Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 08:30 Aryna Sabalenka hefur verið efst á heimslista kvenna í meira en ár. Getty/STR/NurPhoto Þau sem eru nógu gömul muna eflaust eftir frægum tennisleik á milli kynjanna þegar Billie Jean King vann Bobby Riggs. Þau sem yngri eru hafa kannski séð kvikmyndina. Nú keppa kynin á nýjan leik á tennisvellinum. „Battle of the Sexes“ eða „Barátta kynjanna“ fer fram á ný þegar Aryna Sabalenka, sem er í efsta sæti heimslistans, mun keppa við Nick Kyrgios í sýningarleik í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þann 28. desember næstkomandi. Sabalenka er frá Hvíta-Rússlandi og hefur setið í efsta sæti heimslistans undanfarnar 55 vikur og í samtals 63 vikur á ferlinum. Þetta er í fjórða sinn í sögu tennisíþróttarinnar sem viðureign kynjanna fær slíkt viðurnefni. Nick Kyrgios hefur komist í úrslit á Wimbledon-mótinu og er því enginn meðalmaður á tennisvellinum. Eftir að Sabalenka staðfesti að viðræður um leikinn væru í gangi á Opna bandaríska meistaramótinu á dögunum birtu báðir leikmenn upplýsingar um skipulagningu einvígsins á samfélagsmiðlum sínum í gær. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) Þau munu spila innanhúss í Coca-Cola Arena sem tekur sautján þúsund manns í sæti. Kyrgios sagði á þessu ári að hann fengi aðeins eina uppgjöf og myndi slá á minni hluta vallarins. Ástralinn, sem hefur lítið spilað undanfarin ár vegna meiðsla, hefur spáð því að hann muni vinna auðveldlega. „Ég get ekki beðið eftir að komast aftur á völlinn,“ skrifaði Kyrgios í Instagram-færslu. „Í hreinskilni sagt líður mér frábærlega. Ég hélt aldrei að ég myndi komast aftur í þessa stöðu, að geta ferðast um heiminn, hitt aðdáendur mína og spilað frábæran tennis.“ „Þetta er að fara að gerast,“ skrifaði Sabalenka í Instagram-færslu og auglýsti leikinn. Nafn sýningarleiksins milli Sabalenka og Kyrgios er auðvitað fengið að láni frá leiknum árið 1973 milli Billie Jean King og Bobby Riggs – sem King vann í þremur settum í Houston Astrodome. Það var talið vera afgerandi augnablik og áfangi fyrir tennis kvenna. Sama ár stofnaði einmitt Billie Jean King Alþjóðatennissamband kvenna (WTA). „Ég ber svo mikla virðingu fyrir Billie Jean King og því sem hún hefur gert fyrir tennis kvenna. Ég er stolt af því að vera fulltrúi tennis kvenna og taka þátt í nútímaútgáfu þessarar goðsagnakenndu viðureignar,“ segir Aryna Sabalenka. Sabalenka er fjórfaldur risamótsmeistari. Kyrgios tapaði úrslitaleik Wimbledon árið 2022 fyrir Novak Djokovic. View this post on Instagram A post shared by Aryna Sabalenka (@arynasabalenka) Tennis Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
„Battle of the Sexes“ eða „Barátta kynjanna“ fer fram á ný þegar Aryna Sabalenka, sem er í efsta sæti heimslistans, mun keppa við Nick Kyrgios í sýningarleik í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þann 28. desember næstkomandi. Sabalenka er frá Hvíta-Rússlandi og hefur setið í efsta sæti heimslistans undanfarnar 55 vikur og í samtals 63 vikur á ferlinum. Þetta er í fjórða sinn í sögu tennisíþróttarinnar sem viðureign kynjanna fær slíkt viðurnefni. Nick Kyrgios hefur komist í úrslit á Wimbledon-mótinu og er því enginn meðalmaður á tennisvellinum. Eftir að Sabalenka staðfesti að viðræður um leikinn væru í gangi á Opna bandaríska meistaramótinu á dögunum birtu báðir leikmenn upplýsingar um skipulagningu einvígsins á samfélagsmiðlum sínum í gær. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) Þau munu spila innanhúss í Coca-Cola Arena sem tekur sautján þúsund manns í sæti. Kyrgios sagði á þessu ári að hann fengi aðeins eina uppgjöf og myndi slá á minni hluta vallarins. Ástralinn, sem hefur lítið spilað undanfarin ár vegna meiðsla, hefur spáð því að hann muni vinna auðveldlega. „Ég get ekki beðið eftir að komast aftur á völlinn,“ skrifaði Kyrgios í Instagram-færslu. „Í hreinskilni sagt líður mér frábærlega. Ég hélt aldrei að ég myndi komast aftur í þessa stöðu, að geta ferðast um heiminn, hitt aðdáendur mína og spilað frábæran tennis.“ „Þetta er að fara að gerast,“ skrifaði Sabalenka í Instagram-færslu og auglýsti leikinn. Nafn sýningarleiksins milli Sabalenka og Kyrgios er auðvitað fengið að láni frá leiknum árið 1973 milli Billie Jean King og Bobby Riggs – sem King vann í þremur settum í Houston Astrodome. Það var talið vera afgerandi augnablik og áfangi fyrir tennis kvenna. Sama ár stofnaði einmitt Billie Jean King Alþjóðatennissamband kvenna (WTA). „Ég ber svo mikla virðingu fyrir Billie Jean King og því sem hún hefur gert fyrir tennis kvenna. Ég er stolt af því að vera fulltrúi tennis kvenna og taka þátt í nútímaútgáfu þessarar goðsagnakenndu viðureignar,“ segir Aryna Sabalenka. Sabalenka er fjórfaldur risamótsmeistari. Kyrgios tapaði úrslitaleik Wimbledon árið 2022 fyrir Novak Djokovic. View this post on Instagram A post shared by Aryna Sabalenka (@arynasabalenka)
Tennis Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira