Handbolti

„Að vera með þessum helvítis kóngum í liði“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stiven Tobar Valencia skoraði sex mörk, öll í fyrri hálfleik.
Stiven Tobar Valencia skoraði sex mörk, öll í fyrri hálfleik. vísir/Hulda Margrét

Mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígis Olís-deildar karla, Stiven Tobar Valencia, var að vonum í skýjunum eftir að Valsmenn urðu Íslandsmeistarar eftir sigur á Eyjamönnum, 30-31, í Vestmannaeyjum í dag.

„Þetta er geggjuð tilfinning. Þetta hefur verið basl og ÍBV hefur staðið vel í okkur. Við vissum að þetta yrði barátta allan tímann og þeir mættu okkur vel,“ sagði Stiven í samtali við Vísi eftir leikinn.

Leikurinn var æsispennandi og dramatíkin undir lokin mikil. „Það eru svo miklar tilfinningar í spilinu undir lokin en maður verður bara að klára leikinn. Svo má allt blossa úr manni í lokin,“ sagði Stiven.

En hvað stendur upp úr á þessu draumatímabili hjá Val?

„Þetta er búinn að vera helvíti góður árangur hjá okkur núna og það er bara að vera með þessum helvítis kóngum í liði. Þetta eru meistarar og við erum fjölskylda,“ sagði Stiven að lokum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.