Fleiri fréttir

Lazio vann Inter óvænt í meistarakeppnini á Ítalíu

Bikarmeistarar Lazio unnu óvæntan 2-1 sigur á Inter Milan í dag í Meistarakeppninni á Ítalíu sem að þessu sinni fór fram á Ólympíuleikvanginum í Peking í Kína. Bæði mörk Lazio komu á tveggja mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks.

Sir Alex Ferguson: Erfitt að komast í hóp þeirra fjögurra efstu

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að það verði erfitt fyrir Manchester City liðið að komast í hóp fjögurra efstu liðanna í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að nágrannarnir hafi eytt miklum peningum í að styrkja liðið sitt.

Veron tók á sig 40 prósent launalækkun

Juan Sebastian Veron, fyrirliði argentínska liðsins Estudiantes, hefur tekið á sig myndarlega launalækkun til þess að aðstoða félagið við fjármögnun yngri flokka starfs þess. Miðjumaðurinn tilkynnti þetta sjálfur á blaðamannafundi.

Áfall fyrir Liverpool - Aquilani ekki tilbúinn fyrr en eftir tvo mánuði

Liverpool þarf að spila án bæði Xabi Alonso og Alberto Aquilani fyrstu tvo mánuði tímabilsins eftir að það kom í ljós að ökklameiðsli Ítalans muni halda honum frá fótboltavellinm í fjóra til átta mánuði. Liverpool keypti Aquilani frá Roma til þess að fylla í skarð Xabi Alonso sem var seldur til Real Madrid.

KR-ingar undirbjuggu sig fyrir FH-leikinn út í Sviss

Það er nóg af leikjum hjá KR-ingum þessa daganna, þeir mættu Basel í Evrópudeildinni út í Sviss á fimmtudagskvöldið og mæta síðan toppliði FH í Pepsi-deildinni á morgun í Kaplakrika. Leikurinn á móti FH verður sextándi leikur KR-liðsins á átta vikum og til þess að létta á ferðaálaginu ákvaðu forráðamenn KR að undirbúa liðið fyrir Íslandsmeistarana út í Sviss.

90 mínútur búnar af enska boltanum og enn ekkert mark

Fyrsti leikur ensku b-deildarinnar fór fram í gærkvöldi þegar Middlesbrough lék sinn fyrsta leik utan ensku úrvalsdeildarinnar í tólf ár. Middlesbrough tók á móti Sheffield United og niðurstaðan var markalaust jafntefli.

Schumacher varði brúðkaupsafmælinu í kappakstri

Michael Schumacher er eldheitur þessa dagana í undirbúningi fyrir fyrsta Formúlu 1 kappakstur sinn síðan 2006. Hann æfði kart kappakstur í tvo daga í vikunni og svo mikill er áhuginn að á afmæli brúðkaups síns dvaldi hann á kartbraut við Garda vatnið við æfingar.

Katrín: Þór/KA er með hörkulið og frábæra framlínu

„Ég er ótrúlega svekkt því við mættum bara ekki tilbúnar í fyrri hálfleik. Við vorum kannski að átta okkur á því að þrír byrjunarliðsmenn voru ekki með okkur í kvöld en það afsakar ekki neitt því það komu bara stelpur inn í þeirra stað.

Stjörnustúlkur mættar við hlið Vals og Breiðabliks

Valur, Breiðablik og Stjarnan eru öll jöfn að stigum í Pepsi-deild kvenna eftir úrslit kvöldsins. Björk Gunnarsdóttir skoraði þrennu fyrir Stjörnuna þegar liðið vann GRV 4-0. Kristrún Kristjánsdóttir skoraði hitt markið.

Rakel: Má búast við góðri stemningu í rútunni

„Þetta gerist ekki mikið sætara," sagði Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Þórs/KA, eftir 2-1 útisigurinn á Val í kvöld. Norðankonur skoruðu sigurmarkið í blálokin og opnuðu baráttuna á toppi deildarinnar upp á gátt.

Fjórir leikir í 1. deild - Leiknir vann Breiðholtsslaginn

Fjórir leikir voru í 1. deild karla í kvöld. Það var stórleikur í Breiðholtinu þar sem grannarnir í Leikni og ÍR áttust við. Leiknismenn fóru þar með sigur af hólmi 2-1 en öll mörkin komu í seinni hálfleik.

Þórir Ólafsson tekinn við fyrirliðabandinu

Þórir Ólafsson, handboltamaður hjá TUS-N-Lübbecke í þýsku úrvalsdeildinni, hefur verið gerður að fyrirliða liðsins. Þórir er Selfyssingur og er frá þessu greint á heimasíðu Selfyssinga.

Gunnlaugur Jónsson hættir að spila í haust

Gunnlaugur Jónsson, spilandi þjálfari Selfyssinga sem trjóna á toppi 1. deildar, ætlar sjálfur að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Hann mun einbeita sér að þjálfun liðsins eftir það.

U21 vann Kúveit í sínum öðrum leik

U21 ára landslið karla í handbolta vann sigur á Kúveit 34-32 á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi. Íslenska liðið tapaði fyrsta leik sínum fyrir heimamönnum.

Aston Villa að ganga frá kaupum á Beye

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er Aston Villa búið að ná samkomulagi við Newcastle vegna varnarmannsins Habib Beye og hefur leikmaðurinn þegar skrifað undir þriggja ára samning við Beye.

Snýr Daly aftur á Hazeltine-vellinum?

Kylfingurinn skrautlegi John Daly er ekki á meðal keppenda á Bridgestone mótinu á Firestone-vellinum í PGA-mótaröðinni sem nú stendur yfir en veltir fyrir sér að snúa aftur á PGA-mótaröðinni í næstu viku á Hazeltine-vellinum.

Emil á leiðinni í ensku b-deildina

Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er kominn til Englands til viðræðna við enska b-deildarfélagið Barnsley um lánssamning frá ítalska b-deildarfélaginu Reggina en frá þessu er greint á heimasíðu Barnsley í dag.

Sunderland hefur áhuga á Mensah

Knattspyrnustjórinn Steve Bruce hjá Sunderland hefur staðfest að varnarmaðurinn John Mensah hjá Lyon sé leikmaður sem hann hafi lengi reynt að fá og hafi enn mikinn áhuga á að fá í raðir Sunderland.

Pálmi Rafn í landsliðið í stað Arnórs

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á landsliðshóp sínum er mætir Slóvökum í vináttulandsleik næstkomandi miðvikudag á Laugardalsvelli.

Gunnleifur: Ekki leiðinlegt að syngja Rabbabara-Rúnu í klefanum á ný

Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði HK og markvörður íslenska landsliðsins, átti mikinn þátt í 2-1 sigri liðsins á toppliði Selfoss fyrir austan fjall í gær. Gunnleifur varði meðal annars vítaspyrnu frá markahæsta leikmanni deildarinnar og kom síðan í veg fyrir að Selfyssingar næðu í stig með frábærri markvörslu í uppbótartíma.

Heimildarmyndin Stelpurnar okkar frumsýnd í næstu viku

Heimildarmynd um íslenska kvennalandsliðið og leið þess inn á Evrópumótið í Finnlandi verður frumsýnd í Háskólabíói í næstu viku en síðustu tvö ár hafa þær Þóra Tómasdóttir og Hrafnhildur Gunnarsdóttir, fylgt íslenska kvennalandsliðinu eins og skugginn.

Tommy Johnson leikur með KR næsta vetur

KR-ingar hafa náð í góðan liðstyrk í körfunni því Bandaríkjamaðurinn Tommy Johnson mun spila sem bosman-leikmaður hjá liðinu á næsta tímabili. Tommy varð Íslandsmeistari með Keflavík árið 2008 og lék við góðan orðstír suður með sjó. Hann er með breskt vegabréf og telst því Bosman leikmaður. Þetta kom fram á heimasíðu KR-inga.

Fá fimm ára bann fyrir að reyna að múta dönsku dómurum

Rúmenskur landsliðsþjálfari og varaformaður rúmenska sambandsins, sem buðu dönsku dómurunum Martin Gjeding og Mads Hansen mútur fyrir leik í undankeppni HM 2009, hafa verið dæmdur í fimm ára bann af evrópska handboltasambandinu. Leikurinn fór fram 14. júní 2008 og var seinni umspilsleikurinn á milli Rúmeníu og Svartfjallalands.

Vidic missir af byrjun tímabilsins - meiddur á kálfa

Serbneski miðvörðurinn Nemanja Vidic verður ekki með ensku meisturunum í Manchester United í byrjun tímabilsins vegna meiðsla á kálfa. Þessi meiðsli hafa haldið honum utan vallar allt undirbúningstímabilið og nú er ljóst að hann missir einnig af fyrstu tveimur vikum tímabilsins.

Niki Lauda: Schumacher sá eftir að hætta

Austurríkismaðurinn Niki Lauda telur að Michael Schumacher hafi séð eftir að hætt árið 2006 og hann hafi aldrei losnað við kappaksturs bakteríuna. Þess vegna hafi hann farið í mótorhjólakappakstur.

Robbie Fowler kominn með fyrirliðabandið í Ástralíu

Robbie Fowler, fyrrum framherji Liverpool og enska landsliðsins, hefur verið gerður að fyrirliða hjá ástralska liðinu North Queensland Fury en Fowler hefur leikið með liðinu síðan í febrúar. Hinn 34 ára gamli framherji gerði þá tveggja ára samning við liðið.

Wenger: Jack Wilshere er eins og ungur Wayne Rooney

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur líkt hæfileikum Jack Wilshere við þá hjá ungum Wayne Rooney en Wenger hefur jafnframt varað stuðningsmenn liðsins við að búast við of miklu of fljótt af hinum 17 ára gamla Wilshere.

Arsenal drógst á móti Celtic í Meistaradeildinni

Það verður breskur slagur í 4. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar eftir að enska liðið Arsenal og skoska liðið Celtic drógust saman nú rétt áðan. Arsenal átti einnig möguleika á að mæta Fiorentina eða Atletico Madrid.

Martin O'Neill hefur áhuga á að fá Sneijder til Aston Villa

Martin O'Neill, stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa hefur áhuga á að fá hollenska miðjumanninn Wesley Sneijder til Aston Villa en framtíð þessa 25 ára gamla leikmanns Real Madrid hefur verið í óvissu eftir kaup liðsins á nýjum mönnum eins og Cristiano Ronaldo, Kaka og Karim Benzema.

Enska úrvalsdeildin minnist Robson í fyrstu umferðinni

Áhorfendur á fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um næstu helgi munu virða minningu Bobby Robson með einnar mínútu þögn fyrir alla leikina. Enski boltinn hefst um helgina með góðgerðaskildinum og leikjum í ensku 1. deildinni og mun sami háttur vera hafður á fyrir þá leiki.

Stóru liðin sækjast eftir Nico Rosberg

Frank Williams segir að mörg lið hafi áhuga á Nico Rosberg. sem er liðsmaður Williams ásamt Kazuki Nakajima. Rosberg ákvað að vera áfram hjá Williams í fyrra, þó McLaren hefði áhuga á kappanum.

Rashard Lewis féll á lyfjaprófi en fær bara 10 leikja bann

Rashard Lewis, stjörnuleikmaður Orlando Magic í NBA-deildinni, féll á lyfjaprófi á síðasta tímabili en of mikið af karlmannshormóninu testosterone fannst í sýni hans. Lewis fékk tíu leikja launalaust bann og mun missa af upphafi tímabilsins.

Umfjöllun: Meistarataktar hjá FH og Stjörnuvígið féll

Íslandsmeistarar FH sýndu styrk sinn með 1-4 sigri gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld. FH-ingar eru með sigrinum komnir með þrettán stiga forskot á toppi deildarinnar en Stjörnumenn voru að tapa sínum fyrsta leik á heimavelli í Pepsi-deildinni í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir