Enski boltinn

Yakubu að fara til Everton

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Everton var alltaf fyrsti valkostur Yakubu að eigin sögn.
Everton var alltaf fyrsti valkostur Yakubu að eigin sögn. NordicPhotos/GettyImages

Enska úrvalsdeildarliðið Middlesbrough hefur staðfest að félagið sé búið að semja við Everton um kaupverð á nígeríska framherjanum Yakubu Aiyegbeni. Klúbbarnir hafa átt í samningsviðræðum síðustu vikur og hafa nú loksins náð samkomulagi um að Everton borgi rúmar ellefu milljónir punda fyrir framherjann.

Ef að kaupin ganga í gegn verða þau félagsmet hjá Everton en félagið hefur aldrei borgað hærri upphæð fyrir leikmann. Yakubu á þó eftir að gangast undir læknisskoðun hjá Everton og ræða samningsmál.

Portsmouth og West Ham voru einnig á eftir leikmanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×