Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 06:30 Christian Mawissa við hlið Mika Biereth, liðsfélaga hans hjá AS Mónakó. Getty/Jonathan Moscrop Þær eru mismunandi refsingarnar hjá liðum þegar menn mæta of seint á æfingar eða liðsfundi. Knattspyrnustjórar taka menn oft út úr byrjunarliðinu og sektarsjóður er hjá flestum liðum. Refsingin hjá franska félaginu Mónakó hlýtur að vera með þeim harðari í heimi, að minnsta kosti fyrir budduna. Christian Mawissa leikmaður Mónakó mætti of seint á æfingu. Það reyndist dýrkeypt fyrir þennan tvítuga leikmann. Hann þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir allt liðið. NRK segir frá. Myndband úr búningsklefa Monaco hefur farið víða um netið. Lamina Camara tók upp myndband af liðsfélaga sínum Mawissa þar sem hann sést snúa sektarhjóli félagsins. Þetta var hann að gera eftir að Mawissa mætti of seint á æfingu. En retard à l’entraînement, Christian Mawissa a dû offrir un iPhone à chacun de ses coéquipiers 😭 pic.twitter.com/WIenv4mtN8— Vibes Foot (@VibesFoot) May 15, 2025 Franski varnarmaðurinn átti meðal annars á hættu að þurfa að kaupa Playstation 5, Airpods eða Louis Vuitton-veski fyrir liðsfélaga sína. Annar möguleiki væri að greiða tíu þúsund evrur í sektarsjóðinn eða um eina og hálfa milljón íslenskra króna. Það hefði reyndar verið vel sloppið. En það endaði með því að Mawissa þurfti að kaupa iPhone 16 Pro Max fyrir alla liðsfélaga sína. Það reyndist dýrkeypt fyrir Mawissa, þar sem slíkur sími kostar um 230 þúsund íslenskar krónur og það eru 28 leikmenn í leikmannahópi Mónakóliðsins. Þetta kostaði Mawissa því meira en sex milljónir króna. Mawissa er þó með hærri laun en flestir aðrir enda fótboltamaður í fremstu röð. Hann ætti því að hafa efni á þessu en passar sig örugglega að mæta ekki aftur of seint. Franski boltinn Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira
Christian Mawissa leikmaður Mónakó mætti of seint á æfingu. Það reyndist dýrkeypt fyrir þennan tvítuga leikmann. Hann þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir allt liðið. NRK segir frá. Myndband úr búningsklefa Monaco hefur farið víða um netið. Lamina Camara tók upp myndband af liðsfélaga sínum Mawissa þar sem hann sést snúa sektarhjóli félagsins. Þetta var hann að gera eftir að Mawissa mætti of seint á æfingu. En retard à l’entraînement, Christian Mawissa a dû offrir un iPhone à chacun de ses coéquipiers 😭 pic.twitter.com/WIenv4mtN8— Vibes Foot (@VibesFoot) May 15, 2025 Franski varnarmaðurinn átti meðal annars á hættu að þurfa að kaupa Playstation 5, Airpods eða Louis Vuitton-veski fyrir liðsfélaga sína. Annar möguleiki væri að greiða tíu þúsund evrur í sektarsjóðinn eða um eina og hálfa milljón íslenskra króna. Það hefði reyndar verið vel sloppið. En það endaði með því að Mawissa þurfti að kaupa iPhone 16 Pro Max fyrir alla liðsfélaga sína. Það reyndist dýrkeypt fyrir Mawissa, þar sem slíkur sími kostar um 230 þúsund íslenskar krónur og það eru 28 leikmenn í leikmannahópi Mónakóliðsins. Þetta kostaði Mawissa því meira en sex milljónir króna. Mawissa er þó með hærri laun en flestir aðrir enda fótboltamaður í fremstu röð. Hann ætti því að hafa efni á þessu en passar sig örugglega að mæta ekki aftur of seint.
Franski boltinn Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira