Fleiri fréttir

Kafarinn kom öllum á óvart og sló Ratajski úr leik

Írski pílukastarinn „Scuba“ Steve Lennon gerði sér lítið fyrir og sló Pólverjann Krzystof Ratajski úr leik í 2. umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem Lennon kemst í 32-manna úrslit.

Eriksen farinn frá Inter

Ítalíumeistarar Inter og Christian Eriksen hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi Danans við félagið.

Arnari varð ekki að ósk sinni: Ferðast 17.000 kílómetra á tveimur vikum

Ef horft er til ferðakostnaðar og koltvísýringslosunar þá hefði niðurstaðan varðandi íslenska landsliðið vart getað orðið verri þegar dregið var í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í fótbolta í gær. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hjálpar svo ekki til með leikjaniðurröðun sinni.

Sigurmarkið kom á sautjándu mínútu uppbótartíma

Katar tók á móti Alsír í undanúrslitum Arab Cup í knattspyrnu í gær þar sem að gestirnir fóru með 1-2 sigur af hólmi. Það sem gerir sigurmarkið áhugavert er að það kom á sautjándu mínútu uppbótartíma.

Helgi Magg: Ánægðastur með að hafa lokað leiknum

Helgi Magnússon, þjálfari KR, gat verið ánægður með að hans menn hafi náð í sigur á móti Þór frá Akureyri í kvöld. Sérstaklega þó í ljósi þess að KR hafði tapað þremur leikjum í röð og hans menn byrjuðu ekki mjög vel í leiknum sem endaði  83-74 fyrir heimamenn. 

Sex sigurleikir í röð hjá Liverpool

Liverpool vann sinn sjötta deildarleik í röð er liðið tók á móti Newcastle á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 3-1 og Liverpool heldur í við topplið Manchester City.

Chelsea að heltast úr lestinni

Chelsea tapaði dýrmætum stigum í ensku úrvalsdeildinni er liðið tók á móti Everton í kvöld. Lokatölur urðu 1-1, en Chelsea er nú fjórum stigum á eftir toppliði Manchester City.

Halldór Jóhann: Heppnin var með okkur í liði

Selfoss vann eins marks sigur á Fram 28-27. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Selfoss hafði betur að lokum. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var ánægður með sigur kvöldsins.

Öruggur sigur Njarðvíkinga gegn ÍR

Njarðvíkingar unnu í kvöld öruggan sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta. Heimamenn tóku forystuna snemma leiks og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu, en lokatölur urðu 109-81.

Teitur og félagar unnu stórsigur í Íslendingaslag

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg hafa verið á mikilli siglingu undanfarið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið er nú komið í þriðja sæti deildarinnar eftir átta marka sigur gegn Bjarka Má Elíssyni og félögum í Lemgo, 27-19.

„Þetta eru kannski ekki mest sexy þjóðir að fá á Laugardalsvöllinn“

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum blaðamanna eftir að ljóst var hvaða lönd verða með Íslandi í riðli í Þjóðadeildinni sem hefst á næsta ári. Hann segir að þrátt fyrir að þekktustu leikmenn heims séu ekki á leið til Íslands sé um mjög krefjandi verkefni að ræða.

Frakkar hefja titilvörnina í riðli A1

Nú rétt í þessu lauk drættinum í riðla næstu Þjóðadeildar sem hefst á næsta ári og óhætt er að segja að nokkrar áhugaverðar viðureignir séu framundan.

Sjá næstu 50 fréttir