Fleiri fréttir

Bæði lið gengu niðurlút af velli eftir fréttirnar úr hinum leiknum
Úrúgvæ tókst ekki að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum á heimsmeistaramótinu þrátt fyrir að hafa unnið 2-0 sigur á Gana í lokaumferð H-riðils.

Bæði lið áfram eftir magnaðan sigur Kóreumanna
Suður-Kórea afrekaði það að vinna Portúgal, 2-1, í lokaumferð H-riðils á HM karla í fótbolta og það dugði liðinu til að komast í 16-liða úrslit á fleiri skoruðum mörkum en Úrúgvæ.

Finnur útskýrir fjarveru sína
Körfuboltaþjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson hefur nú greint frá ástæðu þess að hann er kominn í leyfi frá störfum sínum hjá Íslandsmeisturum Vals.

B0ndi 30-bombaði og gott betur gegn Breiðabliki
10. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk á viðureign Dusty og Breiðabliks í Inferno.

Kanye West segist hafa komið að Kim Kardashian með Chris Paul
Stórstjörnur í NBA körfuboltanum eru farnir að dragast inn í hringavitleysuna sem er í gangi í kringum tónlistarmanninn og tískuhönnuðinn Kanye West.

Gerðu stólpagrín að Þjóðverjum í sjónvarpinu
Katarskir sjónvarpsmenn stóðust ekki mátið og gerðu stólpagrín að Þjóðverjum eftir að Þýskaland féll úr keppni á HM karla í fótbolta í Katar í gær.

Allee lék á als oddi í Anubis
Ármann mætti Viðstöðu í fyrsta Anubis leik tímabilsins.

Einn dagur í pílupartýið: Kirkjuvörður, íþróttafréttakona og körfuboltastjarna
Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport annað kvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu.

Finnur ekki með Val af fjölskylduástæðum
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í körfubolta, verður ekki á hliðarlínunni í kvöld þegar liðið tekur á móti Keflavík í stórleik í Subway-deild karla.

Pelé kveður fréttir af heilsubresti sínum í kútinn
Brasilíski fótboltasnillingurinn hefur reynt að kveða áhyggjur af heilsufari sínu í kútinn. Hann var fluttur á sjúkrahús fyrr í vikunni.

Fattaði að hann væri ekki nógu góður leikmaður og kom Stjörnunni á flug
Hrannar Guðmundsson segist ekki geta ímyndað sér betri þjálfarakennslu en hann fékk við störf sín hjá ÍR og Aftureldingu, áður en hann tók í fyrsta sinn við sem aðalþjálfari kvennaliðs. Hann hefur stýrt Stjörnunni upp á himininn á sínu fyrsta ári.

H0Z1D3R með frábæra innkomu í lið LAVA
LAVA og Þór mættust í Vertigo í gærkvöldi. Leikurinn var jafn og spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í framlengingu.

Sagði nafnið sem mátti ekki nefna og fékk ekki að lýsa seinni hálfleik
Alper Bakircigil missti starfið sitt í gær en hann hefur í mörg ár starfað sem fótboltalýsandi í Tyrklandi. Ástæðan er þó afar furðuleg í augum flestra. Hann nefndi á nafn knattspyrnugoðsögn Tyrkja.

Viktor Gísli sýndi Mikkel Hansen í tvo heimana | Myndband
Viktor Gísli Hallgrímsson sýndi snilli sína milli stanganna hefur Nantes sigraði Álaborg, 35-28, í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gær.

Freyr hrósar mikið manninum sem er ekki nógu góður fyrir íslenska landsliðið
Freyr Alexandersson þjálfar danska úrvalsdeildarliðið Lyngby Boldklub og veit allt um það sem er að gerast í danska fótboltanum. Freyr veit því vel hvað Aron Sigurðarson hefur verið að gera góða hluti með Horsens í dönsku deildinni.

„Ef þú ert lofthræddur hættu þá bara strax keppni“
Það var boðið upp á mjög sérstaka fyrstu grein á Dubai Fitness Championship CrossFit mótinu sem hófst í dag.

Kynþokkafullur Kóreumaður leikur sama leik og Rúrik
Fjöldi fylgjenda suður-kóreska framherjans Cho Gue-sung á Instagram hefur margfaldast síðan að HM í Katar hófst, ekki ósvipað því sem gerðist hjá Rúrik Gíslasyni á HM í Rússlandi fyrir fjórum árum.

Tilþrifin: B0ndi tekur út fjóra fyrir meistarana
Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það b0ndi í liði Dusty sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins.

Arnar ætlar að taka niður myndirnar af börnunum sínum og setja plakat af meistara Moriyasu í staðinn
Japanski landsliðsþjálfarinn Hajime Moriyasu er ekki bara elskaður í heimalandi sínu eftir frábæran árangur japanska liðsins á HM í Katar heldur á hann einn mikinn aðdáanda í einum besta þjálfara Bestu deildar karla.

Segir að Spánverjar hafi ekki reynt að tapa
Sergio Busquests, fyrirliði spænska fótboltalandsliðsins, segir ekkert til í því að Spánverjar hafi reynt að tapa fyrir Japönum til að fá auðveldari leiki í útsláttarkeppninni á HM í Katar.

Pulisic segir að pungurinn hafi sloppið ómeiddur
Christian Pulisic, stærsta stjarna bandaríska fótboltalandsliðsins, segist ekki hafa fengið högg í punginn þegar hann skoraði sigurmark Bandaríkjanna gegn Íran á HM í Katar. Með sigrinum komust Bandaríkjamenn áfram í sextán liða úrslit mótsins.

Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku
Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic.

Segir klúðrið hjá Þjóðverjum algjöra kata(r)strófu
Thomas Müller segir að klúður Þjóðverja að komast ekki upp úr sínum riðli á HM í Katar sé algjör katastrófa.

Dómarar fúlir út í Fótbolta.net og mótið blásið af
Félag deildardómara (FDD) í fótbolta hefur ákveðið að slíta samstarfi sínu við Fótbolta.net varðandi umsjón dómgæslu á hinu árlega Fótbolta.net-móti, vegna óánægju með umfjöllun um dómara á vegum miðilsins.

Stuðningsmenn Kiel spenntir fyrir Viktori Gísla: „Þurfum við að bíða til 2025?“
Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er orðaður við þýska stórliðið Kiel. Stuðningsmenn liðsins eru afar spenntir fyrir honum.

Óskar Örn ekki búinn að ákveða hvort hann beygi til vinstri eða hægri á Reykjanesbrautinni
Óskar Örn Hauksson er ekki búinn að semja við nýtt lið eftir að hann yfirgaf Stjörnuna að loknu tímabilinu í Bestu deildinni. Hann viðurkennir að tíminn hjá Stjörnunni hafi verið vonbrigði.

Dagskráin í dag: Stórleikur í Subway-deild karla og meira golf
Það er stórleikur á dagskrá í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar Valsmenn taka á móti Keflavík. Subway-körfuboltakvöld verður á sínum stað og einnig verða beinar útsendingar frá mótum á PGA og Evrópumótaröðunum í golfi.

Voru Þjóðverjar rændir sæti í 16-liða úrslitum?
Dramatíkin í E-riðli heimsmeistaramótsins var mikil í kvöld. Þjóðverjar féllu úr leik þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka þar sem Japanir lögðu Spánverja á sama tíma og tryggðu sér efsta sæti riðilsins. Mikil umræða fer nú fram um hvort sigurmark Japana hafi verið löglegt.

Vlad spurður út í dóminn sem féll nokkrum klukkutímum fyrir leik: Ég hef enga skoðun á því
„Ég er enn sár eftir þennan leik en við fórum illa með okkur sjálfa. Við gerðum mikið af heimskulegum hlutum. Svona er þessi leikur. Mínir menn börðust og ég er ánægður með það en ef við viljum eitthvað meira þá verðum við að vera gáfaðari í okkar nálgun,“ sagði Vlad Anzulović þjálfari Tindastóls eftir tap gegn Haukum í Subway-deildinni í kvöld.

Helgi Már: Ég held bara áfram að sinna mínu starfi þangað til einhver lætur mig vita annað
Þjálfari KR, Helgi Már Magnússon, var allt annað en sáttur eftir tap í botnslag áttundu umferðar Subway deildar karla í kvöld. „Svekkelsi, ömurlegt að tapa,“ sagði Helgi Már við Vísi eftir leik.

Lukaku klúðraði öllu og braut síðan varamannaskýlið
Belgíski framherjinn Romelu Lukaku mun eflaust eiga erfitt með svefn í nótt eftir að hafa misnotað fjölmörg færi þegar Belgía féll úr leik á heimsmeistaramótinu eftir jafntefli gegn Króatíu.

Umfjöllun og viðtal: Haukar - Tindastóll 80-75 | Haukar komu til baka og lögðu Stólana
Haukar unnu fimm stiga sigur á heimavelli gegn Tindastóli í Subway deildinni í kvöld. Tindastóli mistókst þar með að vinna fjórða leik sinn í röð. Haukar áttu góða endurkomu í kvöld og unnu 80-75.

Lögreglan í Tampa situr um hús Antonio Brown sem neitar að koma út
Lögreglan í Tampa hefur gefið út handtökuskipun á hendur Antonio Brown eftir að hann hótaði barnsmóður sinni með skotvopni. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að lögreglan sitji nú um hús Brown sem neiti að koma út.

Lárus: Í fjórða leikhluta var þetta orðið eins og skotæfing hjá Njarðvík
Þór frá Þorlákshöfn fékk þungan skell á heimavelli í kvöld í Subway-deild karla, en Njarðvíkingar settu 119 stig á þá í kvöld, niðurstaðan 31 stigs tap. Lárus Jónsson þjálfari Þórs sagði að slakur varnarleikur í upphafi leiks og andleysi hans manna þegar á móti blés hafi fellt þá rækilega beint á andlitið í kvöld.

Viktor Gísli hafði betur gegn Aroni og Arnóri
Viktor Gísli Hallgrímsson átti fínan leik í marki Nantes þegar liðið lagði Álaborg í Meistaradeildinni í handknattleik í kvöld. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru markahæstir hjá Magdeburg sem gerði jafntefli gegn Porto.

Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Grindavík 87-91 | Baráttusigur Grindavíkur á Egilsstöðum
Grindvíkingar komu sér aftur á sigurbraut í úrvalsdeild karla í körfuknattleik með 87-91 sigri á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Grindvíkingar voru fastir fyrir í vörninni og héngu sem hundar ár roði á forustu sinni í lokin.

Umfjöllun og viðtal: Þór Þ. - Njarðvík 88-119 | Njarðvíkingar settu upp skotsýningu og kafsigldu Þórsara
Njarðvíkingar sóttu botnlið Þórsara heim í Þorlákshöfn í kvöld. Fyrir leikinn voru heimamenn aðeins með einn sigur í sarpnum, en þeir unnu nágranna Njarðvíkinga í Keflavík í þar síðustu umferð. Það er hæpið að tala um einhverja skyldusigra í þessari jöfnu Subway-deild, en fyrirfram reiknuðu sennilega flestir með sigri gestanna.

Japan hirti efsta sætið af Spáni og skildi Þjóðverja eftir með sárt ennið
Japan tryggði sér efsta sætið í E-riðli heimsmeistaramótsins með mögnuðum 2-1 sigri á Spánverjum í kvöld. Japan endar því með sex stig í efsta sæti en Spánn fer einnig áfram með jafn mörg stig og Þjóðverjar en betri markatölu.

Þjóðverjar á leið heim þrátt fyrir sigur gegn Kosta Ríka
Þýskaland er úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka í frábærum leik í kvöld. Þjóðverjar gerðu sitt en þar sem Spánn tapaði á sama tíma fyrir Japan þá falla Þjóðverjar úr keppni með slakari markatölu en Spánverjar.

Umfjöllun og viðtal: KR - ÍR 88-95 | ÍR skildi Vesturbæinga eftir í fallsæti eftir fimmta tap KR á heimavelli
ÍR lagði KR í kaflaskiptum leik í Vesturbænum í áttundu umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir sterka byrjun heimamanna skiptust liðin á forystu alveg þar til í síðasta leikhluta þar sem hærri nýting ÍR liðsins gaf þeim yfirhöndina og á endanum sigurinn í þessum mikilvæga fallbaráttuleik.

Martinez hættur með Belga eftir vonbrigðin í Katar
Jafnteflisleikur Belga gegn Króatíu í dag var síðasti leikur Roberto Martinez sem landsliðsþjálfari Belgíu. Hann tilkynnti eftir leikinn að hann væri hættur en jafnteflið þýddi að Belgar féllu úr leik á heimsmeistaramótinu.

Ýmir og félagar höfðu betur gegn lærisveinum Guðjóns Vals
Rhein-Neckar Löwen vann góðan útisigur á Gummersback í þýska handboltanum í dag. Ýmir Örn Gíslason lék í vörn Löwen og þeir Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson voru í liði Gummersbach.

Þorsteinn Gauti valinn í finnska landsliðið
Framarinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur óvænt verið valinn í finnska landsliðið í handknattleik en þetta var tilkynnt á Facebook síðu Fram í dag.

Marokkó vann Kanada og F-riðilinn í leiðinni
Marokkó er komið í sextán liða úrslitin á heimsmeistaramótinu í Katar eftir 2-1 sigur á Kanada þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleiknum.

Belgar úr leik eftir klúður Lukaku
Króatía, silfurlið síðasta HM, komst í dag áfram í 16-liða úrslit HM í fótbolta í Katar en sendi um leið Belga heim. Belgar fengu dauðafæri til að komast yfir í seinni hálfleiknum.