Fleiri fréttir

Sjóðheitur Benzema gerði aðra þrennu

Hinn 34 ára gamli Benzema heldur áfram að sýna allar sínar bestu hliðar en hann skoraði öll þrjú mörk Real Madrid í 1-3 sigri á Chelsea á Brúnni í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Tap í fyrsta leik U-19 í milliriðli

Íslenska U-19 landslið kvenna tapaði 2-1 gegn því belgíska í milliriðli undankeppni EM 2022. Leikið var á St. George's Park á Englandi í A-riðli.

Ari Leifsson skoraði sjálfsmark og Molde fer í úrslit

Ari Leifsson, leikmaður Strømsgodset, kom inn á sem varamaður og spilaði í 14 mínútur í undanúrslitaleik Molde og Strømsgodset í norska bikarnum í dag. Ari skoraði þriðja og síðasta mark Molde í 3-0 tapi.

Kareem Abdul-Jabbar bað LeBron James afsökunar

Kareem Abdul-Jabbar er stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi en LeBron James nálgast og er líklegur til að bæta metið á næstu árum. Fyrir vikið vakti það mikla athygli þegar Abdul-Jabbar gagnrýndi James opinberlega á dögunum.

Kári Jónsson: Gott að geta verndað heimavöllinn

Kári Jónsson skoraði 21 stig fyrr í kvöld þegar Valsmenn náðu forystu í einvíginu við Stjörnuna í átta liða úrslitum Subway deildarinnar í körfuknattleik. Leikið var að Hlíðarenda og unnu Valsmenn 90-85 sigur í hörkuleik. Kári var m.a. ánægður með sóknarleik sinna manna í kvöld.

„Stórt að ná þriðja markinu inn“

Andy Robertson, bakvörður Liverpool, var hæstánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn Benfica í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann segir það hafa verið gríðarlega mikilvægt að skora þriðja markið.

De Bruyne skaut Englandsmeisturunum í forystu

Kevin De Bruyne skoraði eina mark leiksins er Englandsmeistarar Manchester City unnu 1-0 sigur gegn Spánarmeisturum Atlético Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Ómar dró vagninn í dramatískum sigri Magdeburg

Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon var allt í öllu er Magdeburg tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Liðið vann dramatískan eins marks sigur á Sporting, 36-35, en Ómar kom með beinum hætti að 15 mörkum heimamanna.

Viktor Gísli stóð vaktina er GOG fór áfram | Átta mörk Bjarka dugðu ekki til

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í danska liðinu GOG eru komnir í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í handbolta eftir samanlagðan tveggja marka sigur gegn Bidasoa Irun í kvöld, 33-31. Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo féllu hins vegar úr leik eftir jafntefli gegn Wisla Plick frá Póllandi.

Viggó vongóður um að geta beitt sér gegn Austurríki

Viggó Kristjánsson meiddist í ökkla þegar íslenska landsliðið kom saman til æfinga hér á landi í síðasta mánuði en reiknar með því að geta látið til sín taka í landsleikjunum mikilvægu gegn Austurríki.

Sjá næstu 50 fréttir