Enski boltinn

Mourinho bíður í Börsung

Belletti er staddur í London til að ganga frá félagaskiptunum.
Belletti er staddur í London til að ganga frá félagaskiptunum.

José Mourinho hefur að sögn fjölmiðla á Bretlandseyjum boðið Barcelona tæpar fjórar milljónir punda fyrir Brasilíumanninn Juliano Belletti. Sá er sókndjarfur hægri bakvörður sem er líklega þekktastur fyrir að hafa skorað sigurmark Barcelona gegn Arsenal í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir tveim árum.

Honum er ætlað að fylla skarð Glen Johnson og Paolo Ferreira en svo virðist sem Mourinho hafi misst trú á þeim báðum ef marka má val Michael Essien í stöðu hægri bakvarðar um helgina.

Að sögn enskra fjölmiðlar er Belletti staddur í London þessa stundina tilbúinn til að fara í læknisskoðun hjá Chelsea um leið og Barcelona samþykkir tilboðið í leikmanninn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×