Geislabaugurinn bjargaði lífi formúlukappans í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2022 09:31 Hér má eldglæringarnar þegar Alfa Romeo bíll Zhou Guanyu rennur öfugur út úr brautinni. Getty/Peter J Fox Stærsta frétt Silverstone kappaksturs formúlunnar í gær var kannski ekki hver vann keppnina heldur frekar lukkulegi endirinn fyrir 23 ára ökumann Alfa Romeo liðsins eftir rosalega flugferð hans út úr brautinni. Kínverski ökumaðurinn Zhou Guanyu er í heilu lagi og var hleypt fljótlega af sjúkrahúsinu þrátt fyrir að renna tugi metra á haus, enda á því að fljúga yfir öryggisgarð og lenda á grindverkinu langt fyrir utan brautina. Þeir sem sáu atvikið höfðu skiljanlega miklar áhyggjur af afdrifum Zhou en hann sagði síðan frá því á samfélagsmiðlum að það væri í lagi með sig og því þakkaði hann einu nýjasta öryggisatriði formúlu bílanna. Hér fyrir neðan má sjá þennan svakalega árekstur. Klippa: Árekstur Zhou Guanyu í F1 „Ég er í lagi og útskrifaður. Geislabaugurinn bjargaði lífi mínu. Takk allir fyrir allar vingjarnlegu kveðjurnar,“ skrifaði Zhou Guanyu og er hann þar að tala um hringinn sem er fyrir ofan höfuð ökumannsins og hefur verið skylda frá árinu 2018. Þetta var enn eitt dæmið um það að þetta mikilvæga öryggisatriði hafi bjargað ökumanni en annað gott dæmi er þegar Max Verstappen og Lewis Hamilton lentu í árekstri á Ítalíu í fyrra og hjólið á bíl Max lenti ofan á geislabauginum fyrir ofan höfuð Hamilton. Það hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum ef Hamilton hefði ekki verið með geislabauginn fyrir ofan sig. I m ok, all clear. Halo saved me today. Thanks everyone for your kind messages! pic.twitter.com/OylxoJC4M0— | Zhou Guanyu (@ZhouGuanyu24) July 3, 2022 Carlos Sainz vann breska kappaksturinn í gær en hann ræddi atvikið með Guanyu eftir keppnina. „Það er klikkun að hann hafi komið ómeiddur út úr þessu. Það er hreinlega ótrúlegt að það sé hægt. Það sýnir bara að þó að við gagnrýnum stundum FIA þá verðum við að gefa þeim það að þeir hafa hjálpað okkur mikið,“ sagði Carlos Sainz en hann var á því eins og fleiri að þarna hafi þetta öryggisatriði bjargað lífi Zhou Guanyu. Akstursíþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Kínverski ökumaðurinn Zhou Guanyu er í heilu lagi og var hleypt fljótlega af sjúkrahúsinu þrátt fyrir að renna tugi metra á haus, enda á því að fljúga yfir öryggisgarð og lenda á grindverkinu langt fyrir utan brautina. Þeir sem sáu atvikið höfðu skiljanlega miklar áhyggjur af afdrifum Zhou en hann sagði síðan frá því á samfélagsmiðlum að það væri í lagi með sig og því þakkaði hann einu nýjasta öryggisatriði formúlu bílanna. Hér fyrir neðan má sjá þennan svakalega árekstur. Klippa: Árekstur Zhou Guanyu í F1 „Ég er í lagi og útskrifaður. Geislabaugurinn bjargaði lífi mínu. Takk allir fyrir allar vingjarnlegu kveðjurnar,“ skrifaði Zhou Guanyu og er hann þar að tala um hringinn sem er fyrir ofan höfuð ökumannsins og hefur verið skylda frá árinu 2018. Þetta var enn eitt dæmið um það að þetta mikilvæga öryggisatriði hafi bjargað ökumanni en annað gott dæmi er þegar Max Verstappen og Lewis Hamilton lentu í árekstri á Ítalíu í fyrra og hjólið á bíl Max lenti ofan á geislabauginum fyrir ofan höfuð Hamilton. Það hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum ef Hamilton hefði ekki verið með geislabauginn fyrir ofan sig. I m ok, all clear. Halo saved me today. Thanks everyone for your kind messages! pic.twitter.com/OylxoJC4M0— | Zhou Guanyu (@ZhouGuanyu24) July 3, 2022 Carlos Sainz vann breska kappaksturinn í gær en hann ræddi atvikið með Guanyu eftir keppnina. „Það er klikkun að hann hafi komið ómeiddur út úr þessu. Það er hreinlega ótrúlegt að það sé hægt. Það sýnir bara að þó að við gagnrýnum stundum FIA þá verðum við að gefa þeim það að þeir hafa hjálpað okkur mikið,“ sagði Carlos Sainz en hann var á því eins og fleiri að þarna hafi þetta öryggisatriði bjargað lífi Zhou Guanyu.
Akstursíþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira