Sport

Dagskráin í dag: Besta-deildin og golf

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Keflvíkingar taka á móti Fram í Bestu-deild karla í fótbolta í dag.
Keflvíkingar taka á móti Fram í Bestu-deild karla í fótbolta í dag. Vísir/Hulda Margrét

Fjórar beinar útsendingar eru á dagskrá á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Þrjár af þeim eru úr heimi golfsins og þá er einn leikur á dagskrá í Bestu-deild karla í fótbolta.

Við hefjum leik úti á golfvelli klukkan 10:30 þar sem Amundi German Masters á LET-mótaröðinni fer fram á Stöð 2 Sport 4.

Klukkan 12:00 er svo komið að Irish Open á DP World Tour á Stöð 2 Golf áður en John Deere Classic á PGA-mótaröðinni tekur við á sömu rás klukkan 17:00.

Að lokum er svo komið að viðureign Keflavíkur og Fram í Bestu-deild karla í fótbolta klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.