Eigandi LA Clippers er ríkasti eigandi íþróttafélags í heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2022 12:00 Steve Ballmer fagnar góðu gengi sinna manna í Los Angeles Clippers á leik í Crypto.com í síðasta mánuði. Getty/Kevork Djansezian Steve Ballmer, eigandi NBA körfuboltafélagsins Los Angeles Clippers er ríkasti eigandi íþróttafélags í heiminum samkvæmt nýrri úttekt hjá Forbes. Ballmer er ríkari en næsti maður á listanum sem er Indverjinn Mukesh Ambani sem á indverska fótboltafélagið Mumbai Indians. Þriðji er síðan Frakkinn François Pinault sem hefur átt franska fótboltafélagið Rennes frá árinu 1998. As of March, when Forbes locked in net worths for the 2022 World s Billionaires list, Los Angeles Clippers owner Steve Ballmer had reclaimed his title as the richest sports team owner on earth. https://t.co/DD6t8rMf21 #ForbesBillionaires pic.twitter.com/jMtxN6cKpX— Forbes (@Forbes) April 5, 2022 Ballmer eignaðist Clippers liðið árið 2014 og borgaði fyrir félagið það næstmesta sem einhver hafði borgað fyrir íþróttafélag. Ballmer er talinn vera áttundi ríkasti maður heims en hann hagnaðist mikið á Microsoft þar sem hann var í forystuhlutverki frá 2000 til 2014. Ballmer hefur mikinn áhuga á Clippers liðinu og oft áberandi á leikjum liðsins. Það hefur síðan gengið lítið sem ekkert síðan að hann eignaðist félagið miðað við þær væntingar sem gerðar hafa verið til liðsins. Clippers fór þó alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar í fyrra en tapaði þar fyrir Phoenix Suns. Í vetur hafa stórstjörnur liðsins, Kawhi Leonard og Paul George, verið mikið meiddir og óvíst hvort að Leonard verði nokkuð með. Clippers hefur aldrei unnið NBA-titilinn og í raun aldrei komist í lokaúrslitin. Ballmer er tilbúinn að eyða í félagið og hefur lofað að fara með liðið í nýja höll í Inglewood fyrir árið 2024. Í fjórða sæti listans er Dietrich Mateschitz sem á New York Red Bulls, Red Bull Racing og RB Leipzig. Fimmti er síðan Daniel Gilbert sem er eigandi NBA-félagsins Cleveland Cavaliers. Í sjöunda sæti er ríkasti eigandi hafnarboltafélags (Steve Cohen sem á New York Mets) og næstu á eftir honum er ríkasti eigandi félags í NFL-deildinni sem er David Tepper, eigandi Carolina Panthers. 2022's Richest Sports Owners, per @Forbes:1 Steve Ballmer, $91.4B2 Mukesh Ambani, $91B3 François Pinault, $41B4 D. Mateschitz, $27.4B5 Dan Gilbert, $22B6 Masayoshi Son, $21B7 Steve Cohen, $17.4B8 David Tepper, $17B9 Robert Pera, $14.6B Philip Anschutz, $11B pic.twitter.com/QBE5Ri4qhy— Front Office Sports (@FOS) April 5, 2022 NBA Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Enski boltinn Í beinni: Fulham - Arsenal | Nær Fulham að koma á óvart? Enski boltinn LA Galaxy MLS-meistari í sjötta sinn Fótbolti Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Enski boltinn Setti tvö og var bestur á vellinum Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Sjá meira
Ballmer er ríkari en næsti maður á listanum sem er Indverjinn Mukesh Ambani sem á indverska fótboltafélagið Mumbai Indians. Þriðji er síðan Frakkinn François Pinault sem hefur átt franska fótboltafélagið Rennes frá árinu 1998. As of March, when Forbes locked in net worths for the 2022 World s Billionaires list, Los Angeles Clippers owner Steve Ballmer had reclaimed his title as the richest sports team owner on earth. https://t.co/DD6t8rMf21 #ForbesBillionaires pic.twitter.com/jMtxN6cKpX— Forbes (@Forbes) April 5, 2022 Ballmer eignaðist Clippers liðið árið 2014 og borgaði fyrir félagið það næstmesta sem einhver hafði borgað fyrir íþróttafélag. Ballmer er talinn vera áttundi ríkasti maður heims en hann hagnaðist mikið á Microsoft þar sem hann var í forystuhlutverki frá 2000 til 2014. Ballmer hefur mikinn áhuga á Clippers liðinu og oft áberandi á leikjum liðsins. Það hefur síðan gengið lítið sem ekkert síðan að hann eignaðist félagið miðað við þær væntingar sem gerðar hafa verið til liðsins. Clippers fór þó alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar í fyrra en tapaði þar fyrir Phoenix Suns. Í vetur hafa stórstjörnur liðsins, Kawhi Leonard og Paul George, verið mikið meiddir og óvíst hvort að Leonard verði nokkuð með. Clippers hefur aldrei unnið NBA-titilinn og í raun aldrei komist í lokaúrslitin. Ballmer er tilbúinn að eyða í félagið og hefur lofað að fara með liðið í nýja höll í Inglewood fyrir árið 2024. Í fjórða sæti listans er Dietrich Mateschitz sem á New York Red Bulls, Red Bull Racing og RB Leipzig. Fimmti er síðan Daniel Gilbert sem er eigandi NBA-félagsins Cleveland Cavaliers. Í sjöunda sæti er ríkasti eigandi hafnarboltafélags (Steve Cohen sem á New York Mets) og næstu á eftir honum er ríkasti eigandi félags í NFL-deildinni sem er David Tepper, eigandi Carolina Panthers. 2022's Richest Sports Owners, per @Forbes:1 Steve Ballmer, $91.4B2 Mukesh Ambani, $91B3 François Pinault, $41B4 D. Mateschitz, $27.4B5 Dan Gilbert, $22B6 Masayoshi Son, $21B7 Steve Cohen, $17.4B8 David Tepper, $17B9 Robert Pera, $14.6B Philip Anschutz, $11B pic.twitter.com/QBE5Ri4qhy— Front Office Sports (@FOS) April 5, 2022
NBA Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Enski boltinn Í beinni: Fulham - Arsenal | Nær Fulham að koma á óvart? Enski boltinn LA Galaxy MLS-meistari í sjötta sinn Fótbolti Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Enski boltinn Setti tvö og var bestur á vellinum Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Sjá meira