Fleiri fréttir

Furious og félagar nálgast toppliðin
Ármann og Breiðablik höfðu bæði tapað leikjum í miðjuslagnum þegar liðin mættust í Ljósleiðaradeildinni í gær

Einar Bollason og fíflaskapur sem hræddi marga í Lokasókninni
Lokasóknin fer yfir gang mála í NFL-deildinni í hverri viku og ræða meðal annars hverjir hafi átt góða og slæma viku.

Myndir af Brittney Griner að lenda í Bandaríkjunum
Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner er komin aftur til Bandaríkjanna eftir nærri tíu mánaða dvöl í rússnesku fangelsi.

Bjarni skaut Atlantic í efsta sætið
Atlantic tók á móti LAVA í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO í gærkvöld.

„Látið Cristiano Ronaldo í friði“
Landsliðsþjálfari Portúgala segir að það sé kominn tími á það að leyfa Cristiano Ronaldo að fá að vera í friði.

Kristinn Freyr til Vals í þriðja sinn
Kristinn Freyr Sigurðsson er genginn í raðir Vals í þriðja sinn. Hann kemur til liðsins frá FH.

Van Gaal kokhraustur: „Ekki erfitt að stöðva Messi“
Það vantar sjaldan gorgeirinn í Louis van Gaal, þjálfara hollenska fótboltalandsliðsins. Fyrir leikinn gegn Argentínu sagði hann að það væri lítið mál að finna lausnir við Lionel Messi, einum besta fótboltamanni allra tíma.

Framtíð hinnar meiddu Laviniu: „Ég held að Rúnar sé meiri Klopp en Mourinho“
Portúgalski miðherjinn Lavinia Da Silva er meidd og spilar ekki næstu mánuði með Njarðvíkurkonum í Subway deild kvenna í körfubolta.

„Ég vona að ég sé ekki jinxa neitt fyrir næsta leik“
Hafdís Renötudóttir átti mjög góðan leik í markinu þegar Framkonur urðu fyrstar til að taka stig af Valsliðinu í Olís deild kvenna í vetur. Hún vildi samt meira út úr leiknum.

Sögulínurnar sem eru undir hjá þjóðunum sem eru enn á lífi á HM í Katar
Átta liða úrslitin á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar hefjast í dag en átta þjóðir geta enn orðið heimsmeistarar.

Þrefalt hærri sekt fyrir níðsöngva um UEFA en fyrir kynþáttaníð
Eitthvert ósamræmi virðist vera hjá Evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, þegar kemur að sektum fyrir ólæti stuðningsmanna ef litið er til tveggja dæma um slíkar sektir sem fyrirskipaðar voru af sambandinu í vikunni.

Gat farið í finnska herinn en endaði í finnska handboltalandsliðinu
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, er spenntur fyrir því að fá tækifæri með finnska handboltalandsliðinu. Hann leikur með því á æfingamóti í Lettlandi í byrjun janúar.

41 árs Zlatan stefnir á endurkomu í næsta mánuði
Svíinn Zlatan Ibrahimovic er ekki dauður úr öllum æðum þrátt fyrir háan aldur. Hann er við það að snúa aftur eftir krossbandsslit á nýju ári en hann verður 42 ára gamall næsta haust.

Sjáðu Sveindísi Jane stinga allar af og skora fyrsta Meistaradeildarmarkið sitt
Íslenski landsliðsframherjinn Sveindís Jane Jónsdóttir opnaði markareikning sinn í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar hún skoraði eitt af mörkum VfL Wolfsburg í 4-2 sigri á AS Roma í riðlakeppninni.

Aron tekur aftur upp bareinska þráðinn
Aron Kristjánsson stýrir Barein á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í næsta mánuði. Þetta verður þriðja heimsmeistaramótið í röð þar sem Íslendingur verður við stjórnvölinn hjá Barein.

Kaká um Ronaldo: „Heima er hann bara einhver feitur gaur á röltinu“
Fyrrum fótboltamaðurinn Kaká, sem var hluti af brasilíska landsliðinu sem vann HM 2002, segir fótboltamenn gjarnan ekki fá þá virðingu sem þeir eiga skilið í heimalandinu. Það eigi sérstaklega við um Neymar, leikmann landsliðsins, sem hljóti óvægna gagnrýni.

Lemstraður eftir ferilinn og þarf að fara í mjaðmaskipti
Ásgeir Örn Hallgrímsson er allur lurkum laminn eftir handboltaferilinn. Hans bíða mjaðmaskipti á næsta ári.

Eygló keppir í 2650 metra hæð á HM
Eygló Fanndal Sturludóttir er eini íslenski keppandinn á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum fer fram í Bogotá í Kólumbíu frá 5. til 16. desember.

Framkvæmdastýra FIFA neitar að tjá sig um dauðsfall verkmanns
Fatma Samoura, framkvæmdastýra Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, harðneitaði að tjá sig um andlát filippeysks verkamanns sem lést við endurbætur á aðstöðu landsliðs Sádi-Arabíu á HM í Katar á meðan riðlakeppni mótsins stóð.

Fyrrum stjóri Alberts óvinsæll: „Lélegasti, falskasti og yfirlætislegasti þjálfari sem ég hef haft“
Federico Marchetti, fyrrum markvörður Genoa, liðs Alberts Guðmundssonar, fer ekki fögrum orðum um fráfarandi stjóra liðsins sem var rekinn í vikunni.

Real Madrid að krækja í næstu vonarstjörnu Brasilíu eftir tvö ár
Spænska stórveldið Real Madrid er við það að tryggja sér þjónustu 16 ára gamla undrabarnsins Endrick frá Palmeiras í Brasilíu.

Dagskráin í dag: Subway-deildin, Olís-deildin og golf
Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á sex beinar útsendingar frá morgni til kvölds á þessum flotta föstudegi.

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Þór Þ. 88-86 | Stólarnir héldu út gegn botnliðinu
Tindastóll vann nauman tveggja stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Þórs frá Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 88-86.

„Keflvíkingar verða að endurborga fólkinu sem kom hérna í kvöld“
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í Subway-deild karla í körfubolta, var sáttari við að tapa fyrir Keflavík í kvöld en Grindavík í leiknum þar á undan því Keflavík væri með betra lið. Honum fannst ekki mikið til leiksins sjálfs koma.

Maté Dalmay: Skemmtilegast að vinna leikina þegar þú ert ekkert að spila neitt rosalega vel
Haukar unnu dramatískan eins stigs sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld þar sem sigurkarfan var skoruð þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var gríðarlega sáttur í leikslok.

Umfjöllun og viðtal: Keflavík-Höttur 71-62 | Keflavík lengdi taphrinu Hattar
Keflavík og Höttur mættust fyrr í kvöld í níundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Höttur byrjaði betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta 8-19 en Keflavík náði yfirhöndinni undir lok annars leikhluta og var yfir 29-27 í hálfleik. Hattarmenn gáfust ekki upp og náðu að halda sér í leiknum fram í seinni hluta fjórða leikhluta en Keflavík vann að lokum níu stiga sigur 71-62.

Segir dauðann vera „náttúrulegan hluta af lífinu“ eftir andlát verkamanns
Nasser Al Khater, framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins í Katar, hefur verið harðlega gagnrýndur af hinum ýmsu hópum sem berjast fyrir mannréttindum fyrir ummæli sín um filippeyskan verkamann sem lét lífið í vinnuslysi eftir að HM hófst.

Umfjöllun: Stjarnan - Haukar 76-77 | Haukar höfðu betur í háspennutrylli
Haukar unnu dramatískan eins stigs sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld þar sem sigurkarfan var skoruð þegar fimm sekúndur voru til leiksloka.

Aron skoraði fjögur í tapi gegn sínum gömlu félögum
Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg þurftu að sætta sig við sex marka tap er liðið heimsótti fyrrum félag Arons, Barcelona, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, 32-26.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Valur 77-83 | Valsmenn kláruðu naglbítinn á seiglunni
ÍR-ingar tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi í Skógarseli í kvöld. Fyrir leikinn voru ÍR búnir að tengja saman tvo sigra í röð, en Valsmenn fengu skell í síðustu umferð þegar þeir töpuðu með 25 stigum gegn Keflavík.

„Kannski munur á að heita Taylor Johns eða vera í íslenska landsliðinu og heita Kristófer Acox“
Ísak Wíum, þjálfari ÍR, tók sér góðan tíma til að kæla sig niður fyrir viðtal kvöldsins eftir grátlegt tap gegn Valsmönnum í leik sem var æsispennandi allt fram á síðustu sekúndurnar. Leikurinn hefði í raun getað fallið hvoru liðinu sem var í skaut og ÍR-ingar fengu ekkert fyrir sinn snúð þrátt fyrir að hafa selt sig dýrt í seinni hálfleik og unnið sig inn í leikinn aftur eftir að hafa verið 11 stigum undir í hálfleik.

Sveindís skoraði og lagði upp í sigri Wolfsburg
Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir átti frábæra innkomu fyrir Wolfsburg er liðið vann 4-2 sigur gegn Roma í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Tólf íslensk mörk í öruggum sigri Gummersbach
Íslendingalið Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann öruggan sex marka sigur er liðið heimsótti Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 31-37. Hvorki fleiri né færri en tólf íslensk mörk litu dagsins ljós í leiknum.

Öruggur Meistaradeildarsigur Bjarka og félaga
Bjarki Már Elísson og félagar hans í Telekom Veszprém unnu öruggan tíu marka sigur er liðið tók á móti Wisla Plock í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, 32-22.

Ljósleiðaradeildin í beinni: Barist á báðum endum töflunnar
Elleftu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lýkur í kvöld með þremur leikjum í beinni útsendingu hér á Vísi. Búast má við spennandi kvöldi, enda er barist á báðum endum töflunnar.

Englendingar endurheimta Sterling fyrir leikinn gegn Frökkum
Enski vængmaðurinn Raheem Sterling mun snúa aftur til Katar fyrir leik enska landsliðsins gegn því franska í átta liða úrslitum HM sem fram fer á laugardaginn.

Eftirmaður Enriques fundinn
Spánverjar voru ekki lengi að finna eftirmann Luis Enrique sem er hættur sem þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta.

Southgate fékk Íslandsóvin til að skemmta enska landsliðinu
Gareth Southgate fékk sjálfan Robbie Williams til að koma enska landsliðinu í gírinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Frakklandi í átta liða úrslitum á HM í Katar.

Albert byrjaði er Gilardino byrjaði á sigri
Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa sem sigraði Sudtirol, 2-0, í ítölsku B-deildinni í dag. Þetta var fyrsti leikur Genoa eftir að liðið skipti um þjálfara.

Katar fær að halda enn eitt heimsmeistaramótið árið 2025
Katarbúar hafa verið duglegir að halda heimsmeistaramót síðustu ár og þeir eru ekki hættir því alþjóðasambönd halda áfram að hunsa mannréttindabrot Katarbúa.

Vilja halda Southgate sama hvernig fer gegn Frökkum
Enska knattspyrnusambandið vill halda Gareth Southgate í starfi landsliðsþjálfara Englands sama hvernig leikurinn gegn Frakklandi í átta liða úrslitum á HM fer.

Konungsfjölskyldan í Katar hefur ekki áhuga á að kaupa Liverpool
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool er til sölu og erlendir fjölmiðlar hafa skrifað um áhuga ríku olíukónganna á Arabíuskaganum á félaginu.

Kyrie Irving spilaði í Nike skóm en límdi yfir Nike merkið
NBA körfuboltastjarnan Kyrie Irving missti Nike samninginn sinn á dögunum eins og frægt vegna stuðnings síns við gyðingahatursboðskap.

Van Gaal gerði stjörnuna vandræðalega: „Núna kyssumst við á munninn“
Louis van Gaal gefur lítið fyrir gagnrýni Ángels Di María sem var rifjuð upp fyrir honum á blaðamannafundi fyrir leik Hollands og Argentínu í dag.

Fengu UFC bardagastjörnurnar til að velja á milli fótboltakappa
Hvor þeirra er betri? Fótboltaáhugafólk er oft fengið til að velja á milli tveggja öflugra fótboltamanna en hvað finnst bardagaköppum í UFC?