Sport

Dagskráin í dag: Stórleikur í Subway-deild karla og meira golf

Smári Jökull Jónsson skrifar
Finnur Freyr Stefánsson og félagar í Val mæta Keflavík í kvöld.
Finnur Freyr Stefánsson og félagar í Val mæta Keflavík í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Það er stórleikur á dagskrá í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar Valsmenn taka á móti Keflavík. Subway-körfuboltakvöld verður á sínum stað og einnig verða beinar útsendingar frá mótum á PGA og Evrópumótaröðunum í golfi.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18:15 verður fyrri leikur dagsins í Subway-deildinni í beinni útsendingu þegar Breiðablik tekur á móti Stjörnunni í áhugaverðum slag. Klukkan 20:00 hefst svo útsending frá stórleik Vals og Keflavíkur en Suðurnesjaliðið getur jafnað Íslandsmeistarana að stigum með sigri.

Klukkann 22:00 verða leikir umferðirnar svo krufðir í Subway-Körfuboltakvöldi þar sem öll umdeildu atvikin verða tekin fyrir.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 10:00 hefst útsending frá Investec South African Open mótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Suður-Afríkumaðurinn Thriston Lawrence leiðir með einu höggi eftir fyrsta hring.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 18:30 verður sýnt beint frá Hero World Challenge mótinu á PGA mótaröðinni í golfi. Þar eru Tom Kim, Viktor Hovland, Collin Morakawa og Sepp Straka allir jafnir í efsta sæti að loknum einum hring.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.