Enski boltinn

Gerrard ekki með gegn Sunderland

Gerrard fagnar marki sínu gegn Aston Villa í fyrstu umferð.
Gerrard fagnar marki sínu gegn Aston Villa í fyrstu umferð.

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verður hvíldur þegar lið hans fer norður til Sunderland um helgina. Eins og áður hefur verið greint frá er Gerrard meiddur og tá og Benitez þjálfari ætlar sér ekki að tefla á tvær hættur með bata hans.

Það er jafnvel rætt í herbúðum Liverpool að hvíla Gerrard fram yfir seinni leikinn við Toulouse í undanakeppni meistaradeildarinnar í Evrópu í næstu viku. Það var í fyrri leik liðanna í Frakklandi sem Gerrard meiddist. Hann lék samt sem áður næsta leik á eftir, sem var gegn Chelsea, en hvíldi í landsleiknum gegn Þjóðverjum.

Í fyrstu var talið að Gerrard yrði klár eftir leikinn við Þjóðverja en bati hans hefur reynst taka lengri tíma en við var búist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×