Fleiri fréttir

Tryggðu sig inn í milliriðil með risasigri

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum átján ára og yngri tryggði sér sæti í milliriðli á HM í Norður-Makedóníu með risasigri á Alsír í dag, 18-42.

Stóra Laxá að ná 400 löxum

Veiðin í Stóru Laxá hefur verið framar öllum vonum í sumar en áin hefur verið að gefa fína veiði frá fyrsta degi.

Segjast hafa fundið út hvað sé í vatninu á Íslandi

Oft hefur fólk í CrossFit heiminum velt því fyrir sér hvað sé eiginlega í vatninu á Íslandi því hvernig gæti svona lítil þjóð annars skilað frá sér öllu þessu frábæra heimsklassa fólki inn í CrossFit íþróttina. Nú segist fólkið á Morning Chalk Up hafa fundið svarið.

Þýska blaðið Bild: Nýtt Wembley svindl

1966 vann karlalandslið Englands Þýskalands í úrslitaleik HM á Wembley. 2022 vann kvennalandslið Englands Þýskaland í úrslitaleik EM á Wembley. Þjóðverjum þykir á sér brotið í báðum þessum leikjum.

Leik lokið: Breiðablik-ÍA 3-1 | Blikar komu til baka gegn Skagamönnum

Breiðablik bar sigurorð af ÍA með þremur mörkum gegn einu þegar liðin áttust við í 15. umferðar í Bestu deild karla í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. Skagamenn komust yfir í leiknum en þrjú mörk Blika á níu mínútna kafla tryggðu heimamönnum sigur og níu stiga forystu á toppi deildarinnar.

Luke Donald verður fyrirliði Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum

Enski kylfingurinn Luke Donald hefur verið útnefndur fyrirliði Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum í golfi eftir að Svíinn Henrik Stenson missti stöðuna í kjölfar þess að hafa gengið til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina.

Átján ára heimastrákur vann Einvígið á Nesinu

Bjarni Þór Lúðvíksson hélt upp á átján ára afmælið sitt fyrir nokkrum dögum og fylgdi því eftir með því að vinna Einvígið á Nesinu í dag en þetta góðgerðamót fer alltaf fram á Frídegi Verslunarmanna.

Daníel lék allan leikinn í tapi

Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Slask Wroclaw er liðið mátti þola 3-1 tap gegn Korona Kielce í pólska fótboltanum í kvöld.

Atromitos staðfestir komu Viðars

Gríska úrvalsdeildarfélagið Atromitos FC staðfesti fyrr í dag komu framherjans Viðars Arnar Kjartanssonar til félagsins, en Selfyssingurinn hafði verið án félags í tæpan mánuð frá því að hann yfirgaf Vålerenga í Noregi.

Ronaldo gagnrýndur eftir endurkomuna

Cristiano Ronaldo sneri aftur í lið Manchester United í gær þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við spænska liðið Rayo Vallecano á Old Trafford í Manchester. Óvenjuleg hegðun hans hefur vakið athygli.

Fær aðeins sex leikja bann fyrir ítrekuð meint kynferðisbrot

Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns í bandarísku NFL-deildinni í amerískum fótbolta, hefur verið dæmdur í sex leikja bann af deildinni. Watson hefur verið sakaður að brjóta á gott sem heilli starfstétt kvenna í Houston í Texas.

Mjálmuðu hástöfum á dýraníðinginn Zouma

Kurt Zouma, leikmaður West Ham United á Englandi, fékk óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Lens þegar liðin áttust við í æfingaleik í fyrradag. Sá franski var nýverið dæmdur fyrir dýraníð fyrir að sparka í köttinn sinn.

Kvennaleikir þrír mest sóttu fótboltaviðburðir ársins

Áhorfendamet var slegið þegar England vann Þýskaland fyrir framan rúmlega 87 þúsund manns í úrslitum Evrópumóts kvenna á Wembley í Lundúnum í gær. Þrír mest sóttu fótboltaleikir ársins eru allir í kvennaboltanum.

Neymar afhenti liðsfélögunum gullmedalíur

Brasilíumaðurinn Neymar var í nýju hlutverki þegar lið hans Paris Saint-Germain varð meistari meistaranna í Frakklandi eftir 4-0 sigur á Nantes í gærkvöld.

Viðar Örn sagður á leið til Grikklands

Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson er sagður á leið til Atromitos í grísku úrvalsdeildinni. Hann hefur verið án félags í tæpan mánuð frá því að hann yfirgaf Vålerenga í Noregi.

Fyrrum heimsmeistarinn tekur sæti Vettels

Fyrrum heimsmeistarinn Fernando Alonso á nóg eftir í Formúlu 1 þrátt fyrir að vera 41 árs gamall. Hann hefur gert langtímasamning við Aston Martin um að keyra fyrir framleiðandann frá og með næsta tímabili í Formúlu 1.

Markalaust hjá Arnóri og félögum

Arnór Ingvi Traustason spilaði síðustu sjö mínútur leiksins er lið hans, New England Revolution, gerði markalaust jafntefli við Toronto í MLS-deildinni í fótbolta í Boston í nótt.

Simeone yngri á leið til Dortmund

Borussia Dortmund er að reyna að ganga frá kaupum á argentíska framherjanum Giovanni Simeone frá Hellas Verona á Ítalíu.

Sjá næstu 50 fréttir