Njarðvíkingar virtust sterkari aðilinn allt frá upphafi og leiddu með sjö stigum að fyrsta leikhluta loknum. Liðið vann svo annan leikhluta með 14 stigum og staðan í hálfleik var því 57-36.
Meira jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik, en það var þó aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Njarðvíkingar unnu að lokum 28 stiga sigur, 109-81.
Haukur Helgi Pálsson átti flottan leik í liði Njarðvíkinga og skoraði 18 stig ásamt því að taka sjö fráköst og gefa tvær stoðsendingar. Stigahæstur heimamanna var þó Dedrick Deon Basile með 19 stig.
Í liði gestanna voru þeir Triston Isaiah Simpson og Jordan Semple atkvæðamestir með 17 stig hvor.