Umfjöllun: Kolbeinn tryggði Íslandi langþráðan sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvelli skrifar 6. september 2011 17:58 Mynd/Valli Ísland vann í kvöld langþráðan sigur í undankeppni EM 2012 er liðið mætti Kýpur á Laugardalsvelli. Kolbeinn Sigþórsson tryggði Íslendingum 1-0 sigur með marki strax í upphafi leiksins. Ísland byrjaði leikinn af miklum krafti og átti nokkrar snarpar sóknir í upphafi leiks. Það bar árangur á fjórðu mínútu er Kolbeinn afgreiddi snyrtilega sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar í netið af stuttu færi. Það sást strax á upphafsmínútunum að meiri þungi var lagður í sóknarleikinn heldur en í síðasta leik liðsins, gegn Noregi í Osló á föstudagskvöldið en þá skapaði Ísland sér afar fá færi. En eftir þessa góða byrjun og eftir því sem leið á leikinn fjaraði undan mönnum og gestirnir settu meiri og meiri kraft í sóknarleikinn. Oft reyndi mikið á Hannes Þór Halldórsson og íslensku vörnina en þeir áttu þó eftir að standa áhlaup gestanna af sér með glæsibrag. Sérstaklega ber að hrósa Hannesi fyrir vasklega frammistöðu í fyrsta A-landsleik hans en hann bjargaði oft meistaralega og sýndi á köflum glæsileg tilþrif. Kýpverjar sóttu sérstaklega stíft þegar um stundarfjórðungur voru til leiksloka enginn komst nærri því að skora en bakvörðurinn Dimitris Christofi sem færði sig reyndar í fremstu víglínu í seinni hálfleik. Hann komst einn gegn Hannesi á 74. mínútu en KR-ingurinn sýndi snör viðbrögð og varði skot hans í horn. Gestirnir fengu þó fleiri færi og náði Kristján Örn Sigurðsson, sem átti einnig góðan leik í kvöld, að bjarga í tvígang með því að kasta sér fyrir boltann. Sóknarleikur Íslands var heldur kaflaskiptur en heilt yfir gekk hvað verst að klára sóknirnar með almennilegri marktilraun. Strákarnir voru mun duglegri að koma boltanum í teig andstæðinganna en gekk illa að fylgja því svo eftir. Kolbeinn Sigþórsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru tveir allra hæfuleikustu sóknarmenn sem Ísland hefur átt en það kom sorglega lítið úr samstarfi þeirra í kvöld. Kolbeinn skoraði flott mark sem verður ekki tekið af honum en sú mikla vinna sem hann vann á vellinum í kvöld bar annars lítinn árangur. Jóhann Berg Guðmundsson var einna líflegastur í sóknarleiknum og duglegur að sækja inn á miðjusvæðið og skapa usla í kýpversku vörninni. Eggert Gunnþór Jónsson var fastur fyrir á miðjunni og komst ágætlega frá sínu. Lokaleikur Íslands í riðlakeppninni verður gegn Portúgal ytra í næsta mánuði.Ísland - Kýpur 1-0 1-0 Kolbeinn Sigþórsson (4.)Dómari: Bosko Jovanetic (6)Skot (á mark): 6-11 (3-6)Varin skot: Hannes 6 - Giorgallides 1Horn: 5-8Aukaspyrnur fengnar: 15-18Rangstöður: 5-6 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Ísland vann í kvöld langþráðan sigur í undankeppni EM 2012 er liðið mætti Kýpur á Laugardalsvelli. Kolbeinn Sigþórsson tryggði Íslendingum 1-0 sigur með marki strax í upphafi leiksins. Ísland byrjaði leikinn af miklum krafti og átti nokkrar snarpar sóknir í upphafi leiks. Það bar árangur á fjórðu mínútu er Kolbeinn afgreiddi snyrtilega sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar í netið af stuttu færi. Það sást strax á upphafsmínútunum að meiri þungi var lagður í sóknarleikinn heldur en í síðasta leik liðsins, gegn Noregi í Osló á föstudagskvöldið en þá skapaði Ísland sér afar fá færi. En eftir þessa góða byrjun og eftir því sem leið á leikinn fjaraði undan mönnum og gestirnir settu meiri og meiri kraft í sóknarleikinn. Oft reyndi mikið á Hannes Þór Halldórsson og íslensku vörnina en þeir áttu þó eftir að standa áhlaup gestanna af sér með glæsibrag. Sérstaklega ber að hrósa Hannesi fyrir vasklega frammistöðu í fyrsta A-landsleik hans en hann bjargaði oft meistaralega og sýndi á köflum glæsileg tilþrif. Kýpverjar sóttu sérstaklega stíft þegar um stundarfjórðungur voru til leiksloka enginn komst nærri því að skora en bakvörðurinn Dimitris Christofi sem færði sig reyndar í fremstu víglínu í seinni hálfleik. Hann komst einn gegn Hannesi á 74. mínútu en KR-ingurinn sýndi snör viðbrögð og varði skot hans í horn. Gestirnir fengu þó fleiri færi og náði Kristján Örn Sigurðsson, sem átti einnig góðan leik í kvöld, að bjarga í tvígang með því að kasta sér fyrir boltann. Sóknarleikur Íslands var heldur kaflaskiptur en heilt yfir gekk hvað verst að klára sóknirnar með almennilegri marktilraun. Strákarnir voru mun duglegri að koma boltanum í teig andstæðinganna en gekk illa að fylgja því svo eftir. Kolbeinn Sigþórsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru tveir allra hæfuleikustu sóknarmenn sem Ísland hefur átt en það kom sorglega lítið úr samstarfi þeirra í kvöld. Kolbeinn skoraði flott mark sem verður ekki tekið af honum en sú mikla vinna sem hann vann á vellinum í kvöld bar annars lítinn árangur. Jóhann Berg Guðmundsson var einna líflegastur í sóknarleiknum og duglegur að sækja inn á miðjusvæðið og skapa usla í kýpversku vörninni. Eggert Gunnþór Jónsson var fastur fyrir á miðjunni og komst ágætlega frá sínu. Lokaleikur Íslands í riðlakeppninni verður gegn Portúgal ytra í næsta mánuði.Ísland - Kýpur 1-0 1-0 Kolbeinn Sigþórsson (4.)Dómari: Bosko Jovanetic (6)Skot (á mark): 6-11 (3-6)Varin skot: Hannes 6 - Giorgallides 1Horn: 5-8Aukaspyrnur fengnar: 15-18Rangstöður: 5-6
Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira