Fær aðeins sex leikja bann fyrir ítrekuð meint kynferðisbrot Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 14:01 Deshaun Watson á æfingu hjá Cleveland Browns. Nick Cammett/Getty Images Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns í bandarísku NFL-deildinni í amerískum fótbolta, hefur verið dæmdur í sex leikja bann af deildinni. Watson hefur verið sakaður að brjóta á gott sem heilli starfstétt kvenna í Houston í Texas. Mál Watsons hafa verið í umræðunni síðustu vikur en yfir 30 konur hafa sakað hann um kynferðislegt misferli, en allar eru þær nuddkonur. Samkvæmt grein New York Times um málið í júní á Watson að hafa reynt að sannfæra konurnar um að stunda með sér kynlíf og jafnvel þvingað þær til þess. Houston Texans, fyrrum félag hans, er þá sagt hafa aðstoðað Watson við gerð þagnarskyldusamninga. Í síðasta mánuði greiddi Texans 30 konum bætur fyrir hegðun hans og þá hefur Watson sjálfur greitt 23 af 24 konum sem hafa lögsótt hann sáttagreiðslur, með því skilyrði að kæra þeirra sé látin niður falla. NFL fékk fyrrum alríkisdómarann Sue Robinson til að dæma í máli deildarinnar gegn Watson en hann var í dag dæmdur í sex leikja bann fyrir hegðun sína. Þá slapp hann við sekt frá deildinni. Watson var ekki kærður af lögreglu fyrir hegðun sína en hann hefur sjálfur neitað því að hafa gert eitthvað gegn vilja kvennana. Watson spilaði ekkert á síðustu leiktíð á meðan málið var til rannsóknar, en var þó áfram á launum hjá Texans-liðinu. Í sumar var honum skipt frá Houston Texans til Cleveland Browns hvar hann skrifaði undir fimm ára samning að verðmæti 230 milljóna dollara, sem jafngildir tæplega 31 og hálfum milljarði íslenskra króna. NFL-tímabilið hefst í byrjun september og mun Watson því missa af fyrstu sex leikjum Browns á tímabilinu vegna málsins. NFL Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Sjá meira
Mál Watsons hafa verið í umræðunni síðustu vikur en yfir 30 konur hafa sakað hann um kynferðislegt misferli, en allar eru þær nuddkonur. Samkvæmt grein New York Times um málið í júní á Watson að hafa reynt að sannfæra konurnar um að stunda með sér kynlíf og jafnvel þvingað þær til þess. Houston Texans, fyrrum félag hans, er þá sagt hafa aðstoðað Watson við gerð þagnarskyldusamninga. Í síðasta mánuði greiddi Texans 30 konum bætur fyrir hegðun hans og þá hefur Watson sjálfur greitt 23 af 24 konum sem hafa lögsótt hann sáttagreiðslur, með því skilyrði að kæra þeirra sé látin niður falla. NFL fékk fyrrum alríkisdómarann Sue Robinson til að dæma í máli deildarinnar gegn Watson en hann var í dag dæmdur í sex leikja bann fyrir hegðun sína. Þá slapp hann við sekt frá deildinni. Watson var ekki kærður af lögreglu fyrir hegðun sína en hann hefur sjálfur neitað því að hafa gert eitthvað gegn vilja kvennana. Watson spilaði ekkert á síðustu leiktíð á meðan málið var til rannsóknar, en var þó áfram á launum hjá Texans-liðinu. Í sumar var honum skipt frá Houston Texans til Cleveland Browns hvar hann skrifaði undir fimm ára samning að verðmæti 230 milljóna dollara, sem jafngildir tæplega 31 og hálfum milljarði íslenskra króna. NFL-tímabilið hefst í byrjun september og mun Watson því missa af fyrstu sex leikjum Browns á tímabilinu vegna málsins.
NFL Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Sjá meira