Íslenski boltinn

Kristján Örn: Treysti Óla til að velja sterkasta liðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Örn Sigurðsson kemur aftur inn í íslenska landsliðið í kvöld en hann var í banni í síðasta leik. Ísland mætir Kýpverjum á Laugardalsvellinum klukkan 18.45.

„Það var auðvitað svekkjandi að þurfa að fylgjast með þessum leik úr stúkunni. Þetta var flottur leikur hjá okkur,“ sagði Kristján Örn við Vísi í gær.

Ísland stefnir í kvöld á sinn fyrsta sigur í keppnisleik frá 2008 og segir Kristján að það sé ýmislegt jákvætt úr leiknum gegn Noregi sem geti nýst liðinu í kvöld.

„Ef það tekst þá eru möguleikarnir á jákvæðum úrslitum góðir. Norðmenn eru með gott varnarlið og því kannski ekkert skrýtið að okkur gekk illa að skapa okkur færi í þeim leik. Þetta var samt jafn leikur.“

Kristján Örn tók út leikbann í Noregi en óvíst er hvort hann fari aftur á sinn stað í íslensku vörninni þar sem þeir Sölvi Geir Ottesen og Indriði Sigurðsson stóðu sig vel.

„Ég treysti Óla til að verja sterkasta liðið. Ég mun gera mitt besta sama í hvaða hlutverki það verður,“ sagði Kristján.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×