Fleiri fréttir

„Að vera þjálfari eru bullandi áhyggjur út í eitt“
„Mér líður þokkalega, ég skal viðurkenna það,” sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals í viðtali við Stefán Árna Pálsson og félaga eftir að Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.

Annað Íslendingalið fallið úr þýsku B-deildinni
Anton Rúnarsson og félagar hans í Emsdetten eru fallnir úr þýsku B-deildinni í handbolta eftir svekkjandi eins marks tap gegn Hamm-Westfalen í kvöld, 30-31.

Martin og félagar jöfnuðu metin
Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia unnu góðan sjö stiga sigur er liðið heimsótti Baskonia í öðrum leik liðanna í fjórðungsúrslitum spænsku ACB-deildarinnar í körfubolta í kvöld, 81-89.

Meyr eftir kveðjuleikinn: „Brotnaði lúmskt niður“
Einar Þorsteinn Ólafsson lék sinn síðasta leik fyrir Val þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á ÍBV, 30-31, í Eyjum. Einar er á förum til Fredericia í Danmörku.

„Að vera með þessum helvítis kóngum í liði“
Mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígis Olís-deildar karla, Stiven Tobar Valencia, var að vonum í skýjunum eftir að Valsmenn urðu Íslandsmeistarar eftir sigur á Eyjamönnum, 30-31, í Vestmannaeyjum í dag.

Ari hafði betur í fimm marka Íslendingaslag
Ari Leifsson og félagar hans í Strømsgodset unnu góðan 3-2 sigur er liðið tók á móti Íslendingaliði Viking í norska fótboltanum í dag.

Valgeir og félagar á toppnum eftir ótrúlegan sigur í Íslendingaslag
Valgeir Lunddal Friðriksson og félagar hans í Häcken eru á toppnum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 4-3 sigur gegn Aroni Bjarnasyni og félögum hans í Sirius. Heimamenn í Häcken léku manni færri stóran hluta síðari hálfleiks, en náðu að kreista fram sigur.

Sveindís sat á bekknum er Wolfburg varð bikarmeistari
Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg eru þýskir bikarmeistarar í fótbolta eftir öruggan 4-0 sigur gegnpotsdam í úrslitaleiknum í dag.

KR og Þór/KA með stórsigra | Stjarnan marði FH
Þremur leikjum af fimm í Mjólkurbikar kvenna í fótbolta er nú lokið. KR vann 6-0 stórsigur á Akranesi, Þór/KA vann 6-0 sigur á Haukum og Stjarnan vann nauman 1-0 útisigur á FH.

Jafnt hjá Ingibjörgu og Selmu Sól
Íslendingalið Vålerenga og Rosenborg gerðu 1-1 jafntefli í norsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í kvöld.

Sjö íslensk mörk er Magdeburg flaug í úrslit
Magdeburg er komið í úrslit Evrópudeildarinnar í handbolta eftir fimm marka sigur á Nexe Našice frá Króatíu, lokatölur 34-29 Íslendingaliðinu í vil. Alls litu sjö íslensk mörk dagsins ljós í dag.

Willum Þór á skotskónum og BATE enn ósigrað
Frábært gengi BATE Borisov í hvít-rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta heldur áfram. Willum Þór Willumsson var á skotskónum er liðið vann þægilegan 3-0 sigur á botnliði Dynamo Brest.

„Þá hefði ég sagt að þetta væri mesti fáviti sem ég hef kynnst“
Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var á sínum tími samherji goðsagnarinnar Thierry Henry hjá New York Red Bulls. Aðspurður á þeim tíma hefði Guðlaugur Victor sagt að Henry væri algjör fáviti. Skoðun hans hefur þó breyst með árunum.

Roman þakkar fyrir sig: „Heiður að vera hluti af þessu félagi“
„Það eru næstum þrír mánuðir síðan ég tilkynnti áform mín um að selja Chelsea,“ segir í upphafi tilkynningar Roman Abramovich á vefsíðu Chelsea. Auðjöfurinn er að kveðja þar sem loks er búið að finna nýja eigendur.

Óskar Hrafn orðaður við þjálfarastöðu AGF
Óskar Hrafn Þorvaldsson er meðal þeirra sem er orðaður við þjálfarastöðu Íslendingaliðs AGF í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Hófu magnaða endurkomu eftir að Gunnhildur Yrsa fór af velli
Orlando Pride, lið landsliðskonunnar Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, skoraði tvívegis þegar langt var komið fram yfir venjulegan leiktíma og bjargaði þar með stigi á heimavelli gegn Washington Spirit, lokatölur 2-2.

Fæddist í flóttamannabúðum en leikur nú til úrslita í Meistaradeild Evrópu
Eduardo Camavinga mun að öllum líkindum koma við sögu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þegar Real Madríd mætir Liverpool. Það er með hreinum ólíkindum ef horft er til þess að hann fæddist í flóttamannabúðum í Angóla síðla árs 2002.

Nýr þjálfari Lakers ekki verið aðalþjálfari áður | LeBron er spenntur
Darvin Ham er nýr þjálfari NBA-liðsins Los Angeles Lakers. Hann er fyrrum NBA-leikmaður sem hefur verið aðstoðarþjálfari í deildinni í rúmlega áratug, þar á meðal hjá Lakers frá 2011 til 2013. Þetta er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari.

Stefnir í að Man Utd mæti með nýja miðju til leiks á næstu leiktíð
Það virðist sem nýráðinn þjálfari Manchester United hafi ekki mikla trú á núverandi miðju liðsins ef marka má þá leikmenn sem liðið er orðað við þessa dagana. Talið er að Erik ten Hag sé á höttunum á eftir hvorki meira né minna en þremur miðjumönnum um þessar mundir.

Stórfenglegur Butler tryggði Miami oddaleik
Jimmy Butler steig heldur betur upp í nótt er Miami Heat tryggði sér oddaleik gegn Boston Celtics í úrslitaleik Austurdeildarinnar í NBA. Lokatölur 111-103 Miami í vil þar sem Butler skoraði 47 stig í leiknum.

Matthildur og Alexandra Rán með heimsmeistaratitla í Kasakstan
Kraftlyftingastúlkurnar Alexandrea Rán Guðnýjardóttir og Matthildur Óskarsdóttir gerðu góða ferð til Almaty í Kasakstan á HM unglinga í bekkpressu.

Klopp hefur áhyggjur af grasinu: „Vona að enginn skrifi um að Klopp sé að væla yfir vellinum“
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, virðist hafa áhyggjur af ástandinu á grasinu á Stade de France þar sem úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í kvöld þegar Liverpool mætir Real Madrid. Hann gerir sér þó grein fyrir því að það hafi áhrif á bæði lið og vonar að fólk haldi ekki að hann sé að væla yfir vellinum.

Stoltur af því að hafa veitt öðrum fótboltamanni innblástur til að koma út úr skápnum
Josh Cavallo, leikmaður Adelaide United í áströlsku úrvalsdeildinni í fótbolta, segist vera virkilega stoltur af því að hann hafi veitt öðrum knattspyrnumanni innblástur og hugrekki til að segja frá kynhneigð sinni.

Dagskráin í dag: Valsmenn geta orðið Íslandsmeistarar
Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á tíu beinar útsendingar á þessum annars ágæta laugardegi, en þar ber hæst að nefna fjórða leik Vals og ÍBV í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla.

Stade de France fær nýtt gras fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar
Vallarstarfsmenn á Stade de France hafa í vikunni unnið hörðum höndum að því að leggja nýtt gras á völlinn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer þar fram annað kvöld.

Conte fullvissar stuðningsmenn Tottenham um að hann sé ekki á förum
Antonio Conte hefur fullvissað stuðningsmenn Tottenham Hotspur um að hann verði áfram við stjórnvölin hjá liðinu þegar næsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst í haust.

Mané gefur svar um framtíðina eftir úrslitaleikinn: „Þið fáið allt sem þið viljið heyra þá“
Sadio Mané, sóknarmaður Liverpool, segir að hann muni gefa „sérstakt“ svar um framtíð sína hjá félaginu eftir leik liðsins gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld.

HK og Selfoss með sigra og Kórdrengir björguðu stigi
Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. HK vann 2-0 sigur gegn Aftureldingu, Selfyssingar eru enn taplausir eftir 4-0 sigur gegn Þrótti Vogum og Kórdrengir björguðu stigi er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Fjölni.

Þróttur fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum
Þróttur R. varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna þegar liðið vann 2-1 sigur gegn Lengjudeildarliði Víkings R. í Reykjavíkurslag í kvöld.

Bjarni og félagar þurftu að sætta sig við silfur eftir tap í vítakeppni
Ystads IF er sænskur meistari í handbolta eftir sigur gegn Bjarna Ófeigi Valdimarssyni og félögum hans í Skövde í kvöld. Lokatölur eftir tvær framlengingar og vítakeppni urðu 47-46.

Kristján skoraði þrjú í óvæntu tapi
Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC Aix töpuðu óvænt er liðið heimsótti Cesson Rennes-Metropole í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 28-25.

Elliði skoraði fjögur í öruggum sigri | Íslendingalið Aue fallið um deild
Íslendingaliðin Gummersbach og Aue voru í eldlínunni í 36. umferð þýsku B-deildarinnar í handbolta í kvöld. Elliði Snær Vignisson skoraði fjögur mörk í öruggum 29-23 sigri Gummersbach gegn Rimpar og Íslendingalið Aue er fallið um deild eftir sjö marka tap gegn Dormagen, 28-21.

Berglind lék allan leikinn er Örebro komst aftur á sigurbraut
Berglind Rós Ágústsdóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar í liði Örebro er liðið komst aftur á sigurbraut með 1-0 sigri gegn Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Klopp flutti góðar fréttir fyrir Liverpool-menn
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir útlitið gott varðandi miðjumennina Fabinho og Thiago fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld.

Hamilton harðneitar að fjarlægja glingrið
Ökuþórinn Lewis Hamilton á í miklu stappi við forráðamenn Formúlu 1 vegna nýtilkomins banns við andlits- og eyrnalokkum á meðan keppni stendur. Hann hyggst standa fastur á sínu og halda í neflokkinn.

Ólafía ofarlega eftir flottan fyrsta hring
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á pari vallarins á fyrsta hring á opna belgíska mótinu í golfi í dag en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Tilbúinn að fórna öllu fyrir sigur, jafnvel eiginkonunni
Federico Valverde, miðjumaður Real Madrid, er afar spenntur fyrir komandi úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Liverpool. Hann segist reiðubúinn að fórna miklu fyrir Meistaradeildartitil.

Enn stöðvar inflúensan lið Brynjólfs sem hefur sloppið og fer til Íslands í dag
Brynjólfur Willumsson og félagar í norska knattspyrnuliðinu Kristiansund geta ekki mætt Sandefjord á sunnudaginn vegna þess að inflúensa A hefur leikið lið Kristiansund grátt.

Ísland á HM í stað Rússlands og klístrið bannað
Íslenska U18-landsliðið í handbolta kvenna öðlaðist í dag sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Norður-Makedóníu í sumar.

Var búinn að ganga frá samningi við United: „Þá hringdi Klopp“
Sadio Mané, leikmaður Liverpool, greinir frá því í viðtali við Jamie Carragher að hann hafi verið búinn að ganga frá samningi við Manchester United sumarið 2016 en snerist hugur eftir símtal frá Jürgen Klopp.

Þórsarar fá besta unga leikmann fyrstu deildarinnar
Daníel Ágúst Halldórsson, besti ungi leikmaður 1. deildar karla í körfubolta á síðasta tímabili, er genginn í raðir Þórs í Þorlákshöfn frá Fjölni. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Þórsara.

Metin sem gætu fallið á morgun
Það ræðst annað kvöld hvort Liverpool eða Real Madrid landar Evrópumeistaratitlinum í fótbolta karla. Met gætu fallið á Stade de France leikvanginum í París þar sem úrslitaleikurinn fer fram.

Fékk kvíðakast í miðjum leik og tapaði óvænt
Rúmenska tenniskonan Simona Halep fékk kvíðakast í miðjum leik er hún tapaði í annarri umferð Opna franska meistaramótsins í París í gær. Halep hefur unnið tvo risatitla á ferli sínum en átti í miklum vandræðum gegn hinni kínversku Zheng Qinwen.

„Er búinn að vera á leiðinni heim í 36 ár“
Vésteinn Hafsteinsson er staddur í heimabænum, Selfossi, með þrjá af fremstu kringlukösturum heims. Hann hélt fyrirlestur í gær og um helgina keppa strákarnir hans á afmælismóti Frjálsíþróttasambands Íslands.

Drinkwater biður stuðningsfólk Chelsea afsökunar
Danny Drinkwater er á förum frá Chelsea. Hann bað stuðningsfólk félagsins afsökunar eftir misheppnaða dvöl hjá því.