algjört dauðafæri til að enda eina lengstu þrautargöngu íslenska karlalandsliðsins. Biðin eftir sigurleik í mótsleik er orðin löng hjá íslenska landsliðinu og í raun hefur íslenska landsliðið aðeins tvisvar þurft að bíða lengur eftir sigri síðan sá fyrsti vannst á móti Austur-Þjóðverjum í undankeppni EM 5. júní 1975. Metið er 1.170 daga bið landsliðsins frá 11. júní 1977 til 24. ágúst 1980. Íslenska liðið endaði biðina með óvæntum 3-1 útisigri á Tyrkjum í undankeppni HM í Izmir. Það var jafnframt fyrsti útisigur íslenska landsliðsins í undankeppni HM eða EM. Íslenska landsliðið beið síðan í 1.092 daga eftir sigri frá 12. september 1984 til 9. september 1987. Ísland endaði biðina með 2-1 sigri á Norðmönnum á Laugardalsvelli og vann síðan einnig sigur á Norðmönnum í Ósló í næsta leik. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið vann tvo mótsleiki í röð. Ólafur Jóhannesson hefur aðeins stýrt íslenska liðinu til sigurs í einum af fimmtán leikjum í undankeppni HM og EM. Eini sigurinn til þessa kom á móti Makedóníu á Laugardalsvellinum 15. október 2008 og síðan eru liðnir 1.056 dagar. Tapleikurinn í Ósló var tíundi mótsleikur Íslands í röð án þess að liðið náði að vinna. „Við fáum núna enn eitt tækifærið til að sýna að við erum betri en undanfarið gengi hefur gefið til kynna," sagði Kolbeinn Sigþórsson sem er einn af ungu leikmönnum liðsins sem hafa ekki náð að vinna alvöru landsleik. „Hungrið í sigur er mikið í liðinu en auðvitað erum við svekktir eftir síðasta leik. Það hefur verið mikil neikvæðni í kringum landsliðið og það er kjörið tækifæri núna að sýna okkar rétta andlit," sagði Kolbeinn. Kolbeinn fékk lítið úr að moða í framlínunni í leiknum í Noregi. „Við þurfum klárlega að laga sóknarleikinn. Það er ekki nóg að skapa tvö færi í einum leik og ég sem dæmi fékk ekki neitt færi í leiknum. Það gerist ekki oft að ég fái ekki færi í leik. Við þurfum að bæta aðeins sóknarleikinn en varnarleikurinn var góður síðast," sagði Kolbeinn. „Kýpurmenn eru með gott lið og við verðum að passa okkur líka því þeir eru klókir og geta gert góða hluti ef þeir fá tækifæri til þess. Ef við lítum samt á riðilinn og á hvaða lið við eigum að vinna þá er það Kýpur," sagði Kolbeinn. Jóhann Berg Guðmundsson á það sameiginlegt með Kolbeini að hafa fengið fá tækifæri til að nýta sóknarhæfileika sína á móti Noregi. „Það er kominn tími á sigur og er ekki um að gera að ná honum á heimavelli á móti liði sem við eigum möguleika á móti? Við vitum að þetta verður erfiður leikur og að við verðum að vera hundrað prósent á leikdag. Síðasti leikurinn í þessari keppni er á móti Portúgal úti sem verður gríðarlega erfiður leikur. Það verður erfitt að ná í einhver stig þar þannig að þetta er leikurinn sem við ætlumst til að við vinnum og viljum vinna. Vonandi heppnast það hjá okkur," segir Jóhann Berg sem segir liðið vera búið að losa sig við svekkelsið frá því í Noregi. „Auðvitað var þetta fínn leikur hjá okkur og algjör óheppni að fá þetta mark á sig á lokamínútunum. Það er ekki mikið búið að falla með okkur en vonandi breytist það á morgun.Við verðum að fá þessa þrjá punkta og ég held að það sé skylda." Það hefur ekki verið mikill áhugi á íslenska landsliðinu að undanförnu en vonandi verður enginn svikinn af því að skella sér í Laugardalinn í kvöld og sá sjaldgæfan íslenskan sigurleik. Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Íslenska landsliðið spilar í kvöld síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2012 þegar Kýpur kemur í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Þetta er um leið hálfgerður úrslitaleikur um að sleppa við júmbósætið í riðlinum því Kýpverjar eru með einu stigi meira en Ísland þökk sé stigi sem þeir náðu í á útivelli á móti Portúgal. Þetta er umfram allt leikur upp á stoltið og algjört dauðafæri til að enda eina lengstu þrautargöngu íslenska karlalandsliðsins. Biðin eftir sigurleik í mótsleik er orðin löng hjá íslenska landsliðinu og í raun hefur íslenska landsliðið aðeins tvisvar þurft að bíða lengur eftir sigri síðan sá fyrsti vannst á móti Austur-Þjóðverjum í undankeppni EM 5. júní 1975. Metið er 1.170 daga bið landsliðsins frá 11. júní 1977 til 24. ágúst 1980. Íslenska liðið endaði biðina með óvæntum 3-1 útisigri á Tyrkjum í undankeppni HM í Izmir. Það var jafnframt fyrsti útisigur íslenska landsliðsins í undankeppni HM eða EM. Íslenska landsliðið beið síðan í 1.092 daga eftir sigri frá 12. september 1984 til 9. september 1987. Ísland endaði biðina með 2-1 sigri á Norðmönnum á Laugardalsvelli og vann síðan einnig sigur á Norðmönnum í Ósló í næsta leik. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið vann tvo mótsleiki í röð. Ólafur Jóhannesson hefur aðeins stýrt íslenska liðinu til sigurs í einum af fimmtán leikjum í undankeppni HM og EM. Eini sigurinn til þessa kom á móti Makedóníu á Laugardalsvellinum 15. október 2008 og síðan eru liðnir 1.056 dagar. Tapleikurinn í Ósló var tíundi mótsleikur Íslands í röð án þess að liðið náði að vinna. „Við fáum núna enn eitt tækifærið til að sýna að við erum betri en undanfarið gengi hefur gefið til kynna," sagði Kolbeinn Sigþórsson sem er einn af ungu leikmönnum liðsins sem hafa ekki náð að vinna alvöru landsleik. „Hungrið í sigur er mikið í liðinu en auðvitað erum við svekktir eftir síðasta leik. Það hefur verið mikil neikvæðni í kringum landsliðið og það er kjörið tækifæri núna að sýna okkar rétta andlit," sagði Kolbeinn. Kolbeinn fékk lítið úr að moða í framlínunni í leiknum í Noregi. „Við þurfum klárlega að laga sóknarleikinn. Það er ekki nóg að skapa tvö færi í einum leik og ég sem dæmi fékk ekki neitt færi í leiknum. Það gerist ekki oft að ég fái ekki færi í leik. Við þurfum að bæta aðeins sóknarleikinn en varnarleikurinn var góður síðast," sagði Kolbeinn. „Kýpurmenn eru með gott lið og við verðum að passa okkur líka því þeir eru klókir og geta gert góða hluti ef þeir fá tækifæri til þess. Ef við lítum samt á riðilinn og á hvaða lið við eigum að vinna þá er það Kýpur," sagði Kolbeinn. Jóhann Berg Guðmundsson á það sameiginlegt með Kolbeini að hafa fengið fá tækifæri til að nýta sóknarhæfileika sína á móti Noregi. „Það er kominn tími á sigur og er ekki um að gera að ná honum á heimavelli á móti liði sem við eigum möguleika á móti? Við vitum að þetta verður erfiður leikur og að við verðum að vera hundrað prósent á leikdag. Síðasti leikurinn í þessari keppni er á móti Portúgal úti sem verður gríðarlega erfiður leikur. Það verður erfitt að ná í einhver stig þar þannig að þetta er leikurinn sem við ætlumst til að við vinnum og viljum vinna. Vonandi heppnast það hjá okkur," segir Jóhann Berg sem segir liðið vera búið að losa sig við svekkelsið frá því í Noregi. „Auðvitað var þetta fínn leikur hjá okkur og algjör óheppni að fá þetta mark á sig á lokamínútunum. Það er ekki mikið búið að falla með okkur en vonandi breytist það á morgun.Við verðum að fá þessa þrjá punkta og ég held að það sé skylda." Það hefur ekki verið mikill áhugi á íslenska landsliðinu að undanförnu en vonandi verður enginn svikinn af því að skella sér í Laugardalinn í kvöld og sá sjaldgæfan íslenskan sigurleik.
Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira