Formúla 1

Öruggur sigur heimsmeistarans á heimavelli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Forystusauðurinn Max Verstappen.
Forystusauðurinn Max Verstappen. vísir/Getty

Max Verstappen varð ekki á nein mistök í hollenska kappakstrinum í Formúla 1 í dag.

Verstappen, sem er ríkjandi heimsmeistari var á ráspól og framan af virtist hann ætla að eiga nokkuð áreynslulausan dag í fyrsta sætinu.

Hins vegar hægðist töluvert á kappakstrinum þegar líða tók á sem setti pressu á Verstappen en fór að lokum svo að hann vann keppnina nokkuð örugglega.

George Russell á Mercedes kom annar í mark en Charles Leclerc á Ferrari þriðji. Hinn sigursæli Lewis Hamilton á Mercedes var svo fjórði.

Verstappen hefur yfirburðastöðu í keppni ökuþóra; er með 310 stig á meðan Charles Leclerc og Sergio Perez koma næstir með 201 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×