Körfubolti

Martin og félagar jöfnuðu metin

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Martin Hermannsson átti flottan leik í kvöld.
Martin Hermannsson átti flottan leik í kvöld. Sonia Canada/Getty Images

Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia unnu góðan sjö stiga sigur er liðið heimsótti Baskonia í öðrum leik liðanna í fjórðungsúrslitum spænsku ACB-deildarinnar í körfubolta í kvöld, 81-89.

Heimamenn í Baskonia byrjuðu betur og náðu fljótt níu stiga forskoti. Martin og félagar vöknuðu þó til lífsins um miðjan fyrsta leikhluta og að honum loknum höfðu heimamenn eins stigs forskot, 21-20.

Martin og félagar áttu svo gott áhlup í upphafi annars leikhluta þar sem liðið náði mest tíu stiga forskoti, en þegar flautað var til hálfleiks var staðan 41-46, Valencia í vil.

Gestirnir í Valencia héldu heimamönnum svo í hæfilegri fjarlægð allan þriðja leikhlutann og náðu svo mest ellefu stiga forskoti í þeim fjórða. Martin og félagar unnu að lokum góðan sjö stiga sigur, 82-89, og jöfnuðu þar með metin í einvíginu.

Martin átti flottan leik fyrir Valencia og skoraði 16 stig fyrir liðið. Hann tók einnig fjögur fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×