Stórfenglegur Butler tryggði Miami oddaleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2022 10:00 Leikmenn Boston Celtics áttu ekki roð í Jimmy Butler í kvöld. Maddie Meyer/Getty Images Jimmy Butler steig heldur betur upp í nótt er Miami Heat tryggði sér oddaleik gegn Boston Celtics í úrslitaleik Austurdeildarinnar í NBA. Lokatölur 111-103 Miami í vil þar sem Butler skoraði 47 stig í leiknum. Leikur næturinnar fór fram í Boston og ljóst að með sigri myndu Celtics tryggja sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2010. Miami þurfti hins vegar á sigri til að halda draumum sínum um annað úrslitaeinvígi á aðeins þremur árum. „Úrslitakeppnis-Jimmy“ var eins og stigafjöldi hans gefur til kynna óstöðvandi í nótt. Hann hóf leikinn af miklum krafti og var snemma ljóst að leikmenn Miami ætluðu sér alls ekki í sumarfrí strax. Butler skoraði 14 stig strax í fyrsta leikhluta en staðan að honum loknum var 29-22 Miami í vil. Jimmy Butler came out in the 1st quarter! pic.twitter.com/9e9BNdoXQH— NBA TV (@NBATV) May 28, 2022 Heimamenn voru ekki á því að láta rúlla yfir sig í TD-Garðinum og mættu sprækir til leiks í öðrum leikhluta. Jayson Tatum fór fyrir sínum mönnum sem minnkuðu muninn fyrir lok fyrri hálfleiks, staðan þá 46-48. Aftur byrjuðu gestirnir sterkt og undir lok þriðja leikhluta var munurinn kominn upp í tíu stig. Þar með var leikurinn þó hvergi nærri búinn en Celtics hrukku í gírinn og Al Horford jafnaði metin með þriggja stiga skoti þegar tæplega mínútur lifðu leiks, staðan 91-91. Í kjölfarið náði Boston svo þriggja stiga forystu og heimamenn farnir að finna lyktina af úrslita einvíginu við Golden State Warriors. Kyle Lowry og Butler svöruðu strax fyrir gestina sem tóku forystuna enn á ný. Butler gerði svo út um leikinn þegar 45 sekúndur voru til leiksloka. Hann greip boltann eftir innkast, sneri á punktinum og smellti niður þriggja stiga skoti sem gerði endanlega út um vonir Boston. Defense.Hustle.Heart.@MiamiHEAT effort level in Game 6 road win: pic.twitter.com/QizRqE90mV— NBA (@NBA) May 28, 2022 Lokatölur 103-111 og einvígið ræðst í Miami á mánudaginn kemur. Jimmy Butler var eins og áður sagði óstöðvandi, hann skoraði 47 stig ásamt því að gefa 8 stoðsendingar og taka 9 fráköst. Þar á eftir kom Kyle Lowry með 18 stig og 10 stoðsendingar. Jimmy Butler has scored 40+ points 4 times this postseason, including a Playoff career-high 47 tonight! pic.twitter.com/i3mPO3DCmR— NBA (@NBA) May 28, 2022 Hjá Boston skoraði Tatum 30 stig og tók 9 fráköst. Þar á eftir kom Derrick White með 22 stig og Jaylen Brown með 20 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Njarðvík - Þór Þorlákshöfn | Vilja svara fyrir skellinn í síðustu umferð „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Sjá meira
Leikur næturinnar fór fram í Boston og ljóst að með sigri myndu Celtics tryggja sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2010. Miami þurfti hins vegar á sigri til að halda draumum sínum um annað úrslitaeinvígi á aðeins þremur árum. „Úrslitakeppnis-Jimmy“ var eins og stigafjöldi hans gefur til kynna óstöðvandi í nótt. Hann hóf leikinn af miklum krafti og var snemma ljóst að leikmenn Miami ætluðu sér alls ekki í sumarfrí strax. Butler skoraði 14 stig strax í fyrsta leikhluta en staðan að honum loknum var 29-22 Miami í vil. Jimmy Butler came out in the 1st quarter! pic.twitter.com/9e9BNdoXQH— NBA TV (@NBATV) May 28, 2022 Heimamenn voru ekki á því að láta rúlla yfir sig í TD-Garðinum og mættu sprækir til leiks í öðrum leikhluta. Jayson Tatum fór fyrir sínum mönnum sem minnkuðu muninn fyrir lok fyrri hálfleiks, staðan þá 46-48. Aftur byrjuðu gestirnir sterkt og undir lok þriðja leikhluta var munurinn kominn upp í tíu stig. Þar með var leikurinn þó hvergi nærri búinn en Celtics hrukku í gírinn og Al Horford jafnaði metin með þriggja stiga skoti þegar tæplega mínútur lifðu leiks, staðan 91-91. Í kjölfarið náði Boston svo þriggja stiga forystu og heimamenn farnir að finna lyktina af úrslita einvíginu við Golden State Warriors. Kyle Lowry og Butler svöruðu strax fyrir gestina sem tóku forystuna enn á ný. Butler gerði svo út um leikinn þegar 45 sekúndur voru til leiksloka. Hann greip boltann eftir innkast, sneri á punktinum og smellti niður þriggja stiga skoti sem gerði endanlega út um vonir Boston. Defense.Hustle.Heart.@MiamiHEAT effort level in Game 6 road win: pic.twitter.com/QizRqE90mV— NBA (@NBA) May 28, 2022 Lokatölur 103-111 og einvígið ræðst í Miami á mánudaginn kemur. Jimmy Butler var eins og áður sagði óstöðvandi, hann skoraði 47 stig ásamt því að gefa 8 stoðsendingar og taka 9 fráköst. Þar á eftir kom Kyle Lowry með 18 stig og 10 stoðsendingar. Jimmy Butler has scored 40+ points 4 times this postseason, including a Playoff career-high 47 tonight! pic.twitter.com/i3mPO3DCmR— NBA (@NBA) May 28, 2022 Hjá Boston skoraði Tatum 30 stig og tók 9 fráköst. Þar á eftir kom Derrick White með 22 stig og Jaylen Brown með 20 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Njarðvík - Þór Þorlákshöfn | Vilja svara fyrir skellinn í síðustu umferð „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Sjá meira