Íslenski boltinn

Gillzenegger birtir yfirlýsingu frá Prince Rajcomar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Prince Rajcomar verður áfram í herbúðum KR-inga.
Prince Rajcomar verður áfram í herbúðum KR-inga. Mynd/Valli

Gillzenegger hefur birt opinbera yfirlýsingu frá knattspyrnumanninum Prince Rajcomar á heimasíðu sinni, gillz.is.

Þar segir Prince Rajcomar frá háttum sínum um Verslunarmannahelgina þar sem hann var sagður hafa sést á Þjóðhátíð í Eyjum á sunnudeginum þegar hann átti að vera út í London á reynslu hjá enska félaginu MK Dons.

Prince Rajcomar segir í yfirlýsingunni hafa verið farinn frá Eyjum klukkan 9.00 á sunnudagsmorgninum og að hann hafi um kvöldið verið á horfa á Eddie Murphy myndina Coming To America á hótelherbergi sínu í London en ekki í brekkunni að hlusta á Árna Johnsen stýra brekkusöngnum.

Yfirlýsinguna sem er skrifuð á ensku má finna hér.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×