Fleiri fréttir

Full­komnar upp­­­risuna í Leik­húsi draumanna

Christian Eriksen hefur samþykkt þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. Hann á eftir að setja blek á blað og gangast undir læknisskoðun áður en félagið getur tilkynnt Eriksen sem nýjasta liðsmann Rauðu djöflanna. 

Gera ráð fyrir átta til tíu þúsund móts­gestum

Von er á þúsundum gesta á Landsmót hestamanna sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu. „Stemningin er frábær nú þegar,“ segir Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri LM2022 en mótið stendur yfir alla vikuna.

Man Utd segir Ron­aldo ekki til sölu

Cristiano Ronaldo, hinn 37 ára gamli framherji Manchester United, er ekki til sölu ef marka má nýjustu fréttir frá Englandi. Ronaldo hafði óskað eftir sölu frá félaginu vegna metnaðarleysis á félagaskiptamarkaðnum. Þá komst Man United ekki í Meistaradeild Evrópu.

Cecilía Rán skrifar undir hjá Bayern til 2026

Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá þýska stórliðinu Bayern München. Hún var á láni hjá félaginu á síðari hluta síðasta tímabils en er nú samningsbundin til ársins 2026.

Þessar gætu sprungið út á EM í Englandi

Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem hefst þann 6. júlí í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir efnilegustu og mest spennandi leikmennina sem mæta til leiks á EM í Englandi. Aðeins er um að ræða leikmenn annarra þjóða en Íslands.

Dag­skráin í dag: Besta deild karla og golf

Það eru þrír leikir á dagskrá Bestu deildar karla í fótbolta á rásum Stöðvar 2 Sport í dag sem og Stúkan að þeim loknum. Þá sýnum við frá JP McManus Pro-AM mótinu.

Aftur fær Sout­hampton leik­mann frá Man City

Enska úrvalsdeildarfélagið Southampton hefur fest kaup á hinum 18 ára gamla Roméo Lavia. Er hann annar leikmaðurinn sem Southampton kaupir frá Manchester City í þessum félagaskiptaglugga.

Al­marr: Þeir áttu þetta skilið

Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, var að vonum ósáttur eftir tap liðsins gegn Keflavík í Bestu deild karla í kvöld en lokatölur leiksins voru 3-1.

Tvö rauð er Viking og Rosen­borg skildu jöfn

Íslendingalið Viking gerði 1-1 jafntefli við Rosenborg í síðasta leik dagsins í norsku úrvalsdeildinni. Allt ætlaði upp úr að sjóða í lok leiks er tvö rauð spjöld fóru á loft.

Thelma Norður­landa­meistari á slá

Norðurlandamóti í áhaldafimleikum lauk í dag. Thelma Aðalsteinsdóttir kom, sá og sigraði. Hún framkvæmdi frábæra sláarseríu sem tryggði henni Norðurlandameistaratitilinn á slá.

Rússneskur landsliðsmarkvörður í íshokkí handtekinn

Ivan Fedotov, sem varði mark íshokkí liðs rússnesku ólympíunefndarinnar á ÓL í Peking, hefur verið handtekinn vegna þess að hann vildi ekki sinna herskyldu. Fedotov spilar í heimalandinu en er með samning við Philadelphia Flyers í NHL deildinni í Bandaríkjunum.

Aron hafði betur gegn Ara Frey

Aron Bjarnason og félagar í Sirius unnu 1-0 útisigur á Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði rúmlega stundarfjórðung í 1-1 jafntefli Häcken og Elfsborg.

Ríkasti skákmaður heims er ekki sá besti

Átta sterkustu skákmenn heims, að undanskildum heimsmeistarunum, Magnus Carlsen, bítast nú um réttinn til að skora heimsmeistarann á hólm, í áskorendamóti sem haldið er í Madrid. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu bendir allt til þess að Rússinn Ian Nepómníatsjí fari með sigur af hólmi, en engu að síður en það Bandaríkjamaðurinn Nakamura, sem athygli flestra beinist að.

Rashford segist tilbúinn í ferskt start undir Ten Hag

Marcus Rashford hefur átt í erfiðleikum innan vallar undanfarin misseri og var síðasta tímabil ekki gott hjá kappanum. Með nýjum stjóra kemur ferskur blær og er Rashford tilbúinn að bæta sinn leik á næsta tímabili.

Jónatan Ingi skoraði og Valdimar lagði upp í tapi Sogndal

Sogndal fór í heimsókn til KFUM í næstefstu deild norska fótboltans í dag og tapaði. Okkar menn í liði Sogndal, Jónatan Ingi Jónsson, Hörður Ingi Gunnarsson og Valdimar Ingimundarson, stóðu sig vel en komu ekki í veg fyrir tap.

Goðsögn snýr aftur til Barcelona

Rafael Marquez, sem af mörgum er talinn einn af betri knattspyrnumönnum Mexíkó fyrr og síðar, er á leiðinni aftur til Barcelona. Þar var hann mjög sigursæll sem leikmaður en nú er komið að því að máta þjálfaraskó hjá Katalóníu félaginu.

Fimm laus pláss í næstu umferð forkeppni HM í körfubolta

Eins og frægt er orðið þá eru Íslendingar komnir í næstu umferð forkeppni HM og gerði sigurinn á móti Hollandi að verkum að þeir fara með haug af stigum með sér á næsta stig. Ein umferð er eftir í undankeppninni og ræðst það í dag hvernig forkeppnin lítur út.

Jón Dagur á leið til Belgíu

Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, er laus allra mála frá AGF í Danmörku. Greint var frá því í gær að hann hafi farið út til Belgíu og fari að draga til tíðinda innan skamms.

Ísland á verðlaunapalli í liðakeppni á NM í áhaldafimleikum

Íslenska kvennalandsliðið í áhaldafimleikum gerði sér lítið fyrir og vann til brons verðalauna á Norðurlandamótinu í áhaldafimleikum sem fram fer um helgina í Kópavogi. Íslenska karlaliðið rétt missti af verðlaunasæti og varð í því fjórða.

Tottenham staðfestir komu Grétars Rafns

Grétar Rafn Steinsson er tekinn við starfi frammistöðustjóra hjá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham Hotspur. Enska liðið tilkynnti þetta á vefsíðu sinni í gær.

Réttarhöldum yfir Griner frestað um nokkra daga

Bandaríska körfuknattleikskonan Brittney Griner var leidd fyrir dómstóla í Rússlandi á föstudaginn síðasta en Griner var handtekin í febrúar síðastliðnum. Griner var handtekin og ákærð fyrir að hafa í fórum sínum kannabis olíu á leið inn í Rússland.

Verstappen gefur lítið fyrir baulið á Silverstone

Max Verstappen verður á öðrum ráspól í Breska kappakstrinum sem fram fer í dag. Í viðtali eftir tímatökuna í gær var mikið baulað á kappann af áhorfendum en hann og Lewis Hamilton, uppáhald heimamanna, tókust harkalega á um heimsmeistaratitil ökuþóra í fyrra.

Modric: Héldum að Mbappe myndi koma til Real Madrid

Luka Modric hélt að hann myndi fá rosalegan liðstyrk í sumar en eins og frægt er orðið þá voru líkur á því að Kylian Mbappe myndi ganga til liðs við Real Madrid þegar samningur hans við Paris St. Germain rann út. Mbappe hætti við að söðla um og samdi aftur við PSG til ársins 2025. 

Amanda og Cecilía á lista Goal yfir stjörnur framtíðarinnar

Landsliðskonurnar Amanda Andradóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru báðar á lista vefmiðilsins Goal yfir stjörnur framtíðarinnar, en miðillinn tók saman lista yfir stjörnur framtíðarinnar sem vert er að fylgjast með á EM í sumar.

Nýliðarnir fá markvörð United

Dean Henderson, varamarkvörður Manchester United, hefur skrifað undir eins árs lánssamning við nýliða Nottingham Forest.

Dagskráin í dag: Besta-deildin og golf

Fjórar beinar útsendingar eru á dagskrá á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Þrjár af þeim eru úr heimi golfsins og þá er einn leikur á dagskrá í Bestu-deild karla í fótbolta.

Sjá næstu 50 fréttir