Helgi Magg: Ánægðastur með að hafa lokað leiknum Árni Jóhannsson skrifar 16. desember 2021 22:21 Helgi Magnússon var fyrst og fremst ánægður með að hafa náð að loka leiknum Bára Dröfn Kristinsdóttir Helgi Magnússon, þjálfari KR, gat verið ánægður með að hans menn hafi náð í sigur á móti Þór frá Akureyri í kvöld. Sérstaklega þó í ljósi þess að KR hafði tapað þremur leikjum í röð og hans menn byrjuðu ekki mjög vel í leiknum sem endaði 83-74 fyrir heimamenn. Helgi var spurður að því hvað hann hafi verið ánægðastur með í leiknum í kvöld. „Þetta var fyrir það fyrsta mjög flatur leikur. Ég var ánægður með að við höfum fengið smá innspýtingu af bekknum frá ungu mönnunum. Þeir komu með smá kraft inn í annan leikhluta og komu okkur aftur inn í þetta. Eldri mennirnir pikkuðu síðan upp þá orku og við náðum að keyra á henni í smá stund. Svo er ég ánægður með að við höfum náð að loka þessum leik. Okkar helstu póstar sem stigu upp og lokuðu þessu.“ KR-ingar náðu að herða vörnina sína í lok leiks sem varð til þess að þeir náðu forystunni þegar um sjö mínútur voru eftir og náðu síðan að slíta sig frá gestunum. Helgi var sammála því að vörnin hafi skilað þessu og var sérstaklega ánægður með framlag Veigars Áka Hlynssonar í þeim efnum. „Ég verð að byrja á því að hrósa Dúa [Þór Jónssyni] en við áttum í basli með hann framan af leik og það var ekki fyrr en að Veigar fór að pönkast í honum hérna í lokin að við fórum að ná stoppum og að herða vörnina aðeins.“ Helgi er ánægður með pásuna sem er framundan þó hún sé ekki löng. „Jú það er fínt að fá smá hlé. Það er þó ekkert sérstaklega langt, tíu dagar held ég, en það er bara fínt og hægt að nýta tímann og njóta jólanna innan skynsamlegra marka.“ Að lokum var Helgi spurður hvort það gerði ekki helling fyrir sjálfstraust manna að ná í sigur þegar var svona langt frá síðasta sigri. „Jú en það sem ég tek út úr þessu er að við lokuðum þessu. Við vorum mjög lélegir, fannst mér, eða allavega flatir og hægir. Svo þegar á þurfti þá stigum við upp og lokuðum leiknum og það er ótrúlega mikilvægt að fá smá æfingu í því að loka leikjum hvort sem það er á móti Þór Akureyri eða Keflavík. Það skiptir máli að fá nokkra svona lélegum leikjum. Góð lið gera það.“ KR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Þór Ak. 83-74 | KR náði í sigur í leik tveggja hálfleika KR tekur á móti stigalausu botnliði Þórs frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 16. desember 2021 22:00 Mest lesið Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Helgi var spurður að því hvað hann hafi verið ánægðastur með í leiknum í kvöld. „Þetta var fyrir það fyrsta mjög flatur leikur. Ég var ánægður með að við höfum fengið smá innspýtingu af bekknum frá ungu mönnunum. Þeir komu með smá kraft inn í annan leikhluta og komu okkur aftur inn í þetta. Eldri mennirnir pikkuðu síðan upp þá orku og við náðum að keyra á henni í smá stund. Svo er ég ánægður með að við höfum náð að loka þessum leik. Okkar helstu póstar sem stigu upp og lokuðu þessu.“ KR-ingar náðu að herða vörnina sína í lok leiks sem varð til þess að þeir náðu forystunni þegar um sjö mínútur voru eftir og náðu síðan að slíta sig frá gestunum. Helgi var sammála því að vörnin hafi skilað þessu og var sérstaklega ánægður með framlag Veigars Áka Hlynssonar í þeim efnum. „Ég verð að byrja á því að hrósa Dúa [Þór Jónssyni] en við áttum í basli með hann framan af leik og það var ekki fyrr en að Veigar fór að pönkast í honum hérna í lokin að við fórum að ná stoppum og að herða vörnina aðeins.“ Helgi er ánægður með pásuna sem er framundan þó hún sé ekki löng. „Jú það er fínt að fá smá hlé. Það er þó ekkert sérstaklega langt, tíu dagar held ég, en það er bara fínt og hægt að nýta tímann og njóta jólanna innan skynsamlegra marka.“ Að lokum var Helgi spurður hvort það gerði ekki helling fyrir sjálfstraust manna að ná í sigur þegar var svona langt frá síðasta sigri. „Jú en það sem ég tek út úr þessu er að við lokuðum þessu. Við vorum mjög lélegir, fannst mér, eða allavega flatir og hægir. Svo þegar á þurfti þá stigum við upp og lokuðum leiknum og það er ótrúlega mikilvægt að fá smá æfingu í því að loka leikjum hvort sem það er á móti Þór Akureyri eða Keflavík. Það skiptir máli að fá nokkra svona lélegum leikjum. Góð lið gera það.“
KR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Þór Ak. 83-74 | KR náði í sigur í leik tveggja hálfleika KR tekur á móti stigalausu botnliði Þórs frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 16. desember 2021 22:00 Mest lesið Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Leik lokið: KR - Þór Ak. 83-74 | KR náði í sigur í leik tveggja hálfleika KR tekur á móti stigalausu botnliði Þórs frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 16. desember 2021 22:00