Fleiri fréttir Luque vill fara til Real Betis Albert Luque, framherji Newcastle, hefur mikinn áhuga á að komast að hjá Real Betis og ganga þar með í lið með fyrrverandi þjálfara sínum, Hector Cuper, en sá þjálfaði einmitt Luque þegar hann spilaði með Mallorca. Rafael Luque, faðir og umboðsmaður leikmannsins, er sagður hafa átt fund með Manuel Ruiz de Lopera, forseta Betis og rætt við hann um möguleg félagsskipti sonarins. 23.8.2007 21:03 Dynamo Kiev vill fá Schevchenko Dynamo Kiev frá Úkraínu vilja fá Andriy Schevchenko á láni frá Chelsea út tímabilið. Forseti Dynamo, Igor Surkis, greindi frá þessu á heimasíðu félagsins. Surkis segist ekki vera hissa á að Schevchenko hafi ekki náð sama árangri hjá Chelsea og hann gerði hjá Dynamo og AC Milan. 23.8.2007 19:43 Jol fær 100% stuðning frá Levy Framtíð Martin Jol, knattspyrnustjóra Tottenham, hefur verið mikið í umræðunni í kjölfar þess að liðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, segir þó að Jol þurfi ekki að hafa áhyggjur því að hann styðji 100% við bakið á honum. 23.8.2007 18:46 Mendieta á sér enga framtíð hjá Middlesbrough Forráðamenn Middlesbrough hafa gefið það út að Gaizka Mendieta eigi sér enga framtíð hjá klúbbnum. Mendieta sagði í dag að hann vildi hjálpa liðinu og að hann vildi fá tækifæri til að sýna hvað í sér býr. Hann tók einnig fram að engar viðræður hefðu átt sér stað á milli hans og Middlesbrough um að hann væri á leið frá félaginu. 23.8.2007 18:07 Alonso fetar í fótspor Schumacher - Byrjaður í boltanum Ökuþórinn og heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur nú fetað í fótspor fyrrverandi heimsmeistara í formúlunni, Michael Schumacher, og gengið til liðs við knattspyrnulið í þriðju deildini í Sviss. Dagblaðið „24 Heures" í Sviss greindi frá því í gær að Alonso hefði mætt á sína fyrstu æfingu með Prangis FC í síðustu viku. 23.8.2007 17:51 Jens Lehmann frá vegna meiðsla næstu tvær vikur Jens Lehmann, markvörður Arsenal og þýska landsliðsins, verður frá vegna meiðsla á hásin næstu tvær vikur að minnsta kosti. Lehman mun missa af deildarleikjum gegn Manchester City og Portsmouth auk þess að hann missir af seinni leiknum gegn Sparta Prague í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 23.8.2007 16:54 Robben og Heinze búnir að skrifa undir hjá Real Madrid Real Madrid er búið að ganga frá kaupunum á Gabriel Heinze frá Manchester United og Arjen Robben frá Chelsea. Leikmennirnir skrifuðu báðir undir samning í dag eftir að hafa staðist læknisskoðun hjá félaginu. Madrid borgaði 24 milljónir punda fyrir Robben sem skrifaði undir fimm ára samning, en Heinze kostaði félagið átta milljónir punda og skrifaði hann undir fjögurra ára samning. 23.8.2007 16:21 Sammy Lee er hræddur um að missa Diouf og Anelka Sammy Lee, knattspyrnustjóri Bolton, viðurkennir að hann sé hræddur um að Nicolas Anelka og El-Hadji Diouf yfirgefi félagið áður en leikmannaglugginn lokar þann 31. ágúst. Diouf hefur gefið það út að hann vilji spila með liði sem er í Meistaradeild Evrópu eða liði sem hefur metnað til að spila þar á næsta ári. Þá hafa verið þrálátar sögusagnir um að Anelka sé óánægður, en hann hefur verið orðaður við Arsenal, Manchester United og Lyon. 23.8.2007 15:39 Fótboltaliði frá Palestínu meinað að koma til Englands Úrvalslið ungra palestínskra knattspyrnumanna hefur þurft að falla frá fyrirhugaðri keppnis og æfingaferð til Englands þar sem óttast er að leikmenn liðsins muni óska eftir pólitísku hæli í landinu. 23.8.2007 15:31 Markvörður Dortmund í bann fyrir að kalla Asamoah "svart svín" Þýska knattspyrnusambandið dæmdi í dag Roman Weidenfeller, markvörð Borussia Dortmund, í þriggja leikja bann fyrir að hafa kallað Gerald Asamoah, leikmann Schalke, "svart svín", þegar lið þeirra tveggja mættust á laugardaginn. 23.8.2007 14:54 Gerrard ekki með gegn Sunderland Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verður hvíldur þegar lið hans fer norður til Sunderland um helgina. Eins og áður hefur verið greint frá er Gerrard meiddur og tá og Benitez þjálfari ætlar sér ekki að tefla á tvær hættur með bata hans. 23.8.2007 14:38 Video: Ótrúlegir stuðningsmenn Rauðu stjörnunnar Leikmenn Rauðu stjörnunnar frá Belgrad vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið nú fyrir skömmu þegar þeir mættu einu sinni sem oftar á æfingu. Þegar á æfingavöllinn var komið biðu þeirra þúsundir trylltra stuðningsmanna sem sungu og héldu blysum á loft leikmönnum til heiðurs. 23.8.2007 14:09 Parker og Neill með Hömrunum um helgina Þeir Scott Parker og Lucas Neill verða báðir með West Ham þegar liðið mætir Wigan um helgina. Þeir hafa verið meiddir undanfarið en eru báðir byrjaðir að æfa með liðinu og ættu báðir að verða í byrjunarliði West Ham þegar leikurinn við Wigan verður flautaður á. 23.8.2007 11:58 5 sem gætu tekið við af Robinson Eftir hræðileg mistök Paul Robinson í leiknum gegn Þjóðverjum í gær eru Englendingar strax byrjaðir að líta í kring um sig eftir arftaka. Vísir fór á stúfanna og fann fimm markverði sem koma til greina sem næstu landsliðsmarkverðir Englendinga. 23.8.2007 10:44 Mourinho bíður í Börsung José Mourinho hefur að sögn fjölmiðla á Bretlandseyjum boðið Barcelona tæpar fjórar milljónir punda fyrir Brasilíumanninn Juliano Belletti. Sá er sókndjarfur hægri bakvörður sem er líklega þekktastur fyrir að hafa skorað sigurmark Barcelona gegn Arsenal í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir tveim árum. 23.8.2007 10:22 Real Madrid nær samkomulagi við Chelsea um Robben Real Madrid hefur náð samkomulagi við Chelsea um kaupverð á hollenska vængmanninum Arjen Robben. Robben hefur lengi verið undir smásjá Spánarmeistaranna og lofaði einmitt forseti klúbbsins, Ramon Calderon, að hann myndi fá Robben til liðsins yrði hann kosinn forseti. 22.8.2007 21:28 Undankeppni EM: Úrslit kvöldsins Sex leikir fóru fram í undankeppni EM ´08 fóru fram í kvöld. Einn leikur í riðli Íslands var leikinn, en N-Írland sigraði Liechtenstein örugglega með þremur mörkum gegn einu þar sem David Healy skoraði tvö fyrir N-Íra. Athygli vekur að Portúgalar náðu aðeins jafntefli gegn Armenum. 22.8.2007 21:10 Vináttuleikir: Úrslit kvöldsins Fjölmargir vináttulandsleikir fóru fram í kvöld. Mörg áhugaverð úrslit áttu sér stað, þar á meðal má nefna að Norðmenn sigruðu Argentínu og Ítalía tapaði fyrir Ungverjalandi. England tapaði fyrir Þjóðverjum á heimavelli og Íslendingar gerðu jafntefli við Kanada. 22.8.2007 20:59 Ísland gerði jafntefli við Kanada Íslenska landsliðið í knattspyrnu gerði í kvöld jafntefli við Kanada, 1-1. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og fá færi litu dagsins ljós. Íslenska liðið var þó sterkara í leiknum en það dugði ekki til. Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom Íslendingum yfir með marki af stuttu færi eftir fína sendingu frá Baldri Aðalsteinssyni á 65. mínútu en Oliver Occean jafnaði fyrir Kanada á 74. mínútu með skoti af stuttu færi. 22.8.2007 20:02 Kanada jafnar leikinn á Laugardalsvellinum Oliver Occean var núna rétt í þessu að jafna leikinn fyrir Kanada gegn Íslandi. Paul Stalteri átti þrumuskot sem að Fjalar Þorgeirsson varði ágætlega en boltinn datt beint fyrir fæturnar á Occean sem átti ekki í erfiðleikum með að setja boltann yfir marklínuna. Staðan er 1-1, en Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði mark Íslands. 22.8.2007 19:38 Gunnar Heiðar kemur Íslandi yfir Gunnar Heiðar Þorvaldsson er búinn að koma íslenska landsliðinu yfir gegn því kanadíska á Laugardalsvellinum. Gunnar Heiðar skoraði markið á 65. mínútu af stuttu færi eftir sendingu frá Baldri Aðalsteinssyni sem var kominn upp á endamörkum. Staðan er 1-0. 22.8.2007 19:29 Heinze skrifar undir hjá Real Madrid á morgun Real Madrid hefur náð samkomulagi við Manchester United um kaup á varnarmanninum Gabriel Heinze. Spánarmeistararnir hafa lengi haft augastað á varnarmanninum og í kjölfar þess að Heinze fékk ekki að ganga til liðs við Liverpool gerði félagið tilboð í leikmanninn. Real Madrid hefur staðfest að tilboðið hafi verið samþykkt. 22.8.2007 19:12 Markalaust í hálfleik í Laugardalnum Markalaust er í hálfleik í vináttuleik Íslands og Kanada sem hófst klukkan 18:05 á Laugardalsvellinum. Leikurinn hefur verið rólegur og ekki mikið um færi. Emil Hallfreðsson átti þó fínt skot á fyrstu mínútu leiksins sem var varið í horn. Brynjar Björn Gunnarsson átti svo fínan skalla eftitr hornið en markvörður Kanada sá við honum. Leikmenn Kanada hafa komist lítt áleiðis en áttu þó fínt skot fyrir utan teig sem að Daði Lárusson varði vel. 22.8.2007 18:54 Zlatan hefur ekki áhuga á að yfirgefa Inter Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic segir að hann sé ánægður hjá Inter og ekki á leið frá félaginu. Chelsea og Real Madrid eru sögð hafa áhuga á leikmanninum. Zlatan stóð sig vel á síðasta tímabili og hjálpað Inter að vinna deildina. Þrátt fyrir að hafa unnið deildina í fyrra eru ennþá sögusagnir um að leikmaðurinn vilji fara frá Inter. 22.8.2007 18:22 U21: Ísland tapaði fyrir Kýpur U21 landslið Íslands tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni EM ´09 fyrir Kýpur með einu marki gegn engu. Íslenska liðið var sterkara í leiknum en Kýpur skoraði sigurmarkið úr aukaspyrnu tuttugu mínútum fyrir leikslok. 22.8.2007 17:56 Kýpur komið yfir í Grindavík Kýpur var rétt í þessu að komast yfir gegn U21 liði Íslands í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM ´09. Staðan er 0-1. Íslendingar eru búnir að sækja allan leikinn og því kemur markið gegn gangi leiksins. Markið kom úr aukaspyrnu af löngu færi. 22.8.2007 17:30 Úttekt: Hvað græða liðin á að reka stjórann? Martin Jol og Sammy Lee þykja líklegir kandídatar í að verða fyrstu knattspyrnustjórarnir til þess að taka pokann sinn á þessu tímabili. Vísir rifjar hér upp hverju það hefur skilað liðum á síðustu árum að reka knattspyrnustjórann svo snemma á leiktíðinni. 22.8.2007 16:21 Benítez er ekki sáttur við stjórn úrvalsdeildarinnar Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir stjórn úrvalsdeildarinnar vera ósanngjarna gagnvart Liverpool. Benítez er mjög ósáttur við að Gabriel Heinze fái ekki leyfi til að yfirgefa Manchester United þrátt fyrir að vera með skjöl sem sanna það að hann hafi rétt á því. 22.8.2007 16:16 Sjónvarpssamningur eyðileggur knattspyrnuveislu Nokkur óánægja hefur verið á meðal knattspyrnuáhugamanna á Íslandi vegna ákvörðunar KSÍ að raða niður leikjum landsliða Íslands sem fara fram í dag með svo stuttu millibili. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði í samtali við Vísi að þeir hafi verið í vandræðum með að raða niður leikjunum. 22.8.2007 15:26 Leikir kvöldsins í undankeppni EM ´08 Sex leikir fara fram í kvöld í undankeppni Evrópumóts landsliða sem fram fer í Sviss og Austurríki á næsta ári. Íslenska liðið á ekki leik í undankeppninni í kvöld en leikur þess í stað vináttuleik gegn Kanada. Einn leikur fer fram í riðli Íslands í kvöld þegar N-Írland tekur á móti Liechtenstein. 22.8.2007 14:38 Byrjunarlið Íslands gegn Kanada Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Kanada sem fram fer á Laugardalsvellinum í kvöld. 22.8.2007 14:23 Yakubu að fara til Everton Enska úrvalsdeildarliðið Middlesbrough hefur staðfest að félagið sé búið að semja við Everton um kaupverð á nígeríska framherjanum Yakubu Aiyegbeni. Klúbbarnir hafa átt í samningsviðræðum síðustu vikur og hafa nú loksins náð samkomulagi um að Everton borgi rúmar ellefu milljónir punda fyrir framherjann. 22.8.2007 14:10 Beckham flýgur 18 þúsund kílómetra á sex dögum Það er ekki tekið út með sældinni að vera David Beckham. Ákvörðun hans um að spila áfram með enska landsliðinu eftir að hann fluttist til Bandaríkjanna er þegar farin að taka sinn toll. Þetta sést best á ferðaáætlun hans þessa vikuna sem Vísir er búinn að taka saman. 22.8.2007 13:05 Ísland í 117. sæti á FIFA-listanum Íslenska landsliðið í knattspyrnu heldur áfram frjálsu falli sínu á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins. Liðið er nú í 117. sæti listans ásamt Súdan og hefur aldrei verið eins lágt á listanum og nú. Liðið hefur fallið um átta sæti frá síðasta lista og 24 sæti frá áramótum. 22.8.2007 11:04 West Ham vill fá Heinze Íslendingafélagið West Ham reynir nú að krækja í argentínska varnarmanninn Gabriel Heinze sem vill ekkert frekar en að komast frá Manchester United. Ljóst er að hann fer ekki til Liverpool eftir að nefnd ensku úrvalsdeildarinnar úrskurðaði að félag hans réði hvert hann færi og það opnaði fyrir áhuga West Ham. 22.8.2007 10:46 Jol fær 520 milljónir ef hann verður rekinn Þrátt fyrir að forráðamenn Tottenham geri hvað þeir geta til að draga fjöður yfir þá staðreynd að þeir vilja losna við hollenska knattspyrnustjórann Martin Jol þá hafa þeir nú gengið frá drögum að starfslokasamningi Jol ef hann verður rekinn. 22.8.2007 09:54 Nýtt leikkerfi prófað gegn Kanada Ísland og Kanada mætast annað kvöld í vináttulandsleik á Laugardalsvelli en þetta er í fyrsta sinn sem liðin munu mætast í knattspyrnuleik. Ísland er í 107. sæti á styrkleikalista FIFA en Kanada í 52. sæti. 21.8.2007 21:42 AC Milan byrjar án Ronaldo Evrópumeistarar AC Milan þurfa líklega að byrja tímabilið á Ítalíu án sóknarmannsins Ronaldo. Þessi brasilíski snillingur á við meiðsli að stríða og hefur lítið sem ekkert getað æft undanfarnar vikur. Ólíklegt er að hann verði tilbúinn í slaginn á sunnudag þegar Milan mætir Genoa í fyrsta leik sínum á tímabilinu. 21.8.2007 20:27 Viðræður um Yakubu standa yfir Viðræður standa enn yfir milli Everton og Middlesbrough um sóknarmanninn Yakubu Aiyegbeni. Fréttir höfðu borist um að Everton væri búið að gefast upp á því að krækja í Yakubu en þær eru víst úr lausu lofti gripnar. 21.8.2007 20:14 KR og Keflavík í úrslitaleikinn Það verða KR og Keflavík sem munu mætast í úrslitaleik VISA-bikars kvenna sem fram fer á Laugardalsvelli 22. september. Undanúrslitaleikirnir fóru fram í kvöld en þar vann KR 7-3 sigur á Breiðabliki á útivelli og Keflavík vann Fjölni 3-1 á heimavelli sínum. 21.8.2007 19:47 Shevchenko ekki í góðu formi Úkraínski sóknarmaðurinn Andriy Shevchenko hjá Chelsea er ekki í nægilega góðu formi til að spila heilan leik. Þetta segir Oleg Blokhin, landsliðsþjálfari Úkraínu, en hann kennir um mikilli bekkjarsetu Shevchenko hjá enska stórliðinu. 21.8.2007 19:29 Newcastle bíður eftir boði í Martins Newcastle United býst við að fá tilboð frá Manchester United í Obafemi Martins. Þessi ungi leikmaður er einn af fjölmörgum sóknarmönnum sem hafa verið orðaðir við ensku meistarana en liðið hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu þremur leikjum sínum í ensku deildinni. 21.8.2007 19:03 Olga komin með fjögur gegn Breiðabliki Nú er hálfleikur í undanúrslitaleikjunum tveimur í VISA-bikar kvenna en þeir hófust klukkan 18. Olga Færseth hefur farið hamförum með KR sem er 4-1 yfir gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli. Í Keflavík hafa heimastúlkur 2-0 yfir gegn Fjölni. 21.8.2007 18:47 Martin Jol áfram með Tottenham Tottenham Hotspur hefur staðfest að Martin Jol verði áfram knattspyrnustjóri liðsins en haldinn var stjórnarfundur í dag. Framtíð Jol var talinn í óvissu og talað um að stjórn félagsins vildi fá Juando Ramos, þjálfara Sevilla, til starfa. Nú er hinsvegar ljóst að Jol verður áfram. 21.8.2007 18:25 Ívar er ekki til sölu Reading ætlar ekki að selja neinn af byrjunarliðsmönnum sínum áður en félagaskiptaglugganum lokar. Nokkur úrvalsdeildarlið hafa sýnt leikmönnum liðsins áhuga en þar á meðal er Everton sem vill fá til sín íslenska landsliðsmanninn Ívar Ingimarsson. 21.8.2007 18:06 Sjá næstu 50 fréttir
Luque vill fara til Real Betis Albert Luque, framherji Newcastle, hefur mikinn áhuga á að komast að hjá Real Betis og ganga þar með í lið með fyrrverandi þjálfara sínum, Hector Cuper, en sá þjálfaði einmitt Luque þegar hann spilaði með Mallorca. Rafael Luque, faðir og umboðsmaður leikmannsins, er sagður hafa átt fund með Manuel Ruiz de Lopera, forseta Betis og rætt við hann um möguleg félagsskipti sonarins. 23.8.2007 21:03
Dynamo Kiev vill fá Schevchenko Dynamo Kiev frá Úkraínu vilja fá Andriy Schevchenko á láni frá Chelsea út tímabilið. Forseti Dynamo, Igor Surkis, greindi frá þessu á heimasíðu félagsins. Surkis segist ekki vera hissa á að Schevchenko hafi ekki náð sama árangri hjá Chelsea og hann gerði hjá Dynamo og AC Milan. 23.8.2007 19:43
Jol fær 100% stuðning frá Levy Framtíð Martin Jol, knattspyrnustjóra Tottenham, hefur verið mikið í umræðunni í kjölfar þess að liðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, segir þó að Jol þurfi ekki að hafa áhyggjur því að hann styðji 100% við bakið á honum. 23.8.2007 18:46
Mendieta á sér enga framtíð hjá Middlesbrough Forráðamenn Middlesbrough hafa gefið það út að Gaizka Mendieta eigi sér enga framtíð hjá klúbbnum. Mendieta sagði í dag að hann vildi hjálpa liðinu og að hann vildi fá tækifæri til að sýna hvað í sér býr. Hann tók einnig fram að engar viðræður hefðu átt sér stað á milli hans og Middlesbrough um að hann væri á leið frá félaginu. 23.8.2007 18:07
Alonso fetar í fótspor Schumacher - Byrjaður í boltanum Ökuþórinn og heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur nú fetað í fótspor fyrrverandi heimsmeistara í formúlunni, Michael Schumacher, og gengið til liðs við knattspyrnulið í þriðju deildini í Sviss. Dagblaðið „24 Heures" í Sviss greindi frá því í gær að Alonso hefði mætt á sína fyrstu æfingu með Prangis FC í síðustu viku. 23.8.2007 17:51
Jens Lehmann frá vegna meiðsla næstu tvær vikur Jens Lehmann, markvörður Arsenal og þýska landsliðsins, verður frá vegna meiðsla á hásin næstu tvær vikur að minnsta kosti. Lehman mun missa af deildarleikjum gegn Manchester City og Portsmouth auk þess að hann missir af seinni leiknum gegn Sparta Prague í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 23.8.2007 16:54
Robben og Heinze búnir að skrifa undir hjá Real Madrid Real Madrid er búið að ganga frá kaupunum á Gabriel Heinze frá Manchester United og Arjen Robben frá Chelsea. Leikmennirnir skrifuðu báðir undir samning í dag eftir að hafa staðist læknisskoðun hjá félaginu. Madrid borgaði 24 milljónir punda fyrir Robben sem skrifaði undir fimm ára samning, en Heinze kostaði félagið átta milljónir punda og skrifaði hann undir fjögurra ára samning. 23.8.2007 16:21
Sammy Lee er hræddur um að missa Diouf og Anelka Sammy Lee, knattspyrnustjóri Bolton, viðurkennir að hann sé hræddur um að Nicolas Anelka og El-Hadji Diouf yfirgefi félagið áður en leikmannaglugginn lokar þann 31. ágúst. Diouf hefur gefið það út að hann vilji spila með liði sem er í Meistaradeild Evrópu eða liði sem hefur metnað til að spila þar á næsta ári. Þá hafa verið þrálátar sögusagnir um að Anelka sé óánægður, en hann hefur verið orðaður við Arsenal, Manchester United og Lyon. 23.8.2007 15:39
Fótboltaliði frá Palestínu meinað að koma til Englands Úrvalslið ungra palestínskra knattspyrnumanna hefur þurft að falla frá fyrirhugaðri keppnis og æfingaferð til Englands þar sem óttast er að leikmenn liðsins muni óska eftir pólitísku hæli í landinu. 23.8.2007 15:31
Markvörður Dortmund í bann fyrir að kalla Asamoah "svart svín" Þýska knattspyrnusambandið dæmdi í dag Roman Weidenfeller, markvörð Borussia Dortmund, í þriggja leikja bann fyrir að hafa kallað Gerald Asamoah, leikmann Schalke, "svart svín", þegar lið þeirra tveggja mættust á laugardaginn. 23.8.2007 14:54
Gerrard ekki með gegn Sunderland Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verður hvíldur þegar lið hans fer norður til Sunderland um helgina. Eins og áður hefur verið greint frá er Gerrard meiddur og tá og Benitez þjálfari ætlar sér ekki að tefla á tvær hættur með bata hans. 23.8.2007 14:38
Video: Ótrúlegir stuðningsmenn Rauðu stjörnunnar Leikmenn Rauðu stjörnunnar frá Belgrad vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið nú fyrir skömmu þegar þeir mættu einu sinni sem oftar á æfingu. Þegar á æfingavöllinn var komið biðu þeirra þúsundir trylltra stuðningsmanna sem sungu og héldu blysum á loft leikmönnum til heiðurs. 23.8.2007 14:09
Parker og Neill með Hömrunum um helgina Þeir Scott Parker og Lucas Neill verða báðir með West Ham þegar liðið mætir Wigan um helgina. Þeir hafa verið meiddir undanfarið en eru báðir byrjaðir að æfa með liðinu og ættu báðir að verða í byrjunarliði West Ham þegar leikurinn við Wigan verður flautaður á. 23.8.2007 11:58
5 sem gætu tekið við af Robinson Eftir hræðileg mistök Paul Robinson í leiknum gegn Þjóðverjum í gær eru Englendingar strax byrjaðir að líta í kring um sig eftir arftaka. Vísir fór á stúfanna og fann fimm markverði sem koma til greina sem næstu landsliðsmarkverðir Englendinga. 23.8.2007 10:44
Mourinho bíður í Börsung José Mourinho hefur að sögn fjölmiðla á Bretlandseyjum boðið Barcelona tæpar fjórar milljónir punda fyrir Brasilíumanninn Juliano Belletti. Sá er sókndjarfur hægri bakvörður sem er líklega þekktastur fyrir að hafa skorað sigurmark Barcelona gegn Arsenal í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir tveim árum. 23.8.2007 10:22
Real Madrid nær samkomulagi við Chelsea um Robben Real Madrid hefur náð samkomulagi við Chelsea um kaupverð á hollenska vængmanninum Arjen Robben. Robben hefur lengi verið undir smásjá Spánarmeistaranna og lofaði einmitt forseti klúbbsins, Ramon Calderon, að hann myndi fá Robben til liðsins yrði hann kosinn forseti. 22.8.2007 21:28
Undankeppni EM: Úrslit kvöldsins Sex leikir fóru fram í undankeppni EM ´08 fóru fram í kvöld. Einn leikur í riðli Íslands var leikinn, en N-Írland sigraði Liechtenstein örugglega með þremur mörkum gegn einu þar sem David Healy skoraði tvö fyrir N-Íra. Athygli vekur að Portúgalar náðu aðeins jafntefli gegn Armenum. 22.8.2007 21:10
Vináttuleikir: Úrslit kvöldsins Fjölmargir vináttulandsleikir fóru fram í kvöld. Mörg áhugaverð úrslit áttu sér stað, þar á meðal má nefna að Norðmenn sigruðu Argentínu og Ítalía tapaði fyrir Ungverjalandi. England tapaði fyrir Þjóðverjum á heimavelli og Íslendingar gerðu jafntefli við Kanada. 22.8.2007 20:59
Ísland gerði jafntefli við Kanada Íslenska landsliðið í knattspyrnu gerði í kvöld jafntefli við Kanada, 1-1. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og fá færi litu dagsins ljós. Íslenska liðið var þó sterkara í leiknum en það dugði ekki til. Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom Íslendingum yfir með marki af stuttu færi eftir fína sendingu frá Baldri Aðalsteinssyni á 65. mínútu en Oliver Occean jafnaði fyrir Kanada á 74. mínútu með skoti af stuttu færi. 22.8.2007 20:02
Kanada jafnar leikinn á Laugardalsvellinum Oliver Occean var núna rétt í þessu að jafna leikinn fyrir Kanada gegn Íslandi. Paul Stalteri átti þrumuskot sem að Fjalar Þorgeirsson varði ágætlega en boltinn datt beint fyrir fæturnar á Occean sem átti ekki í erfiðleikum með að setja boltann yfir marklínuna. Staðan er 1-1, en Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði mark Íslands. 22.8.2007 19:38
Gunnar Heiðar kemur Íslandi yfir Gunnar Heiðar Þorvaldsson er búinn að koma íslenska landsliðinu yfir gegn því kanadíska á Laugardalsvellinum. Gunnar Heiðar skoraði markið á 65. mínútu af stuttu færi eftir sendingu frá Baldri Aðalsteinssyni sem var kominn upp á endamörkum. Staðan er 1-0. 22.8.2007 19:29
Heinze skrifar undir hjá Real Madrid á morgun Real Madrid hefur náð samkomulagi við Manchester United um kaup á varnarmanninum Gabriel Heinze. Spánarmeistararnir hafa lengi haft augastað á varnarmanninum og í kjölfar þess að Heinze fékk ekki að ganga til liðs við Liverpool gerði félagið tilboð í leikmanninn. Real Madrid hefur staðfest að tilboðið hafi verið samþykkt. 22.8.2007 19:12
Markalaust í hálfleik í Laugardalnum Markalaust er í hálfleik í vináttuleik Íslands og Kanada sem hófst klukkan 18:05 á Laugardalsvellinum. Leikurinn hefur verið rólegur og ekki mikið um færi. Emil Hallfreðsson átti þó fínt skot á fyrstu mínútu leiksins sem var varið í horn. Brynjar Björn Gunnarsson átti svo fínan skalla eftitr hornið en markvörður Kanada sá við honum. Leikmenn Kanada hafa komist lítt áleiðis en áttu þó fínt skot fyrir utan teig sem að Daði Lárusson varði vel. 22.8.2007 18:54
Zlatan hefur ekki áhuga á að yfirgefa Inter Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic segir að hann sé ánægður hjá Inter og ekki á leið frá félaginu. Chelsea og Real Madrid eru sögð hafa áhuga á leikmanninum. Zlatan stóð sig vel á síðasta tímabili og hjálpað Inter að vinna deildina. Þrátt fyrir að hafa unnið deildina í fyrra eru ennþá sögusagnir um að leikmaðurinn vilji fara frá Inter. 22.8.2007 18:22
U21: Ísland tapaði fyrir Kýpur U21 landslið Íslands tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni EM ´09 fyrir Kýpur með einu marki gegn engu. Íslenska liðið var sterkara í leiknum en Kýpur skoraði sigurmarkið úr aukaspyrnu tuttugu mínútum fyrir leikslok. 22.8.2007 17:56
Kýpur komið yfir í Grindavík Kýpur var rétt í þessu að komast yfir gegn U21 liði Íslands í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM ´09. Staðan er 0-1. Íslendingar eru búnir að sækja allan leikinn og því kemur markið gegn gangi leiksins. Markið kom úr aukaspyrnu af löngu færi. 22.8.2007 17:30
Úttekt: Hvað græða liðin á að reka stjórann? Martin Jol og Sammy Lee þykja líklegir kandídatar í að verða fyrstu knattspyrnustjórarnir til þess að taka pokann sinn á þessu tímabili. Vísir rifjar hér upp hverju það hefur skilað liðum á síðustu árum að reka knattspyrnustjórann svo snemma á leiktíðinni. 22.8.2007 16:21
Benítez er ekki sáttur við stjórn úrvalsdeildarinnar Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir stjórn úrvalsdeildarinnar vera ósanngjarna gagnvart Liverpool. Benítez er mjög ósáttur við að Gabriel Heinze fái ekki leyfi til að yfirgefa Manchester United þrátt fyrir að vera með skjöl sem sanna það að hann hafi rétt á því. 22.8.2007 16:16
Sjónvarpssamningur eyðileggur knattspyrnuveislu Nokkur óánægja hefur verið á meðal knattspyrnuáhugamanna á Íslandi vegna ákvörðunar KSÍ að raða niður leikjum landsliða Íslands sem fara fram í dag með svo stuttu millibili. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði í samtali við Vísi að þeir hafi verið í vandræðum með að raða niður leikjunum. 22.8.2007 15:26
Leikir kvöldsins í undankeppni EM ´08 Sex leikir fara fram í kvöld í undankeppni Evrópumóts landsliða sem fram fer í Sviss og Austurríki á næsta ári. Íslenska liðið á ekki leik í undankeppninni í kvöld en leikur þess í stað vináttuleik gegn Kanada. Einn leikur fer fram í riðli Íslands í kvöld þegar N-Írland tekur á móti Liechtenstein. 22.8.2007 14:38
Byrjunarlið Íslands gegn Kanada Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Kanada sem fram fer á Laugardalsvellinum í kvöld. 22.8.2007 14:23
Yakubu að fara til Everton Enska úrvalsdeildarliðið Middlesbrough hefur staðfest að félagið sé búið að semja við Everton um kaupverð á nígeríska framherjanum Yakubu Aiyegbeni. Klúbbarnir hafa átt í samningsviðræðum síðustu vikur og hafa nú loksins náð samkomulagi um að Everton borgi rúmar ellefu milljónir punda fyrir framherjann. 22.8.2007 14:10
Beckham flýgur 18 þúsund kílómetra á sex dögum Það er ekki tekið út með sældinni að vera David Beckham. Ákvörðun hans um að spila áfram með enska landsliðinu eftir að hann fluttist til Bandaríkjanna er þegar farin að taka sinn toll. Þetta sést best á ferðaáætlun hans þessa vikuna sem Vísir er búinn að taka saman. 22.8.2007 13:05
Ísland í 117. sæti á FIFA-listanum Íslenska landsliðið í knattspyrnu heldur áfram frjálsu falli sínu á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins. Liðið er nú í 117. sæti listans ásamt Súdan og hefur aldrei verið eins lágt á listanum og nú. Liðið hefur fallið um átta sæti frá síðasta lista og 24 sæti frá áramótum. 22.8.2007 11:04
West Ham vill fá Heinze Íslendingafélagið West Ham reynir nú að krækja í argentínska varnarmanninn Gabriel Heinze sem vill ekkert frekar en að komast frá Manchester United. Ljóst er að hann fer ekki til Liverpool eftir að nefnd ensku úrvalsdeildarinnar úrskurðaði að félag hans réði hvert hann færi og það opnaði fyrir áhuga West Ham. 22.8.2007 10:46
Jol fær 520 milljónir ef hann verður rekinn Þrátt fyrir að forráðamenn Tottenham geri hvað þeir geta til að draga fjöður yfir þá staðreynd að þeir vilja losna við hollenska knattspyrnustjórann Martin Jol þá hafa þeir nú gengið frá drögum að starfslokasamningi Jol ef hann verður rekinn. 22.8.2007 09:54
Nýtt leikkerfi prófað gegn Kanada Ísland og Kanada mætast annað kvöld í vináttulandsleik á Laugardalsvelli en þetta er í fyrsta sinn sem liðin munu mætast í knattspyrnuleik. Ísland er í 107. sæti á styrkleikalista FIFA en Kanada í 52. sæti. 21.8.2007 21:42
AC Milan byrjar án Ronaldo Evrópumeistarar AC Milan þurfa líklega að byrja tímabilið á Ítalíu án sóknarmannsins Ronaldo. Þessi brasilíski snillingur á við meiðsli að stríða og hefur lítið sem ekkert getað æft undanfarnar vikur. Ólíklegt er að hann verði tilbúinn í slaginn á sunnudag þegar Milan mætir Genoa í fyrsta leik sínum á tímabilinu. 21.8.2007 20:27
Viðræður um Yakubu standa yfir Viðræður standa enn yfir milli Everton og Middlesbrough um sóknarmanninn Yakubu Aiyegbeni. Fréttir höfðu borist um að Everton væri búið að gefast upp á því að krækja í Yakubu en þær eru víst úr lausu lofti gripnar. 21.8.2007 20:14
KR og Keflavík í úrslitaleikinn Það verða KR og Keflavík sem munu mætast í úrslitaleik VISA-bikars kvenna sem fram fer á Laugardalsvelli 22. september. Undanúrslitaleikirnir fóru fram í kvöld en þar vann KR 7-3 sigur á Breiðabliki á útivelli og Keflavík vann Fjölni 3-1 á heimavelli sínum. 21.8.2007 19:47
Shevchenko ekki í góðu formi Úkraínski sóknarmaðurinn Andriy Shevchenko hjá Chelsea er ekki í nægilega góðu formi til að spila heilan leik. Þetta segir Oleg Blokhin, landsliðsþjálfari Úkraínu, en hann kennir um mikilli bekkjarsetu Shevchenko hjá enska stórliðinu. 21.8.2007 19:29
Newcastle bíður eftir boði í Martins Newcastle United býst við að fá tilboð frá Manchester United í Obafemi Martins. Þessi ungi leikmaður er einn af fjölmörgum sóknarmönnum sem hafa verið orðaðir við ensku meistarana en liðið hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu þremur leikjum sínum í ensku deildinni. 21.8.2007 19:03
Olga komin með fjögur gegn Breiðabliki Nú er hálfleikur í undanúrslitaleikjunum tveimur í VISA-bikar kvenna en þeir hófust klukkan 18. Olga Færseth hefur farið hamförum með KR sem er 4-1 yfir gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli. Í Keflavík hafa heimastúlkur 2-0 yfir gegn Fjölni. 21.8.2007 18:47
Martin Jol áfram með Tottenham Tottenham Hotspur hefur staðfest að Martin Jol verði áfram knattspyrnustjóri liðsins en haldinn var stjórnarfundur í dag. Framtíð Jol var talinn í óvissu og talað um að stjórn félagsins vildi fá Juando Ramos, þjálfara Sevilla, til starfa. Nú er hinsvegar ljóst að Jol verður áfram. 21.8.2007 18:25
Ívar er ekki til sölu Reading ætlar ekki að selja neinn af byrjunarliðsmönnum sínum áður en félagaskiptaglugganum lokar. Nokkur úrvalsdeildarlið hafa sýnt leikmönnum liðsins áhuga en þar á meðal er Everton sem vill fá til sín íslenska landsliðsmanninn Ívar Ingimarsson. 21.8.2007 18:06