Fleiri fréttir Breyting á U21 landsliðshópnum Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert eina breytingu á hóp sínum fyrir leikinn gegn Kýpur sem fram fer á morgun. Hallgrímur Jónasson úr Keflavík kemur inn í hópinn í stað Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns skoska liðsins Hearts, sem er meiddur. 21.8.2007 15:51 Real enn á eftir Robben Spænska liðið Real Madrid heldur enn í vonina um að krækja í hollenska landsliðsmanninn Arjen Robben sem er á mála hjá Chelsea. Hans, faðir Arjen, segir að enn sé möguleiki á því að sonur sinn klæði sig í hvíta búninginn áður en lokað verði fyrir félagaskipti. 21.8.2007 15:40 Guti undir smásjá City Manchester City fylgist grannt með stöðu Guti hjá spænska stórliðinu Real Madrid. Guti var ekki í byrjunarliði Madrídarliðsins á sunnudaginn þegar það tapaði fyrir Sevilla í hinum árlega Super Copa leik. Hann er víst að skoða stöðu sína hjá Real Madrid þessa dagana. 21.8.2007 15:22 Tottenham býður í Riquelme Umboðsmaður argentínska miðjumannsins Juan Roman Riquelme segir að Tottenham hafi komið með tilboð í leikmanninn. Spænska liðið Villareal er tilbúið að selja Riquelme en leikmaðurinn eyddi seinni helmingi síðasta tímabils á lánssamningi hjá Boca Juniors í heimalandinu. 21.8.2007 15:06 Johnson ekki með gegn Þýskalandi Andy Johnson, sóknarmaður Everton, verður ekki með enska landsliðinu í vináttulandsleiknum gegn Þýskalandi á morgun. Hann er meiddur á hné og dregur sig því út úr hópnum. Þetta er enn eitt áfallið fyrir enska liðið en margir leikmenn geta ekki spilað vegna meiðsla. 21.8.2007 14:56 Verður aldrei fullt á nýja Anfield? Hjá Liverpool eru hugmyndir uppi um skilja 96 sæti alltaf eftir auð á nýjum leikvangi félagsins. Á það að vera til minningar um stuðningsmennina sem létu lífið á Hillsborough 1989. Það voru alls 96 aðdáendur Liverpool sem biðu bana þegar þeir krömdust upp við girðingu á undanúrslitaleik FA bikarsins gegn Nottingham Forest. 21.8.2007 14:38 Undanúrslit VISA-bikars kvenna í kvöld Í kvöld fara fram undanúrslit VISA-bikars kvenna og hefjast báðir leikir kvöldsins kl. 18:00. Á Kópavogsvelli er stórleikur milli Breiðabliks og KR en í Keflavík taka heimastúlkur á móti Fjölni. 21.8.2007 14:30 Lazio vill fá Cudicini Lazio hefur haft samband við Chelsea vegna markvarðarins Carlo Cudicini. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum vill Lazio fá Cudicini lánaðan. Argentínski markvörðurinn Juan Pablo Carrizzo fékk ekki ítalskt ríkisfang og því horfir Lazio til Cudicini. 21.8.2007 14:20 Ronaldo: Nani má vera stoltur Menn hafa misjafnar skoðanir á byrjun tímabilsins hjá portúgalska leikmanninum Nani og hefur hann fengið talsverða gagnrýni. Cristiano Ronaldo, liðsfélagi hans hjá Manchester United, segir þó að landi sinn geti verið mjög stoltur af því hvernig hann fer af stað með Englandsmeisturunum. 21.8.2007 14:08 Er Anelka á förum? Nicolas Anelka gæti yfirgefið herbúðir Bolton áður en félagaskiptaglugganum lokar. Þessi franski sóknarmaður hefur verið orðaður við Manchester liðin City og United eftir mjög slæma byrjun Bolton á tímabilinu. Einnig fylgist Lyon í heimalandi hans grannt með gangi mála. 21.8.2007 13:54 Ekkert vandamál milli Jol og Berbatov Búlgarski sóknarmaðurinn Dimitar Berbatov segir að sögusagnir um slæmt samband hans við Martin Jol, knattspyrnustjóra sinn hjá Tottenham, séu ekki réttar. Talað hefur verið um að Jol vilji losna við Berbatov eftir að leikmaðurinn brást ókvæða við því að vera skipt af velli gegn Sundarland. 21.8.2007 13:26 Heinze fer ekki til Liverpool Enska knattspyrnusambandið úrskurðaði nú rétt í þessu að Manchester United bæri ekki skylda til að selja Argentínumanninn Gabriel Heinze til Liverpool. Heinze hefur haldið því fram að honum hafi verið lofað að fara frá Manchester ef viðunandi verð fengist fyrir hann. Manchester United neitar hins vegar að selja leikmanninn til keppinauta sinna. Við það vildi Heinze ekki una og knattspyrnusambandið því fengið til að úrskurða í málinu. 21.8.2007 13:13 Eigandi Newcastle kannast ekki við kauptilboð frá Pálma Haraldssyni Talsmaður eiganda enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle segir að aldrei hafi staðið til að selja knattspyrnuliðið. Hann segir engar samningaviðræður hafa átt sér stað við Pálma Haraldsson, athafnamann, og að eigendum hafi ekki borist neitt tilboð í félagið. 21.8.2007 12:54 Ummæli vikunnar Vísir hefur tekið saman nokkur af skemmtilegustu ummælunum sem látin hafa verið falla undanfarna viku í ensku úrvalsdeildinni. Benitez, Mourinho og Keane eru allir með munninn fyrir neðan nefið eins og sést af ummælum vikunar. 21.8.2007 10:48 Ronaldo segir þriggja leikja bann fáránlegt Cristiano Ronaldo hefur nú tjáð sig um þriggja leikja bannið sem hann fékk fyrir að skalla Richard Hughes, leikmann Portsmouth í síðustu viku. Og það er óhætt að segja að hann sé afar ósáttur. Alex Ferguson skammaði Ronaldo vegna atviksins og sektaði hann um viku laun. Ferguson sagði að Ronaldo yrði að læra að standast ögranir lakari leikmanna sem vildu koma honum úr jafnvægi. 21.8.2007 09:52 Pálmi mun ekki kaupa Newcastle Athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson ætlar ekki að kaupa enska úrvalsdeildarliðið Newcastle. Þetta staðfesti hann í samtali við blaðamann Vísis í morgun. Þar með er ljóst að hvorki hann né Jón Ásgeir Jóhannesson, sem báðir voru tengdir við möguleg kaup á félaginu um helgina, munu kaupa það. 21.8.2007 08:55 Ég lofaði mömmu að kaupa ekki fótboltalið Svo virðist vera að að það sé aðeins athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson sem sé að íhuga kaup á enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle. Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var orðaður við kaupin í fjölmiðlum á sunnudaginn, sagði í samtali við Vísi í gærkvöld að hann kæmi ekki nálægt kaupunum á Newcastle. "Ég lofaði mömmu að kaupa ekki fótboltalið," sagði Jón Ásgeir. 21.8.2007 00:01 Mál Heinze leysist í fyrsta lagi á morgun Mál argentíska varnarmannsins sterka, Gabriel Heinze, mun ekki leysast fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Heinze vill ólmur komast frá Manchester United til Liverpool en það vilja forráðamenn United ekki fallast á. Heinze flutti mál sitt frammi fyrir stjórn ensku úrvalsdeildarinnar í dag þar sem hann sagði að sér hafi verið lofað að hann mætti fara ef tilboð upp á 6,8 milljónir punda bærist í hann. 20.8.2007 21:25 Íslendingar á skotskónum í Svíþjóð Stefán Þórðarson skoraði mark IFK Norrköping í 1-1 jafntefli gegn IF Sylvia í dag í næstefstu deild Svíþjóðar. Stefán spilaði allan leikinn í framlínunni en Garðar B. Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður. Norrköping er sem fyrr langefst í deildinni, eða með 15 stiga forskot á næstu lið. Þá skoraði Helgi Valur Daníelsson fyrir Östers IF í 1-1 jafntefli gegn Landskrona. 20.8.2007 20:00 Mourinho segir enga leikara vera í Chelsea Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur byrjað enn eitt orðaskakið við kollega sinn hjá Liverpool, Rafa Benitez. Núna heldur hann því fastlega fram að enginn í liði hans sé með leikaraskap. 20.8.2007 18:10 Bojnov spilar ekki meira á þessu ári Forráðamenn Manchester City hafa staðfest það að framherjinn Valeri Bojinov verði frá vegna meiðsla næstu fimm mánuði vegna meiðsla. Bojinov var borinn af leikvelli í leiknum gegn Manchester United í gær og eftir skoðun kom í ljós að hann hefði slitið liðbönd í hnénu. Bojinov gekk til liðs við City fyrr í mánuðinum en talið er að hann muni ekki spila knattspyrnu fyrr en í fyrsta lagi í janúar. 20.8.2007 17:47 Diouf vill yfirgefa Bolton El-Hadji Diouf, framherji Bolton, segist vilja yfirgefa Bolton og ganga til liðs við félög sem eru með metnað til að spila í Meistaradeild Evrópu. Diouf segir að Bolton setji of háan verðmiða sig að það sé ástæðan fyrir því að hann sé ekki farinn nú þegar. Bolton vill fá tíu milljónir punda fyrir leikmanninn. Diouf segir að Tottenham, Celtic, Lyon og tveir aðrir klúbbar hafi gert tilboð í sig. 20.8.2007 16:40 Gallas frá næstu þrjár vikur William Gallas, fyrirliði Arsenal, verður hugsanlega frá í allt að þrjár vikur vegna meiðsla í nára sem hann hlaut í leiknum gegn Blackburn um helgina. Þessi þrítugi varnarmaður þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik eftir að hafa farið í tæklingu gegn Roque Santa Cruz. 20.8.2007 15:26 Maður 3. umferðar: Micah Richards Leikmaður helgarinnar er Micah Richards. Það er of langt mál að telja upp öll skiptin sem sóknaraðgerðir Manchester United strönduðu á Richards um helgina. Hann var sem klettur í vörninni ásamt reynsluboltanum Richard Dunne og gaf Tevez og félögum engin grið. 20.8.2007 15:08 Bent, Hargreves, Campbell og Gerrard draga sig úr landsliðshópnum Darren Bent, Sol Campbell, Steven Gerrard og Owen Hargreaves hafa allir dregið sig úr landsliðshóp Englands fyrir vináttuleikinn gegn Þjóðverjum á miðvikudaginn vegna meiðsla. Þessar fréttir eru áfall fyrir Steve McClaren, stjóra enska landsliðsins, en leikurinn er sá fyrsti á tímabilinu fyrir enska landsliðið. 20.8.2007 15:05 Makelele framlengir við Chelsea Franski miðjumaðurinn Claude Makelele og Chelsea hafa náð samkomulagi um að framlengja samning kappans um eitt ár sem gerir það að verkum að Makelele er nú samningsbundinn félaginu næstu tvö árin, en hann átti eitt ár eftir að samning sínum. 20.8.2007 14:14 Valsstúlkur mæta Everton Dregið hefur verið í milliriðla evrópukepppni félagsliða kvenna. Valsstúlkur voru í pottinum eftir frækilega frammistöðu þeirra í milliriðlum í Færeyjum fyrir skömmu. Milliriðlarnir verða leiknir í Belgíu en auk Vals eru Everton, Frankfurt og Rapide Wezemaal frá Belgíu í riðlinum. Leikið verður daganna 11. - 16. október. 20.8.2007 12:05 Styles ekki með um næstu helgi Dómarinn sem dæmdi leik Liverpool og Chelsea í gær verður hvíldur um næstu helgi vegna slakrar frammistöðu sinnar. Þetta staðfesti Keith Hackett, yfirmaður dómaramála í ensku úrvalsdeildinni, nú rétt í þessu. Styles þótti standa sig afspyrnuilla í leiknum og dæmdi meðal annars umdeilda vítaspyrnu. 20.8.2007 11:22 Öll mörk helgarinnar á Vísi Það var mikið um að vera í enska boltanum um helgina. Eins og venjulega getur þú séð öll mörk helgarinnar og öll bestu tilþrifin í enska boltanum á Vísi. Ekki miss af neinu. 20.8.2007 11:16 Ákvörðun um framtíð Heinze tekin í dag Enska knattspyrnusambandið mun í dag fjalla um mál Gabriel Heinze og ákvarða hvort honum verði leyft að fara frá Manchester United til Liverpool. Eins og áður hefur verið greint frá heldur Heinze því fram að hann hafi í höndunum skriflegt loforð frá forráðamönnum United um að hann fái að fara. 20.8.2007 10:02 Gerrard brjálaður út í Styles Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er allt annað en sáttur með frammistöðu Rob Styles í leik Liverpool og Chelsea í gær. Styles gaf Chelsea afar umdeilda vítaspyrnu við litla hrifningu Gerrrard og félaga hans. "Leikmenn Chelsea settu mikla pressu á dómarann allan leikinn og á endanum gaf hann þeim víti," sagði Gerrard. 20.8.2007 09:39 Tottenham að leita að nýjum þjálfara? Þrátt fyrir öruggan 4-0 sigur á Derby á laugardag er Martin Jol, þjálfari Tottenham. langt frá því að vera öruggur í sæti sínu. Enskir fjölmiðlar flytja af því fréttir í dag að stjórnarmenn í félaginu hafi fundað með Juande Ramos, þjálfara Sevilla, á föstudag. 20.8.2007 09:21 Jafntefli á Anfield Liverpool og Chelsie skildu jöfn á heimavelli Liverpool, Anfield. Þetta var síðasti leikur umferðarinnar og eftir leiki helgarinnar er Chelsea í öðru sæti deildarinnar með sjö stig. Livepool á hins vegar leik til góða og er með fjögur stig. 19.8.2007 15:01 Hræðileg mistök Lehman kostuðu Arsenal sigur Arsenal og Blackburn voru rétt í þessu að gera 1-1 jafntefli á Ewood Park. Robin Van Persie kom Arsenal yfir með góðu marki á 18. mínútu en David Dunn jafnaði í seinni hálfleik eftir að Jens Lehman hafði misst skot hans í markið. Þetta eru önnur mistök Lehman á tímabilinu sem kosta Arsenal mark. 19.8.2007 14:25 Erikson sá við Ferguson - United enn án sigurs Nú var að ljúka leik Man City og Man United. City vann leikinn 1-0 með marki frá Geovanni. United er því enn án sigurs eftir þrjá leiki í Úrvalsdeildinni. Bein textalýsing var á leiknum hér á Vísi 19.8.2007 12:03 Veigar Páll með tvö mörk Veigar Páll Gunnarsson skoraði bæði mörk Stabæk í 2-2 jafntefli liðsins við Stromgodset í norsku úrvaldeildinni í dag og átti stórleik. Mörk Veigars komu bæði á fyrstu 30 mínútum leiksins og komu Stabæk í 2-0. Stromgodset náði hins vegar að jafna með góðum leik í seinni hálfleik. 19.8.2007 15:53 Ekki með sína menn í hlaupum og leiðindum Fyrsta tímabil HK í úrvalsdeild er afar sérstakt þar sem HK-liðið er fórnarlamb aðstæðna því þátttaka mótherja þeirra í Evrópukeppni og bikarkeppni hefur þýtt að færa leiki þeirra til. 19.8.2007 15:30 Línur farnar að skýrast Fjölnir vann 4-0 sigur á KA í 1. deild karla í gær og náði með því sex stiga forskoti á Fjarðabyggð í baráttunni um þriðja sætið og það síðasta sem gefur sæti í Landsbankadeild. 19.8.2007 15:00 Spilar í dag brákaður á tá Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, lætur ekki brákaða tá koma í veg fyrir að hann spil stórleikinn gegn Chelsea í dag. Gerrard meiddist í 1-0 sigri á franska liðinu Toulouse í forkeppni meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. 19.8.2007 00:01 Umeå vann uppgjörið Umeå á sænska meistaratitilinn vísan þriðja árið í röð eftir 2-0 sigur á JdB Malmö í uppgjöri efstu liðanna í sænsku úrvalsdeildinni í knattsyrnu kvenna í gær. 19.8.2007 00:01 Valskonur flugu á toppinn Valur skoraði sjö mörk á tuttugu mínútna kafla í lok fyrri hálfleiks í 9-0 sigri á Keflavík í Landsbankadeild kvenna og komst fyrir vikið upp fyrir KR í toppsæti deildarinnar. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sex mörk í leiknum. 19.8.2007 00:01 HK vann FH Lið HK/Víkings er komin með annan fótinn í úrslitakeppni deildarinnar eftir 4-0 sigur á FH í Kaplakrika í gær en karlalið félaganna mætast einmitt á Kópavogsvellinum í kvöld. 19.8.2007 00:01 Fyrsti risaslagur tímabilsins á Anfield Það fara fram þrír flottir fótboltaleikir í ensku úrvalsdeildinni í dag og þar á meðal er fyrsti risaslagur tímabilsins þegar Liverpool tekur á móti Chelsea á Anfield. 19.8.2007 00:01 Góðir sigrar Íslendingaliðanna í gær West Ham, Reading og Portsmouth unnu öll sína fyrstu sigra í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Wigan skellti Sunderland og fór óvænt upp í toppsætið. Tottenham vann sinn fyrsta sigur með stæl. 19.8.2007 00:01 Markalaust hjá Newcastle og Aston Villa Newcastle og Aston Villa gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn var frekar bragðdaufur en segja má að Aston Villa hafi verið sterkari aðillinn í leiknum. Newcastle er nú með fjögur stig en Aston Villa fékk sitt fyrsta stig í deildinni. 18.8.2007 16:30 Sjá næstu 50 fréttir
Breyting á U21 landsliðshópnum Luka Kostic, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert eina breytingu á hóp sínum fyrir leikinn gegn Kýpur sem fram fer á morgun. Hallgrímur Jónasson úr Keflavík kemur inn í hópinn í stað Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns skoska liðsins Hearts, sem er meiddur. 21.8.2007 15:51
Real enn á eftir Robben Spænska liðið Real Madrid heldur enn í vonina um að krækja í hollenska landsliðsmanninn Arjen Robben sem er á mála hjá Chelsea. Hans, faðir Arjen, segir að enn sé möguleiki á því að sonur sinn klæði sig í hvíta búninginn áður en lokað verði fyrir félagaskipti. 21.8.2007 15:40
Guti undir smásjá City Manchester City fylgist grannt með stöðu Guti hjá spænska stórliðinu Real Madrid. Guti var ekki í byrjunarliði Madrídarliðsins á sunnudaginn þegar það tapaði fyrir Sevilla í hinum árlega Super Copa leik. Hann er víst að skoða stöðu sína hjá Real Madrid þessa dagana. 21.8.2007 15:22
Tottenham býður í Riquelme Umboðsmaður argentínska miðjumannsins Juan Roman Riquelme segir að Tottenham hafi komið með tilboð í leikmanninn. Spænska liðið Villareal er tilbúið að selja Riquelme en leikmaðurinn eyddi seinni helmingi síðasta tímabils á lánssamningi hjá Boca Juniors í heimalandinu. 21.8.2007 15:06
Johnson ekki með gegn Þýskalandi Andy Johnson, sóknarmaður Everton, verður ekki með enska landsliðinu í vináttulandsleiknum gegn Þýskalandi á morgun. Hann er meiddur á hné og dregur sig því út úr hópnum. Þetta er enn eitt áfallið fyrir enska liðið en margir leikmenn geta ekki spilað vegna meiðsla. 21.8.2007 14:56
Verður aldrei fullt á nýja Anfield? Hjá Liverpool eru hugmyndir uppi um skilja 96 sæti alltaf eftir auð á nýjum leikvangi félagsins. Á það að vera til minningar um stuðningsmennina sem létu lífið á Hillsborough 1989. Það voru alls 96 aðdáendur Liverpool sem biðu bana þegar þeir krömdust upp við girðingu á undanúrslitaleik FA bikarsins gegn Nottingham Forest. 21.8.2007 14:38
Undanúrslit VISA-bikars kvenna í kvöld Í kvöld fara fram undanúrslit VISA-bikars kvenna og hefjast báðir leikir kvöldsins kl. 18:00. Á Kópavogsvelli er stórleikur milli Breiðabliks og KR en í Keflavík taka heimastúlkur á móti Fjölni. 21.8.2007 14:30
Lazio vill fá Cudicini Lazio hefur haft samband við Chelsea vegna markvarðarins Carlo Cudicini. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum vill Lazio fá Cudicini lánaðan. Argentínski markvörðurinn Juan Pablo Carrizzo fékk ekki ítalskt ríkisfang og því horfir Lazio til Cudicini. 21.8.2007 14:20
Ronaldo: Nani má vera stoltur Menn hafa misjafnar skoðanir á byrjun tímabilsins hjá portúgalska leikmanninum Nani og hefur hann fengið talsverða gagnrýni. Cristiano Ronaldo, liðsfélagi hans hjá Manchester United, segir þó að landi sinn geti verið mjög stoltur af því hvernig hann fer af stað með Englandsmeisturunum. 21.8.2007 14:08
Er Anelka á förum? Nicolas Anelka gæti yfirgefið herbúðir Bolton áður en félagaskiptaglugganum lokar. Þessi franski sóknarmaður hefur verið orðaður við Manchester liðin City og United eftir mjög slæma byrjun Bolton á tímabilinu. Einnig fylgist Lyon í heimalandi hans grannt með gangi mála. 21.8.2007 13:54
Ekkert vandamál milli Jol og Berbatov Búlgarski sóknarmaðurinn Dimitar Berbatov segir að sögusagnir um slæmt samband hans við Martin Jol, knattspyrnustjóra sinn hjá Tottenham, séu ekki réttar. Talað hefur verið um að Jol vilji losna við Berbatov eftir að leikmaðurinn brást ókvæða við því að vera skipt af velli gegn Sundarland. 21.8.2007 13:26
Heinze fer ekki til Liverpool Enska knattspyrnusambandið úrskurðaði nú rétt í þessu að Manchester United bæri ekki skylda til að selja Argentínumanninn Gabriel Heinze til Liverpool. Heinze hefur haldið því fram að honum hafi verið lofað að fara frá Manchester ef viðunandi verð fengist fyrir hann. Manchester United neitar hins vegar að selja leikmanninn til keppinauta sinna. Við það vildi Heinze ekki una og knattspyrnusambandið því fengið til að úrskurða í málinu. 21.8.2007 13:13
Eigandi Newcastle kannast ekki við kauptilboð frá Pálma Haraldssyni Talsmaður eiganda enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle segir að aldrei hafi staðið til að selja knattspyrnuliðið. Hann segir engar samningaviðræður hafa átt sér stað við Pálma Haraldsson, athafnamann, og að eigendum hafi ekki borist neitt tilboð í félagið. 21.8.2007 12:54
Ummæli vikunnar Vísir hefur tekið saman nokkur af skemmtilegustu ummælunum sem látin hafa verið falla undanfarna viku í ensku úrvalsdeildinni. Benitez, Mourinho og Keane eru allir með munninn fyrir neðan nefið eins og sést af ummælum vikunar. 21.8.2007 10:48
Ronaldo segir þriggja leikja bann fáránlegt Cristiano Ronaldo hefur nú tjáð sig um þriggja leikja bannið sem hann fékk fyrir að skalla Richard Hughes, leikmann Portsmouth í síðustu viku. Og það er óhætt að segja að hann sé afar ósáttur. Alex Ferguson skammaði Ronaldo vegna atviksins og sektaði hann um viku laun. Ferguson sagði að Ronaldo yrði að læra að standast ögranir lakari leikmanna sem vildu koma honum úr jafnvægi. 21.8.2007 09:52
Pálmi mun ekki kaupa Newcastle Athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson ætlar ekki að kaupa enska úrvalsdeildarliðið Newcastle. Þetta staðfesti hann í samtali við blaðamann Vísis í morgun. Þar með er ljóst að hvorki hann né Jón Ásgeir Jóhannesson, sem báðir voru tengdir við möguleg kaup á félaginu um helgina, munu kaupa það. 21.8.2007 08:55
Ég lofaði mömmu að kaupa ekki fótboltalið Svo virðist vera að að það sé aðeins athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson sem sé að íhuga kaup á enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle. Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var orðaður við kaupin í fjölmiðlum á sunnudaginn, sagði í samtali við Vísi í gærkvöld að hann kæmi ekki nálægt kaupunum á Newcastle. "Ég lofaði mömmu að kaupa ekki fótboltalið," sagði Jón Ásgeir. 21.8.2007 00:01
Mál Heinze leysist í fyrsta lagi á morgun Mál argentíska varnarmannsins sterka, Gabriel Heinze, mun ekki leysast fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Heinze vill ólmur komast frá Manchester United til Liverpool en það vilja forráðamenn United ekki fallast á. Heinze flutti mál sitt frammi fyrir stjórn ensku úrvalsdeildarinnar í dag þar sem hann sagði að sér hafi verið lofað að hann mætti fara ef tilboð upp á 6,8 milljónir punda bærist í hann. 20.8.2007 21:25
Íslendingar á skotskónum í Svíþjóð Stefán Þórðarson skoraði mark IFK Norrköping í 1-1 jafntefli gegn IF Sylvia í dag í næstefstu deild Svíþjóðar. Stefán spilaði allan leikinn í framlínunni en Garðar B. Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður. Norrköping er sem fyrr langefst í deildinni, eða með 15 stiga forskot á næstu lið. Þá skoraði Helgi Valur Daníelsson fyrir Östers IF í 1-1 jafntefli gegn Landskrona. 20.8.2007 20:00
Mourinho segir enga leikara vera í Chelsea Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur byrjað enn eitt orðaskakið við kollega sinn hjá Liverpool, Rafa Benitez. Núna heldur hann því fastlega fram að enginn í liði hans sé með leikaraskap. 20.8.2007 18:10
Bojnov spilar ekki meira á þessu ári Forráðamenn Manchester City hafa staðfest það að framherjinn Valeri Bojinov verði frá vegna meiðsla næstu fimm mánuði vegna meiðsla. Bojinov var borinn af leikvelli í leiknum gegn Manchester United í gær og eftir skoðun kom í ljós að hann hefði slitið liðbönd í hnénu. Bojinov gekk til liðs við City fyrr í mánuðinum en talið er að hann muni ekki spila knattspyrnu fyrr en í fyrsta lagi í janúar. 20.8.2007 17:47
Diouf vill yfirgefa Bolton El-Hadji Diouf, framherji Bolton, segist vilja yfirgefa Bolton og ganga til liðs við félög sem eru með metnað til að spila í Meistaradeild Evrópu. Diouf segir að Bolton setji of háan verðmiða sig að það sé ástæðan fyrir því að hann sé ekki farinn nú þegar. Bolton vill fá tíu milljónir punda fyrir leikmanninn. Diouf segir að Tottenham, Celtic, Lyon og tveir aðrir klúbbar hafi gert tilboð í sig. 20.8.2007 16:40
Gallas frá næstu þrjár vikur William Gallas, fyrirliði Arsenal, verður hugsanlega frá í allt að þrjár vikur vegna meiðsla í nára sem hann hlaut í leiknum gegn Blackburn um helgina. Þessi þrítugi varnarmaður þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik eftir að hafa farið í tæklingu gegn Roque Santa Cruz. 20.8.2007 15:26
Maður 3. umferðar: Micah Richards Leikmaður helgarinnar er Micah Richards. Það er of langt mál að telja upp öll skiptin sem sóknaraðgerðir Manchester United strönduðu á Richards um helgina. Hann var sem klettur í vörninni ásamt reynsluboltanum Richard Dunne og gaf Tevez og félögum engin grið. 20.8.2007 15:08
Bent, Hargreves, Campbell og Gerrard draga sig úr landsliðshópnum Darren Bent, Sol Campbell, Steven Gerrard og Owen Hargreaves hafa allir dregið sig úr landsliðshóp Englands fyrir vináttuleikinn gegn Þjóðverjum á miðvikudaginn vegna meiðsla. Þessar fréttir eru áfall fyrir Steve McClaren, stjóra enska landsliðsins, en leikurinn er sá fyrsti á tímabilinu fyrir enska landsliðið. 20.8.2007 15:05
Makelele framlengir við Chelsea Franski miðjumaðurinn Claude Makelele og Chelsea hafa náð samkomulagi um að framlengja samning kappans um eitt ár sem gerir það að verkum að Makelele er nú samningsbundinn félaginu næstu tvö árin, en hann átti eitt ár eftir að samning sínum. 20.8.2007 14:14
Valsstúlkur mæta Everton Dregið hefur verið í milliriðla evrópukepppni félagsliða kvenna. Valsstúlkur voru í pottinum eftir frækilega frammistöðu þeirra í milliriðlum í Færeyjum fyrir skömmu. Milliriðlarnir verða leiknir í Belgíu en auk Vals eru Everton, Frankfurt og Rapide Wezemaal frá Belgíu í riðlinum. Leikið verður daganna 11. - 16. október. 20.8.2007 12:05
Styles ekki með um næstu helgi Dómarinn sem dæmdi leik Liverpool og Chelsea í gær verður hvíldur um næstu helgi vegna slakrar frammistöðu sinnar. Þetta staðfesti Keith Hackett, yfirmaður dómaramála í ensku úrvalsdeildinni, nú rétt í þessu. Styles þótti standa sig afspyrnuilla í leiknum og dæmdi meðal annars umdeilda vítaspyrnu. 20.8.2007 11:22
Öll mörk helgarinnar á Vísi Það var mikið um að vera í enska boltanum um helgina. Eins og venjulega getur þú séð öll mörk helgarinnar og öll bestu tilþrifin í enska boltanum á Vísi. Ekki miss af neinu. 20.8.2007 11:16
Ákvörðun um framtíð Heinze tekin í dag Enska knattspyrnusambandið mun í dag fjalla um mál Gabriel Heinze og ákvarða hvort honum verði leyft að fara frá Manchester United til Liverpool. Eins og áður hefur verið greint frá heldur Heinze því fram að hann hafi í höndunum skriflegt loforð frá forráðamönnum United um að hann fái að fara. 20.8.2007 10:02
Gerrard brjálaður út í Styles Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er allt annað en sáttur með frammistöðu Rob Styles í leik Liverpool og Chelsea í gær. Styles gaf Chelsea afar umdeilda vítaspyrnu við litla hrifningu Gerrrard og félaga hans. "Leikmenn Chelsea settu mikla pressu á dómarann allan leikinn og á endanum gaf hann þeim víti," sagði Gerrard. 20.8.2007 09:39
Tottenham að leita að nýjum þjálfara? Þrátt fyrir öruggan 4-0 sigur á Derby á laugardag er Martin Jol, þjálfari Tottenham. langt frá því að vera öruggur í sæti sínu. Enskir fjölmiðlar flytja af því fréttir í dag að stjórnarmenn í félaginu hafi fundað með Juande Ramos, þjálfara Sevilla, á föstudag. 20.8.2007 09:21
Jafntefli á Anfield Liverpool og Chelsie skildu jöfn á heimavelli Liverpool, Anfield. Þetta var síðasti leikur umferðarinnar og eftir leiki helgarinnar er Chelsea í öðru sæti deildarinnar með sjö stig. Livepool á hins vegar leik til góða og er með fjögur stig. 19.8.2007 15:01
Hræðileg mistök Lehman kostuðu Arsenal sigur Arsenal og Blackburn voru rétt í þessu að gera 1-1 jafntefli á Ewood Park. Robin Van Persie kom Arsenal yfir með góðu marki á 18. mínútu en David Dunn jafnaði í seinni hálfleik eftir að Jens Lehman hafði misst skot hans í markið. Þetta eru önnur mistök Lehman á tímabilinu sem kosta Arsenal mark. 19.8.2007 14:25
Erikson sá við Ferguson - United enn án sigurs Nú var að ljúka leik Man City og Man United. City vann leikinn 1-0 með marki frá Geovanni. United er því enn án sigurs eftir þrjá leiki í Úrvalsdeildinni. Bein textalýsing var á leiknum hér á Vísi 19.8.2007 12:03
Veigar Páll með tvö mörk Veigar Páll Gunnarsson skoraði bæði mörk Stabæk í 2-2 jafntefli liðsins við Stromgodset í norsku úrvaldeildinni í dag og átti stórleik. Mörk Veigars komu bæði á fyrstu 30 mínútum leiksins og komu Stabæk í 2-0. Stromgodset náði hins vegar að jafna með góðum leik í seinni hálfleik. 19.8.2007 15:53
Ekki með sína menn í hlaupum og leiðindum Fyrsta tímabil HK í úrvalsdeild er afar sérstakt þar sem HK-liðið er fórnarlamb aðstæðna því þátttaka mótherja þeirra í Evrópukeppni og bikarkeppni hefur þýtt að færa leiki þeirra til. 19.8.2007 15:30
Línur farnar að skýrast Fjölnir vann 4-0 sigur á KA í 1. deild karla í gær og náði með því sex stiga forskoti á Fjarðabyggð í baráttunni um þriðja sætið og það síðasta sem gefur sæti í Landsbankadeild. 19.8.2007 15:00
Spilar í dag brákaður á tá Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, lætur ekki brákaða tá koma í veg fyrir að hann spil stórleikinn gegn Chelsea í dag. Gerrard meiddist í 1-0 sigri á franska liðinu Toulouse í forkeppni meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. 19.8.2007 00:01
Umeå vann uppgjörið Umeå á sænska meistaratitilinn vísan þriðja árið í röð eftir 2-0 sigur á JdB Malmö í uppgjöri efstu liðanna í sænsku úrvalsdeildinni í knattsyrnu kvenna í gær. 19.8.2007 00:01
Valskonur flugu á toppinn Valur skoraði sjö mörk á tuttugu mínútna kafla í lok fyrri hálfleiks í 9-0 sigri á Keflavík í Landsbankadeild kvenna og komst fyrir vikið upp fyrir KR í toppsæti deildarinnar. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sex mörk í leiknum. 19.8.2007 00:01
HK vann FH Lið HK/Víkings er komin með annan fótinn í úrslitakeppni deildarinnar eftir 4-0 sigur á FH í Kaplakrika í gær en karlalið félaganna mætast einmitt á Kópavogsvellinum í kvöld. 19.8.2007 00:01
Fyrsti risaslagur tímabilsins á Anfield Það fara fram þrír flottir fótboltaleikir í ensku úrvalsdeildinni í dag og þar á meðal er fyrsti risaslagur tímabilsins þegar Liverpool tekur á móti Chelsea á Anfield. 19.8.2007 00:01
Góðir sigrar Íslendingaliðanna í gær West Ham, Reading og Portsmouth unnu öll sína fyrstu sigra í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Wigan skellti Sunderland og fór óvænt upp í toppsætið. Tottenham vann sinn fyrsta sigur með stæl. 19.8.2007 00:01
Markalaust hjá Newcastle og Aston Villa Newcastle og Aston Villa gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn var frekar bragðdaufur en segja má að Aston Villa hafi verið sterkari aðillinn í leiknum. Newcastle er nú með fjögur stig en Aston Villa fékk sitt fyrsta stig í deildinni. 18.8.2007 16:30