Handbolti

Frakkar snéru taflinu við og tryggðu sér sæti í úrslitum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Frönsku stelpurnar eru komnar í úrslit.
Frönsku stelpurnar eru komnar í úrslit. EPA-EFE/ENRIC FONTCUBERTA

Franska kvennalandsliðið í handbolta er á leið í úrslit heimsmeistaramótsins eftir nauman sigur gegn Dönum í undanúrslitum í dag. Danska liðið leiddi leikinn lengst af, en þær frönsku höfðu að lokum betur, 23-22.

Dönsku stelpurnar byrjuðu betur og höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik. Liðið náði mest fjögurra marka forskoti í hálfleiknum í stöðunni 8-4, en þær frönsku klóruðu í bakkan fyrir hlé og minnkuðu muninn í tvö mörk. Staðan þegar gengið var til búningsherbergja var 12-10, Dönum í vil.

Enn hafði danska liðið yfirhöndina framan af í síðari hálfleik og náði aftur fjögurra marka forskoti. Franska liðið gafst þó ekki upp og jöfnuðu metin 20-20, en það var í fyrsta skipti sem var jafnt síðan í stöðunni 2-2.

Það voru svo þær frönsku sem reyndust sterkari á lokakaflanum og þær unnu nauman eins marks sigur, 23-22, og eru á leið í úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×