Íslenski boltinn

Ólafur: Aðsókn að minnka á fótboltaleiki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, er viss um að íslenska landsliðið í knattspyrnu fái góðan stuðning þegar liðið mætir Kýpur á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2012 í kvöld.

Ísland mætti Dönum síðast á heimavelli en þó var ekki uppselt á leikinn. Áhugi á landsliðinu virðist vera lítill.

„Við höfum alltaf leitað eftir stuðningi áhorfenda en staðreyndin er sú að áhorfendum á fótboltaleiki fer fækkandi," sagði Ólafur við Vísi á æfingu íslenska landsliðsins í gær. „Ekki bara hjá landsliðiðinu heldur líka hjá félagsliðum og út um allan heim."

„En auðvitað vonumst við eftir góðum stuðningi í leiknum og við fáum hann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×