Fleiri fréttir

Gylfi tryggði Hoffenheim útisigur á móti Nürnberg

Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í dag þegar hann skoraði sigurmark liðsins þremur mínútum fyrir leikslok. Gylfi lagði einnig upp fyrra mark Hoffenheim sem lenti undir í leiknum en vann síðan góðan 2-1 sigur.

Umfjöllun: Markalaust í Garðabænum

Leik Stjörnunnar og Víkings í 2. umferð Pepsi-deildar karla lauk með 0-0 jafntefli í Garðabænum í dag. Víkingar tylla sér með þessu á toppinn en Stjörnumenn ná fyrsta stigi sumarsins.

Umfjöllun: Nýliðar Þórs unnu Framara í Laugardalnum

Þórsarar fögnuðu fyrstu stigum sínum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag þegar þeir lögðu Fram að velli með einu marki gegn engu í Laugardalnum. Óhætt er að segja að Þórsarar hafi stolið stigunum þremur því Framarar voru mun meira með boltann og sköpuðu sér fleiri færi. Barátta Þórsara sem voru tilbúnir að "deyja fyrir klúbbinn“ skilaði sér þó í þremur stigum á meðan Framarar eru stigalausir að loknum tveimur umferðum.

Umfjöllun: Albert tryggði Fylki sigur í Eyjum

Albert Brynjar Ingason skoraði bæði mörk Fylkismanna í 2-1 sigri liðsins á ÍBV á Hásteinsvellinum í Eyjum í 2.umferð Pepsi-deildar karla í dag. Þetta var fyrsti sigur Fylkis í sumar en liðið missti niður 2-0 forystu í fyrstu umferðinni.

Margrét Lára tryggði Kristianstad jafntefli í lokin

Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði Kristianstad 1-1 jafntefli á útivelli á móti Örebro í sænsku kvennadeildinni í dag og hefur þar með skorað fimm mörk í fyrstu fimm umferðunum á leiktíðinni.

Rhein-Neckar Löwen komst ekki í bikarúrslitaleikinn

Það verður Flensburg-Handewitt sem spilar til úrslita um þýska bikarinn í handbolta á móti Kiel á morgun eftir að Flensburg sló út Guðmund Guðmundsson og lærisveina hans í Rhein-Neckar Löwen í dag. Flensburg vann leikinn 22-20.

Allar með í 90 mínútur í sigri Djurgården

Guðbjörg Gunnarsdóttir, Katrín Jónsdóttir og Dóra María Lárusdóttir spiluðu allan leikinn með Djurgården þegar liðið vann 1-0 heimasigur á Hammarby IF í sænsku kvennadeildinni í dag.

Heiðar skoraði eftir 30 sekúndur en QPR tapaði

Heiðar Helguson skoraði mark Queens Park Rangers í 1-2 tapi á móti Leeds í lokaumferð ensku b-deildarinnar í dag. Heiðar og félagar fengu bikarinn afhentann í leikslok en liðið vann ensku b-deildina í ár og tryggði sér um leið sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Everton vann endurkomusigur á Manchester City

Manchester City tókst ekki að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni í dag þegar þeir töpuðu 2-1 á útivelli á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni. City hefði tryggt sér fjórða sætið með sigri en nú eiga Liverpool og Tottenham enn smá möguleika á Meistaradeildarsætinu. City er sjö stigum á undan þeim þegar níu stig eru eftir í pottinum.

Vettel fremstur á ráslínu fjórða skipti í röð

Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel sá við öllum keppinautum sínum í tímatökum á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag. Hann varð á undan Mark Webber liðsfélaga sínum hjá Red Bull, en Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji.

Aron með 4 mörk þegar Kiel komst í bikarúrslitin

Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk í fimm marka sigri Kiel á Göppingen, 28-23, í undanúrslitum þýska bikarsins í handbolta sem fram fór í Color Line Arena í Hamburg í dag. Kiel mætir annaðhvort Flensburg eða Rhein-Neckar Löwen í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikurinn er nú að hefjast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Ancelotti: Ég myndi velja Rooney frekar en Messi

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segist að ef hann fengi að velja á milli þeirra Wayne Rooney og Lionel Messi til að spila fyrir sitt lið þá myndi hann velja Rooney frekar en besta knattspyrnumann heims.

Rúnar fann réttu stöðuna fyrir mig

Rúnar Kristinsson breytti miklu þegar hann tók við liði KR síðasts sumar og eitt af því sem hann breytti var að færa Kjartan Henry Finnbogason til á vellinum. Rúnar færði hann aðeins aftar á völlinn, en Kjartan Henry hefur samt sem áður raðað inn mörkum í nýrri stöðu.

NBA: Dallas komið í 3-0 á móti Lakers - Rose með 44 stig

Dallas Mavericks vann þriðja leikinn í röð á móti NBA-meisturum Los Angeles Lakers í úrslitakeppninni í nótt og getur sópað út Kobe Bryant og félögum út úr undanúrslitum Vesturdeildarinnar með því að vinna fjórða leikinn í Dallas á morgun. Chicago Bulls náði hinsvegar aftur í heimavallarréttinn með því að vinna í Atlanta og komast í 2-1 á móti Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar.

Undanúrslit þýska bikarsins í beinni á Stöð 2 Sport í dag

Það verður mikið um dýrðir í Color Line Arena í Hamburg í dag þegar undanúrslitaleikir þýsku bikarkeppninnar í handbolta fara fram. Tvö Íslendingalið eiga þá möguleika á því að komast í bikarúrslitaleikinn á morgun og það er hægt að sjá báða leikina beint á Stöð 2 Sport. Úrslitaleikurinn verður síðan einnig í beinni á morgun.

Golfgoðsögn látin

Golfgoðsögnin Seve Ballesteros lést í nótt af völdum heilaæxlis. Hann var 54 ára gamall. Í yfirlýsingu sem birt var á vefsíðu Ballesteros í morgun kemur fram að hann hafi látist á heimili sínu í Padrena, umvafinn ástvinum sínum. Ballesteros var áhrifamikill frumkvöðull í golfíþróttinni á Spáni. Hann vann meðal annars fimm risamót á ferli sínum. Spænsku blöðin kalla hann jafnvel „upphafsmann spænska golfsins“.

Ætla ekki að munnhöggvast við Reyni

Reynir Þór Reynisson, sem hætti sem þjálfari Fram í gær, segir að taka þurfi til í leikmannamálum félagsins og bar leikmennina þungum sökunum í viðtali við Fréttablaðið.

Leikmenn með slæmt hugarfar

Reynir Þór Reynisson, sem þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fram í vetur, er hættur hjá félaginu eftir að hafa komist að samkomulagi þess efnis við stjórn handknattleiksdeildar Fram. "Það má segja að leið mín og leikmanna hafi ekki legið saman,“ segir Reynir í samtali við Fréttablaðið.

Ferguson ánægður með að fá Webb

Alex Ferguson segir að sinn helsti ótti fyrir leik Manchester United gegn Chelsea á morgun sé að dómgæslan muni bitna á sínum mönnum. Hann er þó ánægður með að Howard Webb dæmi leikinn.

Mourinho mun berjast gegn banninnu

Aitor Karanka, aðstoðarmaður Jose Mourinho hjá Real Madrid, segir að sá síðarnefndi sé allt annað en sáttur við fimm leikja bannið sem hann fékk hjá Knattspyrnusambandi Evrópu í dag.

Dalglish: Engin þörf fyrir Carroll á EM U-21

Stuart Pearce, þjálfari U-21 landsliðs Englands, vill að Andy Carroll hjá Liverpool taki þátt í EM í Danmörku í sumar. Stjóri Carroll hjá Liverpool, Kenny Dalglish, segir það óþarfi.

Tiger keppir á Players-mótinu

Tiger Woods mun snúa aftur á golfvöllinn og keppa í Players Championship-mótinu sem hefst á fimmtudaginn næstkomandi.

Víkingur í samstarf við West Brom

Víkingur tilkynndi á heimasíðu sinni í dag að félagið hefði gert samstarfssamning við enska úrvalsdeildarfélagið West Bromwich Albion.

Ancelotti: Úrslitin ráðast ekki á liðsskipaninni

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, neitar því að hann væri að taka áhættu með því að stilla þeim Fernando Torres og Didier Drogba saman upp í fremstu víglínu í leiknum gegn Manchester United á sunnudaginn.

Veit ekkert um hugsanleg skipti á Drogba og Tevez

Didier Drogba hefur ekki verið í einu sambandi við forráðamenn Manchester City en það hafa verið sögusagnir í gangi að Chelsea og City myndi hugsanlega skipta á Drogba og Carlos Tevez í sumar.

UEFA ætlar að styðja Blatter í forsetakjörinu

Framkvæmdarstjórn Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, ætlar að styðja Sepp Blatter í forsetakjöri Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, í næsta mánuði. Þetta hefur fréttastofa BBC eftir sínum heimildum.

Ölgerðin: Það má ekki kalla Peppa Pepsi kallinn

Ölgerðin hefur látið hanna lukkudýr Pepsi-deildarinnar og ber hann nafnið „Pepsi-dósin“ og gælunafnið er „Peppi“. KSÍ kynnti kappann sem Peppa Pepsi-karl en það féll ekki í kramið hjá mönnum í Ölgerðinni sem sáu sig tilneydda til að ítreka rétt nafn nýja lukkutröllsins.

Einn eitt jafnteflið hjá Lilleström

Lilleström gerði í kvöld sitt þriðja jafntefli í síðustu fjórum leikjum í norsku úrvalsdeildinni, í þetta sinn gegn Fredrikstad, 1-1.

Hermann vongóður um nýjan samning

Hermann Hreiðarsson, leikmaður Portsmouth, segist í samtali við enska dagblaðið Portsmouth News að hann sé vongóður um að gengið verði frá nýjum samningi á milli hans og félagsins á næstunni.

Hverjir byrja hjá Chelsea? - Sir Alex hefur ekki hugmynd

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist ekki getað séð fyrir sér hvaða leikmenn verða í byrjunarliðinu hjá Chelsea í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. United er með þriggja stiga forskot á Chelsea en Lundúnaliðið kemst á toppinn með sigri.

Koeman: Barcelona-liðið hans Guardiola betra en lið Cruyff

Hollendingurinn Ronald Koeman var hetja Barcelona-liðsins sem varð Evrópumeistari meistaraliða á Wembley árið 1992. Hann skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu í framlengingu og tryggði félaginu Evróputitilinn í fyrsta sinn.

Ancelotti valinn besti stjórinn annan mánuðinn í röð

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea og Peter Odemwingie, framherji West Bromwich Albion, voru bestir í aprílmánuði að mati valnefndar ensku úrvalsdeildarinnar. Ancelotti var kosinn besti stjórinn annan mánuðinn í röð og Odemwingie var kosinn besti leikmaðurinn en hann fékk samskonar verðlaun fyrir septembermánuð.

Fabregas, Nasri og Diaby verða ekki með Arsenal á móti Stoke

Arsenal verður án þriggja sterkra leikmanna þegar liðið sækir Stoke heim á Britannia Stadium í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Fyrirliðinn Cesc Fabregas, Samir Nasri og Abou Diaby eiga allir við meiðsli að stríða en það jákvæða er að Thomas Vermaelen gæti þarna spilað sinn fyrsta leik síðan í ágúst.

Spekingur á TV2: Alfreð hegðar sér eins og Mourinho

Bent Nyegaard, handboltaspekingur dönsku TV2 sjónvarpsstöðvarinnar var ekki sáttur með Alfreð Gíslason, þjálfara þýska stórliðsins Kiel, og ummæli hans um danska dómara eftir að Barcelona sló Kiel-liðið út úr Meistaradeildinni í handbolta.

Reynir Þór hættur hjá Fram

Handknattleiksdeild Fram hefur komist að samkomulagi við Reyni Þór Reynisson, þjálfara meistaraflokks karla, að hann láti af störfum hjá félaginu.

Verður Real Madrid Evrópumeistari eftir allt saman?

Knattspyrnuliði Real Madrid tókst ekki að endurheimta Evróubikarinn eftir langa bið þegar þeir duttu út fyrir Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta í vikunni en körfuboltalið félagsins getur bætt úr því þegar úrslit Euroleague fara fram í Barcelona um helgina.

UEFA dæmdi José Mourinho í fimm leikja bann

José Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir ummæli sín eftir 2-0 tap Real á móti Barcelona í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni.

Sir Alex: Við verðum meistarar ef við vinnum Chelsea

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er sannfærður um að liðið verði enskur meistari í tólfta sinn undir hans stjórn takist liðinu að vinna Chelsea á Old Trafford á sunnudaginn. Chelsea er þremur stigum á eftir United þegar þrír leikir eru eftir.

Sjá næstu 50 fréttir