Körfubolti

Tvíframlengt hjá Þjóðverjum og Slóvenar lágu fyrir Bosníu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Frá Köln í dag.
Frá Köln í dag. vísir/Getty

Riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta hélt áfram í dag þar sem mikið var um jafna og spennandi leiki.

Hvergi var spennan þó jafn mikil og í viðureign Þýskalands og Litháen sem fram fór í Köln í Þýskalandi en í tvígang þurfti að framlengja leikinn til að fá skorið úr um sigurvegara.

Heimamenn höfðu að lokum tveggja stiga sigur, 109-107, og tylltu sér þar með á topp B-riðils. 

Reyndar var annar leikur tvíframlengdur en það var í Georgíu þar sem heimamenn höfðu að lokum betur gegn Tyrkjum, 88-83.

Óvæntustu úrslitin í dag voru klárlega í leik Slóvena og Bosníu og Hersegóvínu þar sem síðarnefnda liðið hafði betur, 97-93.

Öll úrslit dagsins má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×