Vlad spurður út í dóminn sem féll nokkrum klukkutímum fyrir leik: Ég hef enga skoðun á því Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 1. desember 2022 23:18 Vlad ræðir við sína menn í leiknum í kvöld. Vísir/Diego „Ég er enn sár eftir þennan leik en við fórum illa með okkur sjálfa. Við gerðum mikið af heimskulegum hlutum. Svona er þessi leikur. Mínir menn börðust og ég er ánægður með það en ef við viljum eitthvað meira þá verðum við að vera gáfaðari í okkar nálgun,“ sagði Vlad Anzulović þjálfari Tindastóls eftir tap gegn Haukum í Subway-deildinni í kvöld. Tindastóll spilaði mjög vel í fyrri hálfleiknum og liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel, en þegar leið á þriðja leikhluta þá fór forskotið að minnka. „Þegar þú nærð 18 stiga forskoti þá verður þú að drepa leikinn, en eftir að við náðum upp því forskoti þá misstum við einbeitinguna. Haukar eru gott lið sem nýta sér það.” Pétur Rúnar Birgisson, leiðtoginn í liði Tindastóls, fékk sína fimmtu villu í fjórða leikhluta er hann fór að rífast við dómarana. Eftir það má segja að leikur Tindastóls hafi endanlega hrunið. „Við vorum án Keyshawn Woods í þessum leik. Pétur var að spila mjög vel. Hann verður að halda einbeitingu, hann má ekki bregðast svona við. Kannski misstu dómararnir af villu en hann má ekki bregðast svona við þegar hann er með fjórar villur.” Að lokum var Vlad spurður út í bikarleikinn fræga gegn Haukum sem fór fram fyrir nokkrum vikum síðan. Haukum var dæmdur 20-0 sigur í leiknum eftir að hafa tapað honum upprunalega. Haukar kærðu úrslit leiksins eftir að í ljós kom að á einum tímapunkti í þriðja leikhluta, þegar Haukar áttu tvö vítaskot, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls innan vallar á sama tíma. Það er brot gegn reglum KKÍ sem tóku gildi í sumar sem segja til um að að hámarki þrír erlendir leikmenn megi vera innan vallar í hvoru liði hverju sinni, bæði í deildar- og bikarleikjum í meistaraflokki. Dómur féll endanlega í málinu nokkrum klukkustundum fyrir þennan leik. Þegar Vlad var spurður út í sína skoðun á dómnum þá sagði hann einfaldlega: „Ég hef enga skoðun á því.” Og svo gekk hann út úr viðtalinu. Svekkjandi úrslit fyrir Stólana í kvöld en þeir eru með átta stig eftir átta leiki. Næsti leikur þeirra er gegn Þór Þorlákshöfn eftir viku. Subway-deild karla Haukar Tindastóll Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Tindastóll spilaði mjög vel í fyrri hálfleiknum og liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel, en þegar leið á þriðja leikhluta þá fór forskotið að minnka. „Þegar þú nærð 18 stiga forskoti þá verður þú að drepa leikinn, en eftir að við náðum upp því forskoti þá misstum við einbeitinguna. Haukar eru gott lið sem nýta sér það.” Pétur Rúnar Birgisson, leiðtoginn í liði Tindastóls, fékk sína fimmtu villu í fjórða leikhluta er hann fór að rífast við dómarana. Eftir það má segja að leikur Tindastóls hafi endanlega hrunið. „Við vorum án Keyshawn Woods í þessum leik. Pétur var að spila mjög vel. Hann verður að halda einbeitingu, hann má ekki bregðast svona við. Kannski misstu dómararnir af villu en hann má ekki bregðast svona við þegar hann er með fjórar villur.” Að lokum var Vlad spurður út í bikarleikinn fræga gegn Haukum sem fór fram fyrir nokkrum vikum síðan. Haukum var dæmdur 20-0 sigur í leiknum eftir að hafa tapað honum upprunalega. Haukar kærðu úrslit leiksins eftir að í ljós kom að á einum tímapunkti í þriðja leikhluta, þegar Haukar áttu tvö vítaskot, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls innan vallar á sama tíma. Það er brot gegn reglum KKÍ sem tóku gildi í sumar sem segja til um að að hámarki þrír erlendir leikmenn megi vera innan vallar í hvoru liði hverju sinni, bæði í deildar- og bikarleikjum í meistaraflokki. Dómur féll endanlega í málinu nokkrum klukkustundum fyrir þennan leik. Þegar Vlad var spurður út í sína skoðun á dómnum þá sagði hann einfaldlega: „Ég hef enga skoðun á því.” Og svo gekk hann út úr viðtalinu. Svekkjandi úrslit fyrir Stólana í kvöld en þeir eru með átta stig eftir átta leiki. Næsti leikur þeirra er gegn Þór Þorlákshöfn eftir viku.
Subway-deild karla Haukar Tindastóll Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira