Fleiri fréttir

Aron og Heiðar komnir til Vals

Aron Jóhannsson og Heiðar Ægisson eru gengnir í raðir Vals. Greint var frá þessu á blaðamannafundi á Hlíðarenda í dag.

Svona var blaðamannafundur KSÍ

Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur karlalandsliðsins í fótbolta fyrir leikina gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 var kynntur.

„Fæ leyfi til þess sem ég er góður í“

„Maður vaknar ekki allt í einu einn morgun og ætlar að verða bestur. Þetta tekur tíma og er bara vinna,“ segir Ómar Ingi Magnússon sem farið hefur á kostum í þýsku deildinni í handbolta, þeirri sterkustu í heimi.

„Aðeins of ungur til að vera kominn í þetta tjill“

Aron Pálmarsson er orðinn heill heilsu eftir meiðsli sem hann varð fyrir í haust. Hann er ánægður með skrefið sem hann tók frá Spáni til Danmerkur í sumar og segir áhugann á handbolta mikið meiri í Danmörku.

Fá milljónir í bætur vegna EM-fara

Knattspyrnufélög munu í fyrsta sinn fá bætur vegna þátttöku leikmanna á Evrópumóti kvenna í fótbolta vegna mótsins sem fram fer á Englandi næsta sumar. Ljóst er að þetta mun koma sér vel fyrir Breiðablik og Val, og hugsanlega fleiri íslensk félög.

„Erfitt að spila á móti gömlum liðsfélögum“

Kamilla Sól Viktorsdóttir, leikmaður Njarðvíkur, var ánægð með 77-70 sigur Njarðvíkur á Keflavík, sem var samt sem áður sérstakur fyrir hana. Kamilla Sól er uppalin í Keflavík og lék 6 leiki með liðinu á síðasta tímabili áður en hún skipti yfir til Njarðvíkur.

Xavi vill komast „heim“ á Nývang

Allt bendir til þess að Barcelona goðsögnin Xavi taki við sem þjálfari spænska stórliðsins Barcelona á næstunni. Hann er í dag þjálfari Al Sadd í Katar en vonast til að liðin komist að samkomulagi svo hann komist „heim“ á Nývang í Katalóníu.

Frábær leikur Martins dugði ekki til

Martin Hermannsson heldur áfram að spila frábærlega í liði Valencia en það dugði ekki í kvöld er liðið lá gegn Gran Canaria á heimavelli í Evrópubikarnum, lokatölur 89-90.

Grindavík ekki í vandræðum með Skallagrím

Barátta gulu liðanna í Subway-deild kvenna í körfubolta fór fram í Grindavík í kvöld þar sem Skallagrímur var í heimsókn. Fór að það svo að heimakonur unnu einkar sannfærandi sigur, lokatölur 88-61.

Martha Hermannsdóttir: Við erum ekki að spila undir neinni pressu

„Þetta var frábært, mér finnst svona KA/Þór liðið vera komið aftur. Við tókum góðan fund eftir síðasta leik þar sem við höfum ekki verið sjálfum okkur líkar, vantaði einhvern veginn gleði og að finna aftur að við erum ekki að spila undir neinni pressu,“ sagði Martha Hermannsdóttir fyrirliði KA/Þórs eftir góðan sigur á móti Haukum í KA heimilinu í kvöld.

Þóra Kristín stiga­hæst og Falcon enn með fullt hús stiga

Íslendingalið AKS Falcon er enn með fullt hús stiga í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta eftir góðan tíu stiga sigur á Åbyhøj IF í kvöld, lokatölur 56-66. Þóra Kristín Jónsdóttir var stigahæst í liði Falcon og þá skilaði Ástrós Lena Ægisdóttir góðu framlagi.

Benzema hetja Real enn á ný

Karim Benzema kom Real Madríd til bjargar er liðið vann Shakhtar Donetsk 2-1 í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þá gerðu AC Milan og Porto 1-1 jafntefli í Mílanó.

Kom sextándi í mark

Anton Sveinn McKee kom 16. í mark í 100 metra bringusundi á Evrópumótinu sem fram fer í Kazan í Rússlandi þessa dagana.

Dusty hættir ekki og vann XY

Sigurganga Dusty hélt áfram í fimmtu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gær þegar liðið lagði XY 16-9.

„Gott að sjá Emil brosa“

Eirik Bakke, þjálfari Sogndal, segir að það hafi verið gott að hitta Emil Pálsson og sjá hann brosa.

Þórsarar lögðu Sögu

Spennandi viðureign Þórs og Sögu í fimmtu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lauk með sigri Þórs 16-13.

Sjá næstu 50 fréttir