Fleiri fréttir

Atalanta á toppinn á Ítalíu

Atalanta er komið á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, Serie A, þökk sé 2-0 útisigri á nýliðum Monza í kvöld.

„Þroskast og breyst mikið frá því síðast“

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir að Ísland eigi mikla möguleika á að tryggja sig inn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn á morgun, með góðum úrslitum gegn Hollandi í Utrecht.

Lokkaði tvo út af í fyrsta leik

Mathias Gidsel spilaði sinn fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta um helgina og fór nokkuð vel af stað. Hraði hans er illviðráðanlegur.

Hamilton biðst afsökunar á bræði sinni

Lewis Hamilton hefur beðið liðsfélaga sína hjá Mercedes í Formúlu 1 afsökunar á því að hafa misst stjórn á skapi sínu á meðan hollenska kappakstrinum stóð um helgina. Hamilton missti forystuna vegna ákvarðanatöku liðsins og endaði fjórði.

„Þetta er sturluð tilfinning“

Tenniskonan Coco Gauff komst í nótt í átta manna úrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrsta sinn. Hún hafði betur gegn Zhang Shuai frá Kína.

Nökkvi Þeyr sagður á leið til Belgíu

Nökkvi Þeyr Þórisson, markahæsti leikmaður Bestu deildar karla, er á leið til Beerschot í Belgíu. Félagið mun kaupa leikmanninn af KA á Akureyri.

Þurfa að afsanna fullyrðingar Íslandsmeistaranna

Stórleikur er á dagskrá í Bestu deild karla í kvöld er Breiðablik og Valur eigast við á Kópavogsvelli klukkan 19:15. Blikar geta komist í vænlega stöðu á toppi deildarinnar með sigri.

Ömurlegt víti á ögurstundu

Mexíkóinn Javier Hernández var bæði hetja og skúrkur Los Angeles Galaxy í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í nótt. Hann klúðraði vítaspyrnu í 2-2 jafntefli við Sporting Kansas City.

„Skiptir miklu máli að kippa henni út úr leiknum“

Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í vörn íslenska landsliðsins fá afar krefjandi verkefni annað kvöld þegar þær reyna að verjast hollenska landsliðinu og þar á meðal hinni mögnuðu Vivianne Miedema.

Sjáðu vítaklúðrin hjá FH í botnslagnum

Tvær vítaspyrnur fóru í súginn hjá FH í botnslagnum gegn Leikni í Breiðholtinu í 20. umferð Bestu deildar karla í gær. Steven Lennon skaut í slá og Viktor Freyr Sigurðsson varði svo frá Birni Daníel Sverrissyni á lokaandartökum leiksins.

22 punda lax úr Jöklu

Það er draumur flestra veiðimanna að ná því einhvern tíman á veiðiferlinum að setja í og landa stórlaxi en fáir hafa gert það jafn oft og Nils Folmer.

Zeldan er einföld en gjöful fluga

Það er ansi merkilegt viðfangsefni að finna út því við bakkann hvað laxinn er að taka þá stundina og það fá margir valkvíða yfir því að opna fluguboxin.

Líkir Haaland við Jaws úr James Bond

Ógnvænlegur Erling Haaland mun leiða Manchester City til þriðja Englandsmeistaratitilsins í röð. Þetta segir Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports.

Úlfarnir leita til Diego Costa

Spænski sóknarmaðurinn Diego Costa gæti verið að fá óvænt tækifæri til að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina.

Barkley mættur til Nice

Enski miðjumaðurinn Ross Barkley fékk sig lausan undan samningi við Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans í Englandi og er búinn að finna sér nýtt lið.

„Það væri draumur að rætast“

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði við fínar aðstæður í sól og þægilegum hita nálægt borginni Utrecht í dag, í aðdraganda stórleiksins við Holland á þriðjudag sem ræður því hvort liðanna fær öruggan farseðil á HM næsta sumar.

„Aldrei leiðinlegt að klobba og skora“

Jakob Snær Árnason sá til þess að KA fór heim til Akureyrar með eitt stig í farteskinu með því að skora jöfnunarmark liðsins gegn Fram á elleftu stundu. KA-menn lentu 2-0 undir en skoruðu tvö mörk í uppbótartíma.

Umfjöllun og viðtal: Stjarnan-Keflavík 0-2 | Keflvíkingar sterkari í Garðabænum

Keflavík vann flottan 0-2 sigur á Stjörnunni í tuttugustu umferð Bestu deildarinnar í kvöld í leik sem bæði liðin þurftu að vinna. Sigurinn setur mikla pressu á Stjörnuna og KR sem sitja enn sem komið er í efri hluta deildarinnar. Frans Elvarsson og Joey Gibbs skoruðu mörkin fyrir gestina sem voru einfaldlega sterkari aðilinn í kvöld. 

Umfjöllun og viðtöl: ÍA-KR 4-4 | Markaveisla á Skaganum

Erkifjendurnir ÍA og KR skildu jöfn 4-4 á Akranesvelli í dag. Gestirnir komust í 0-3 stöðu áður en hálftími var liðinn. Heimamenn minnkuðu forystuna niður í eitt mark fyrir hálfleik og jöfnuðu svo í upphafi síðari hálfleiks. Bæði lið áttu eftir að bæta við sitthvoru markinu í hreint mögnuðum leik.

„Ömurleg byrjun sem varð okkur að falli“

Hinn tvítugi sóknarmaður ÍA, Eyþór Wöhler skoraði 2 mörk í annað sinn á móti KR á þessu tímabili. Báðir leikir liðanna hafa verið hádramatískir og alls fjórtán mörk skoruð í þeim.

Umfjöllun og viðtal: Víkingur R.-ÍBV 2-2 | Hall­dór Smári bjargaði stigi fyrir meistarana

Íslandsmeistarar Víkings misstigu sig í toppbaráttu Bestu deildar karla í fótbolta er þeir fengu ÍBV í heimsókn í dag. Halldór Smári Sigurðsson jafnaði metin í blálokin eftir að ÍBV hafði komist 2-0 yfir snemma leiks. Eyjamenn misstu hins vegar markmann sinn af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik og náðu Víkingar að nýta sér það, þó ekki nægilega vel til að tryggja sér þrjú stig. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Sjá næstu 50 fréttir