Fleiri fréttir

Bjarni: Svona er fótboltinn stundum

„Þetta datt þeirra megin og svona er fótboltinn stundum. Þeir fá vítaspyrnudóm sem við hefðum átt að fá stuttu áður en fengum ekki og það skilur á milli í kvöld.

Grétar Sigfinnur: Allir eru með verkefnið á hreinu

„Það eru fimmtán ár síðan við tókum þá síðast hérna svo þetta var kærkomið," sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson, fyrirliði KR, eftir magnaðan 4-2 útisigur liðsins á FH í kvöld.

Atli Eðvaldsson: Stutt í fallbaráttuna

Það var ekki upplitsdjarfur Atli Eðvaldsson sem gekk í átt til búningsherbergja áður en hann gaf Vísi viðtal eftir ósigurinn gegn Fram í kvöld.

Kristján: Þegar eitthvað er bilað þarf að gera við

Keflvíkingar töpuðu sínum öðrum leik í röð í Pepsi-deildinni þegar þeir biðu 3-0 ósigur gegn Breiðablik á heimavelli sínum í Keflavík. Keflvíkingar hafa þar með fengið á sig 8 mörk í tveimur leikjum og það án þess að skora.

Umfjöllun: Grindvíkingar völtuðu yfir bitlausa Þróttara

Grindvíkingar unnu 5-1 stórsigur á Þrótti á Valbjarnarvellinum í kvöld. Þetta er annar heimaleikurinn í röð sem tapast svona illa á heimavelli en alls hefur botnlið Pepsi-deildarinnar tapað þremur af síðustu fjórum leikjum með markatölunni 1-5.

Umfjöllun: Blikasigur gegn slökum Keflvíkingum

Breiðablik vann verðskuldaðan 3-0 sigur á Keflvíkingum suður með sjó í kvöld. Þeir þoka sér því aðeins lengra frá fallsætunum og hafa nú unnið tvo leiki í röð. Keflvíkingar töpuðu hins vegar sínum öðrum leik í röð og falla niður í 5.sætið.

Nani fór úr axlarlið og verður lengi frá

Portúgalinn Nani verður ekki með Manchester United í næstu leikjum eftir að hann fór úr axlarlið í seinni hálfeik á móti Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley í dag. Nani hafði byrjað leikinn vel komið United í 1-0.

Gillzenegger birtir yfirlýsingu frá Prince Rajcomar

Gillzenegger hefur birt opinbera yfirlýsingu frá knattspyrnumanninum Prince Rajcomar á heimasíðu sinni, gillz.is. Þar segir Prince Rajcomar frá háttum sínum um Verslunarmannahelgina þar sem hann var sagður hafa sést á Þjóðhátíð í Eyjum á sunnudeginum þegar hann átti að vera út í London á reynslu hjá enska félaginu MK Dons.

Sir Alex Ferguson: Þetta atvik kostaði okkur leikinn

Sir Alex Ferguson, stjóri United var mjög ósáttur með dómarann í seinna markinu hjá Chelsea í leik liðanna um Samfélagsskjöldinn á Wembley í dag. Chelsea vann leikinn 4-1 í vítakeppni eftir 2-2 jafntefli í leiknum sjálfum.

Frank Lampard: Þetta var sætur sigur

„Þetta var sætur sigur. Það er mjög góð tilfinning að byrja tímabilið á að vinna titil," sagði Chelsea-maðurinn Frank Lampard sem skoraði bæði í leiknum og vítakeppninni þegar Chelsea tryggði sér sigur á móti Manchester United í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley í dag.

Lifir FH-grýla KR-inga ennþá góðu lífi? - kemur í ljós í kvöld

KR-ingar heimsækja topplið FH-inga í stórleik 16. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. FH-ingar eru með þrettán stiga forskot á KR og geta nánast endanlega gert út um Íslandsmótið með sigri í leiknum í kvöld. Til að koma í veg fyrir það þurfa KR-ingar að gera það sem þeim hefur ekki tekist í sex ár - að vinna FH.

Petr Cech varði tvær vítaspyrnur og tryggði Chelsea Samfélagsskjöldinn

Bikarmeistarar Chelsea eru búnir að vinna fyrsta titil tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið vann 4-1 sigur á Englandsmeisturum Manchester United í vítakeppni í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley í dag. Leiknum sjálfum lauk með 2-2 jafntefli. Þetta var þriðja árið í röð sem úrslitin í leiknum um Samfélagsskjöldinn ráðast í vítakeppni.

GKG og GK Sveitameistarar í golfi 2009

Karlalið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar og kvennalið Golfklúbbs Keilis tryggðu sér sigur í Sveitakeppni Golfsambands Íslands í dag. GKG vann GR í úrslitum karlakeppninnar sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri en Keilir vann GR í úrslitum kvennakeppninnar sem fram fór á Garðavelli.

Capello: Dyrnar eru ennþá opnar fyrir Owen

Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, segir að Michael Owen eigi enn möguleika á að spila með landsliðinu á HM þrátt fyrir að hann hafi ekki komist í hópinn fyrir vináttuleikinn á móti Hollandi á miðvikudaginn.

KR vann 6-0 sigur á FH í uppgjöri efstu liðanna í 2. flokki

Tvö efstu lið Pepsi-deildar karla, FH og KR, mætast í kvöld á heimavelli FH-inga í Kaplakrika. 2. flokkar liðanna mættust á föstudagskvöldið og það er vonandi að leikur kvöldsins verði jafnari en sá leikur þar sem KR vann 6-0. Þetta kemur fram á heimasíðu KR-inga.

Ferguson býst við miklu af Dimitar Berbatov í dag

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United bíður spenntur eftir því að sjá Dimitar Berbatov spila á móti Chelsea í leiknum um góðgerðaskjöldinn í dag. Leikur Englandsmeistara Manchester United og bikarmeistara Chelsea hefst klukkan 14.00 og er í beinni útsendingu á bæði Stöð2 Sport og Stöð2 Sport2.

Lampard: United mun sjá eftir því að hafa selt Ronaldo

Frank Lampard hefur varað Manchester United við því að Chelsea ætli að láta þá sjá eftir því að hafa selt Cristiano Ronaldo til Real Madrid. Lampard er líka sannfærður um að Carlo Ancelotti sé rétti maðurinn til að gera Chelsea aftur að enskum meisturum á nýjan leik. Chelsea og Manchester United mætast einmitt í leiknum um Góðgerðaskjöldinn á Wembley í dag.

Benitez hefur áhuga á á varnarmanni hjá Hull

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, er í miklum vandræðum með meiðsli varnarmanna sinna þessa daganna og nú síðasta meiddist Jamie Carragher í æfingaleik á móti Atletico Madrid á Anfield í gær. Til að leysa málið hefur Benitez sýnt áhuga á að kaupa Michael Turner frá Hull City.

Ricky Rubio ætlar að spila áfram á Spáni - fer ekki í NBA

Spænski bakvörðurinn Ricky Rubio var valinn númer fimm af Minnesota Timberwolves í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en hann mun þó ekki spila með liðinu á næsta tímabili. Rubio á enn eftir tvö ár af samningi sínum við DKV Joventut og ætlar að spila áfram á Spáni næsta vetur.

GR og GKG spila til úrslita í Sveitakeppni karla í golfi

Golfklúbbur Reykjavíkur mætir Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar í úrslitaleik Sveitakeppninnar í golfi sem fram fer á Jaðarsvelli á Akureyri um helgina. GR vann 3-2 sigur á Golfklúbbi Kjalar í undanúrslitunum en GKG vann 3-2 sigur á Keilismönnum í hinum undanúrslitaleiknum. GR og GKG unnu líka bæði sinn riðil í riðlakeppninni.

Fyrirliði Espanyol lést eftir að hafa fengið hjartaáfall

Daniel Jarque, 26 ára fyrirliði spænska úrvalsdeildarliðsins Espanyol, lést í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall á hótelbergi sínu þegar spænska liðið var í æfingaferð í Coverciano á Ítalíu. Félagar Jarque fundu hann þegar þeir fóru að undrast um hann þegar hann skilaði sér ekki í mat.

Allar líkur á því að Mark Viduka komi til Portsmouth

Paul Hart, stjóri Portsmouth, segir að ástralski framherjinn Mark Viduka muni koma til liðsins áður en enska úrvalsdeildin hefst um næstu helgi. Viduka er eins og er í frí með fjölskyldunni en Hart segir að hann sé búinn að ná samkomulagi við hinn 33 ára gamla framherja.

Sænskur leikmaður fær samning í NBA-deildinni

NBA-liðið Detroit Pistons hefur gert samning við Svíann Jonas Jerebko sem félagið valdi númer 35 í nýliðavalinu í sumar. Jerebko hefur spilað á Ítalíu undanfarin tvö tímabil og var með 9,0 stig og 5,5 fráköst í 23 leikjum með Angelico Biella á síðasta tímabili.

Fowler skoraði en North Queensland Fury tapaði samt

Robbie Fowler skoraði sínum fyrsta leik með North Queensland Fury í áströlsku úrvalsdeildinni en það var þó ekki nóg til þess að koma í veg fyrir 2-3 tap liðsins fyrir Sydney FC. Ástralski landsliðsframherjinn John Aloisi skoraði tvennu fyrir Sydney-liðið og þar á meðal sigurmarkið.

Sjá næstu 50 fréttir