Handbolti

Aron tekur aftur upp bareinska þráðinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Kristjánsson kom Barein í fyrsta sinn á Ólympíuleikana.
Aron Kristjánsson kom Barein í fyrsta sinn á Ólympíuleikana. getty/Dean Mouhtaropoulos

Aron Kristjánsson stýrir Barein á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í næsta mánuði. Þetta verður þriðja heimsmeistaramótið í röð þar sem Íslendingur verður við stjórnvölinn hjá Barein.

Aron staðfesti þetta í samtali við RÚV. Hann er samningsbundinn Barein fram yfir Asíumótið í janúar 2024.

Aron tók fyrst við Barein af Guðmundi Guðmundssyni 2018. Hann stýrði liðinu á HM 2019 og Ólympíuleikunum í fyrra. Á HM 2021 var Halldór Sigfússon við stjórnvölinn hjá Bareinum.

Aron hefur stýrt Bareinum á tveimur Asíumótum. Árið 2020 endaði liðið í 3. sæti en 2022 í 2. sæti á eftir Katar.

Barein er í riðli með Danmörku, Belgíu og Túnis á HM. Riðilinn fer fram í Malmö.

Aron hætti sem þjálfari Hauka eftir síðasta tímabil eftir þriggja ára starf. Hann stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2012-16 og hefur svo náð góðum árangri í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×