Körfubolti

Finnur útskýrir fjarveru sína

Sindri Sverrisson skrifar
Finnur Freyr Stefánsson er með Íslandsmeistara Vals á toppi Subway-deildar karla.
Finnur Freyr Stefánsson er með Íslandsmeistara Vals á toppi Subway-deildar karla. VÍSIR/BÁRA

Körfuboltaþjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson hefur nú greint frá ástæðu þess að hann er kominn í leyfi frá störfum sínum hjá Íslandsmeisturum Vals.

Finnur stýrir ekki Valsmönnum gegn Keflavík í Subway-deildinni í kvöld og í hans stað verður Ágúst Björgvinsson á hliðarlínunni. Þá er Finnur einnig kominn í leyfi frá þjálfun í yngri flokkum.

„Þar sem þetta er komið í fjölmiðla. Ég er kominn í leyfi frá vinnu vegna fjölskylduaðstæðna. Litli guttinn minn greindist með flogaveiki á dögunum,“ skrifar Finnur og birtir á Twitter.

„Þetta eru fyrstu kynni mín af þessum flókna og erfiða sjúkdóm. Gæti verið verra en gæti líka verið betra. Hugur minn er hjá öllum þeim sem hafa þurft að glíma við þetta á einn eða annan hátt. Vil benda þeim sem vilja eða vantar fræðslu á Lauf samtökin, www.lauf.is. Þakkir til Vals fyrir skilninginn og til allra sem hafa sent okkur kveðjur,“ skrifar Finnur.


Tengdar fréttir

Finnur ekki með Val af fjölskylduástæðum

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í körfubolta, verður ekki á hliðarlínunni í kvöld þegar liðið tekur á móti Keflavík í stórleik í Subway-deild karla.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×