Íslenski boltinn

„Ömurleg byrjun sem varð okkur að falli“

Jón Már Ferro skrifar
Eyþór Aron Wöhler.
Eyþór Aron Wöhler. Vísir/Diego

Hinn tvítugi sóknarmaður ÍA, Eyþór Wöhler skoraði 2 mörk í annað sinn á móti KR á þessu tímabili. Báðir leikir liðanna hafa verið hádramatískir og alls fjórtán mörk skoruð í þeim.

Eyþór var brattur eftir leikinn.

„Ég segi bara ´can we play them every week´, nei nei það er bara alltaf gaman að spila á móti KR. Spila á móti stórveldinu og það er létt að mótivera sig fyrir svona leiki en ég vildi bara þrjú stigin.“

Þrátt fyrir að vera vel gíraðir fyrir leikinn þá lentu heimamenn 0-3 undir eftir minna en 30 mínútna leik.

„Nei það er rétt hjá þér þetta var alveg kúkabyrjun þarna fyrstu 35 mínúturnar þangað til hann gerir þessar fjórar skiptingar, þá breytist eitthvað. Þá allavega fórum við að vera baráttusamir og sýna okkar rétta andlit. Þessi gjörsamlega ömurlega byrjun hjá okkur er það sem verður okkur að falli í dag.“

Aðspurður segist hinn efnilegi sóknarmaður ekkert vera farinn að spá í að spila erlendis.

„Það kemur bara að því þegar það kemur að því, ég er náttúrulega bara að einbeita mér að því að spila hérna á Skaganum þannig, ekkert að segja núna,“ sagði Eyþór að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×