Körfubolti

Baldur Þór: Allir einbeittir á einn hlut

Ísak Óli Traustason skrifar
Baldur Þór Ragnarsson var eðlilega sáttur með sigur kvöldsins.
Baldur Þór Ragnarsson var eðlilega sáttur með sigur kvöldsins. vísir/bára

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls var ánægður með sigur sinna manna gegn Keflvíkingum í kvöld.

„Orkan var okkar megin og við spiluðum mjög góðan leik og ég er mjög ánægður að ná sigri hérna,“ sagði Baldur.

Liðið átti flottan leik bæði í sókn og vörn.

„Arnar Björnsson, Taiwo Badmus, Javon Bess og Zoran Vrkic voru að leiða stigaskorið í dag og það var fínt hjá þeim,“ sagði Baldur og bætti því að „allir voru á tánum varnarlega og það er mikilvægt í svona leikjum.“

„Varnarleikurinn þarf að vera sterkur og við þurfum að setja boltapressu og frákastabaráttan er mikilvæg,“ sagði Baldur.

Baldur nefndi einnig litlu hlutina eins og „50/50 boltar og allt brjálæði dæmið sem þarf að vera til staðar.“

„Það var stuðningur úr stúkunni og allir einbeittir á einn hlut,“ sagði Baldur.

Næsti leikur liðanna er á föstudaginn í Keflavík.

„Við verðum að mæta gíraðir og það er að fara að vera hörkuleikur á erfiðum útivelli og verður stemmning,“ sagði Baldur og bætti því við að hann vildi sjá alla Skagfirðinga fyrir sunnan mæta á leikinn.

„Alla reiðu mennina líka og keyra þetta í gang,“ sagði Baldur að lokum.

Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×