Enski boltinn

Real Madrid nær samkomulagi við Chelsea um Robben

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Arjen Robben er á leiðinni til Spánar.
Arjen Robben er á leiðinni til Spánar. NordicPhotos/GettyImages

Real Madrid hefur náð samkomulagi við Chelsea um kaupverð á hollenska vængmanninum Arjen Robben. Robben hefur lengi verið undir smásjá Spánarmeistaranna og lofaði einmitt forseti klúbbsins, Ramon Calderon, að hann myndi fá Robben til liðsins yrði hann kosinn forseti.

Nú virðist Calderon loksins ætla að standa við loforðið því að Chelsea hefur staðfest að félagið hafi samþykkt tilboð frá Madrid. Robben á þó eftir að gangast undir læknisskoðun og ræða samningsmál við félagið.

Gangi kaupin í gegn verður Robben þriðji Hollendingurinn sem gengur til liðs við Spánarmeistarana í sumar, en Wesley Snejider og Royston Drenthe sömdu við félagið fyrr í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×