Handbolti

Teitur og félagar unnu stórsigur í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Teitur Örn Einarsson skorað fjögur mörk fyrir Flensburg í kvöld.
Teitur Örn Einarsson skorað fjögur mörk fyrir Flensburg í kvöld. Axel Heimken/picture alliance via Getty Images

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg hafa verið á mikilli siglingu undanfarið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið er nú komið í þriðja sæti deildarinnar eftir átta marka sigur gegn Bjarka Má Elíssyni og félögum í Lemgo, 27-19.

Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi fyrri hálfleiks, en þegar hann var um það bil hálfnaður var staðan jöfn, 5-5. Þá tóku heimamenn í Flensburg við sér og náðu fimm marka forskoti áður en hálfleikurinn var úti, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 13-8.

Teitur og félagar juku svo forskot sitt hægt og rólega í seinni hálfleik. Þeir náðu mest níu marka forystu og unnu að lokum afar öruggan átta marka sigur, 27-19.

Teitur Örn skoraði fjögur mörk fyrir Flensburg, en liðið situr nú líkt og áður segir í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig eftir 14 leiki. Bjarki Már og félagar stja hins vegar í áttunda sæti með 15 stig, en Barki skoraði þrjú mörk fyrr Lemgo í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×