Körfubolti

Lárus Jónsson: Þetta var einn af þessum dögum

Ísak Óli Traustason skrifar
Lárus Jónsson var virkilega sáttur með stórsigur sinna manna í kvöld.
Lárus Jónsson var virkilega sáttur með stórsigur sinna manna í kvöld. vísir/hulda margrét

Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar var ánægður með leik sinna manna í kvöld.

„Þetta var heilt yfir mjög góður leikur hjá okkur, líklega langbesti leikurinn okkar í vetur. Við hittum fáránlega vel, hittum eiginlega úr öllu sem að við hentum upp,“ sagði Lárus.

„Mér fannst þegar að Tindastóll voru að klóra í bakkann í fyrri hálfleik, þá spilum við góða vörn og Daniel Mortensen var með fáránlegt „fade away“ skot ofan í, þannig að þetta var bara einn af þessum dögum,“ sagði Lárus.

Glynn Watson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var frábær í leiknum og tók Lárus undir það og bætti við að „mér fannst hann eiginlega bara stjórna þessum leik frá A til Ö. Sérstaklega fannst mér hann koma enn sterkari varnarlega í seinni hálfleik hann náði að hjálpa af Thomas Massamba þannig að við náðum að þétta teiginn aðeins betur“, sagði Lárus og bætti við „hann er hrikalega góður.“

„Þetta er fyrsti leikurinn sem að við erum búnir að spila bæði vel í sókn og vörn í vetur að mínu mati. Við erum búnir að spila ágætlega, spilum vel í einn fjórðung en svo hikst í þeim næsta, þannig að vonandi er spilamennska okkar hér í dag eitthvað sem koma skal en við erum ekki að fara hitta hátt í 60% í öllum leikjum,“ sagði Lárus.

Þór Þorlákshöfn tekur á móti Grindavík í næstu umferð og legst það verkefni vel í Lárus. 

„Ég vona að við fáum að vera með slatta af áhorfendum í húsinu, glíma við Ivan undir körfunni, okkur hlakkar til,“ sagði Lárus að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×