Handbolti

Annað Íslendingalið fallið úr þýsku B-deildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Anton Rúnarsson í leik mað Valsmönnum. Hann er leikmaður Emsdetten í dag.
Anton Rúnarsson í leik mað Valsmönnum. Hann er leikmaður Emsdetten í dag. vísir/bára

Anton Rúnarsson og félagar hans í Emsdetten eru fallnir úr þýsku B-deildinni í handbolta eftir svekkjandi eins marks tap gegn Hamm-Westfalen í kvöld, 30-31.

Anton og félagar þurftu að taka fimm  stig úr seinustu þrem umferður deildarinnar og á sama tíma treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum til að halda sæti sínu í deildinni. Eftir tapið í kvöld er hins vegar ljóst að liðið er fallið um deild.

Hamm-Westfalen situr í öðru sæti deildarinnar og er í harðri baráttu um að tryggja sér sæti í efstu deild á næsta tímabili. Því var ljóst að um gríðarlega erfiðan leik væri að ræða fyrir Anton og félaga, en þeir voru hársbreidd frá því að taka stig í kvöld.

Anon skoraði þrjú mörk fyrir Emsdetten í kvöld, þar á meðal jafnaði hann metin í 30-30 þegar tæp mínúta var til leiksloka. Gestirnir í Hamm-Westfalen skoruðu hins vegar sigurmarkið þegar 13 sekúndur voru eftir af leiknum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.