Enski boltinn

Video: Ótrúlegir stuðningsmenn Rauðu stjörnunnar

Leikmenn Rauðu stjörnunnar frá Belgrad vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið nú fyrir skömmu þegar þeir mættu einu sinni sem oftar á æfingu. Þegar á æfingavöllinn var komið biðu þeirra þúsundir trylltra stuðningsmanna sem sungu og héldu blysum á loft leikmönnum til heiðurs.

Þetta gerðu stuðningsmennirnir þar sem serbneska knattspyrnusambandið hafði nýlega úrskurðað að Rauða Stjarnan yrði að leika heimaleiki sína fyrir luktum dyrum.

Fyrst stuðningsmönnum var meinað að fara á völlinn til að styðja sitt lið brugðu þeir í staðinn á það ráð að fara á æfingu hjá sínu ástsæla liði í staðinn og styðja sína menn þar.

En myndirnar tala sínu máli. Sjáðu þær hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×