Fleiri fréttir

„Að vera þjálfari eru bullandi áhyggjur út í eitt“

„Mér líður þokkalega, ég skal viðurkenna það,” sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals í viðtali við Stefán Árna Pálsson og félaga eftir að Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.

Martin og félagar jöfnuðu metin

Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia unnu góðan sjö stiga sigur er liðið heimsótti Baskonia í öðrum leik liðanna í fjórðungsúrslitum spænsku ACB-deildarinnar í körfubolta í kvöld, 81-89.

„Að vera með þessum helvítis kóngum í liði“

Mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígis Olís-deildar karla, Stiven Tobar Valencia, var að vonum í skýjunum eftir að Valsmenn urðu Íslandsmeistarar eftir sigur á Eyjamönnum, 30-31, í Vestmannaeyjum í dag.

Valgeir og félagar á toppnum eftir ótrúlegan sigur í Íslendingaslag

Valgeir Lunddal Friðriksson og félagar hans í Häcken eru á toppnum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 4-3 sigur gegn Aroni Bjarnasyni og félögum hans í Sirius. Heimamenn í Häcken léku manni færri stóran hluta síðari hálfleiks, en náðu að kreista fram sigur.

Sjö ís­lensk mörk er Mag­deburg flaug í úr­slit

Magdeburg er komið í úrslit Evrópudeildarinnar í handbolta eftir fimm marka sigur á Nexe Našice frá Króatíu, lokatölur 34-29 Íslendingaliðinu í vil. Alls litu sjö íslensk mörk dagsins ljós í dag.

Willum Þór á skotskónum og BATE enn ó­sigrað

Frábært gengi BATE Borisov í hvít-rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta heldur áfram. Willum Þór Willumsson var á skotskónum er liðið vann þægilegan 3-0 sigur á botnliði Dynamo Brest.

Stefnir í að Man Utd mæti með nýja miðju til leiks á næstu leik­tíð

Það virðist sem nýráðinn þjálfari Manchester United hafi ekki mikla trú á núverandi miðju liðsins ef marka má þá leikmenn sem liðið er orðað við þessa dagana. Talið er að Erik ten Hag sé á höttunum á eftir hvorki meira né minna en þremur miðjumönnum um þessar mundir.

Stór­feng­legur Butler tryggði Miami odda­leik

Jimmy Butler steig heldur betur upp í nótt er Miami Heat tryggði sér oddaleik gegn Boston Celtics í úrslitaleik Austurdeildarinnar í NBA. Lokatölur 111-103 Miami í vil þar sem Butler skoraði 47 stig í leiknum.

Dagskráin í dag: Valsmenn geta orðið Íslandsmeistarar

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á tíu beinar útsendingar á þessum annars ágæta laugardegi, en þar ber hæst að nefna fjórða leik Vals og ÍBV í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla.

HK og Selfoss með sigra og Kórdrengir björguðu stigi

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. HK vann 2-0 sigur gegn Aftureldingu, Selfyssingar eru enn taplausir eftir 4-0 sigur gegn Þrótti Vogum og Kórdrengir björguðu stigi er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Fjölni.

Kristján skoraði þrjú í óvæntu tapi

Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC Aix töpuðu óvænt er liðið heimsótti Cesson Rennes-Metropole í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 28-25.

Hamilton harðneitar að fjarlægja glingrið

Ökuþórinn Lewis Hamilton á í miklu stappi við forráðamenn Formúlu 1 vegna nýtilkomins banns við andlits- og eyrnalokkum á meðan keppni stendur. Hann hyggst standa fastur á sínu og halda í neflokkinn.

Þórsarar fá besta unga leikmann fyrstu deildarinnar

Daníel Ágúst Halldórsson, besti ungi leikmaður 1. deildar karla í körfubolta á síðasta tímabili, er genginn í raðir Þórs í Þorlákshöfn frá Fjölni. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Þórsara.

Metin sem gætu fallið á morgun

Það ræðst annað kvöld hvort Liverpool eða Real Madrid landar Evrópumeistaratitlinum í fótbolta karla. Met gætu fallið á Stade de France leikvanginum í París þar sem úrslitaleikurinn fer fram.

Fékk kvíðakast í miðjum leik og tapaði óvænt

Rúmenska tenniskonan Simona Halep fékk kvíðakast í miðjum leik er hún tapaði í annarri umferð Opna franska meistaramótsins í París í gær. Halep hefur unnið tvo risatitla á ferli sínum en átti í miklum vandræðum gegn hinni kínversku Zheng Qinwen.

„Er búinn að vera á leiðinni heim í 36 ár“

Vésteinn Hafsteinsson er staddur í heimabænum, Selfossi, með þrjá af fremstu kringlukösturum heims. Hann hélt fyrirlestur í gær og um helgina keppa strákarnir hans á afmælismóti Frjálsíþróttasambands Íslands.

Sjá næstu 50 fréttir