Körfubolti

Kareem Abdul-Jabbar bað LeBron James afsökunar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kareem Abdul-Jabbar er stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi.
Kareem Abdul-Jabbar er stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi. Getty/Jayne Kamin-Oncea

Kareem Abdul-Jabbar er stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi en LeBron James nálgast og er líklegur til að bæta metið á næstu árum. Fyrir vikið vakti það mikla athygli þegar Abdul-Jabbar gagnrýndi James opinberlega á dögunum.

Abdul-Jabbar tók dæmi um hegðun LeBrons og kallaði hana vandræðalega og fyrir neðan hans virðingu þar sem hann væri með þannig stöðu innan bæði körfuboltans og samfélagsins. Abdul-Jabbar lét þessi orð falla þegar hann var að veita Carmelo Anthony verðlaun fyrir þátttöku sína í samfélagsmálum.

Abdul-Jabbar hefur nú tekið allt til baka og beðið LeBron James afsökunar.

„Ég hef verið að ræða við blaðamenn síðan í gagnfræðiskóla og það eru sextíu ár af yfirlýsingum. Ég hef ekki alltaf haft rétt fyrir mér og sunnudagskvöldið var eitt af þeim skiptum,“ sagði Kareem Abdul-Jabbar á SiriusXM NBA Radio.

„Það var ekki ætlun mín að gagnrýna LeBron á einhvern hátt. Hann hefur verið gert svo mikið fyrir samfélag blökkumanna sem og fyrir körfuboltann. Við erum ekki alltaf sammála en ég við nú biðja Lebron innilega afsökunar og gera honum fyllilega grein fyrir því að ég ber mikla virðingu fyrir honum. Ég væri mjög ánægður ef hann tekur við þessari afsökunarbeiðni minni,“ sagði Abdul-Jabbar.

Abdul-Jabbar hafði gagnrýnt LeBron James fyrir ósmekklegan dans fyrr á tímabilinu sem NBA deildin hefur nú bannað sem og fyrir aðstöðu Lebrons til kórónuveirunnar. LeBron birti færslu á samfélagsmiðlum um að hann þekkti ekki muninn á kórónuveiruveikindum, flensu og kvefi.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×