Fleiri fréttir

Magdeburg áfram taplaust eftir sigur á Kiel

Magdeburg bar sigurorð af Kiel í þýsku Bundesligunni í handbolta í dag. Staðan í hálfleik var 15-16, Magdeburg í hag. Leikurinn var jafn á öllum tölum en Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar í Magdeburg höfðu að lokum sigur, 27-29. 

Rangers á toppinn eftir sigur

Annað af risaliðum Skotlands, Glasgow Rangers, var í eldlínunni í dag þegar að liðið mætti St. Mirren á útivelli. Lærisveinar Steven Gerrard lentu undir strax í byrjun en náðu að kjýja fram sigur, 1-2, þrátt fyrir það.

Spretthlaupari skotinn til bana

Ekvadorinn Alex Quinonez, sem vann til verðlauna á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum 2019, var skotinn til bana í borginni Guayaquil í Ekvador síðastliðið föstudagskvöld.

Verstappen á ráspól í dag

Max Verstappen átti besta tímann í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn í Formúlu 1, en keppt er í Texas. Verstappen tryggði sér ráspól, og þar með bestu upphafsstöðuna í kappakstrinum sem fer fram seint í kvöld.

Úrslit næturinnar í NBA: Doncic frábær í fyrsta sigri Kidd

Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í gærkvöldi. Jason Kidd vann sinn fyrsta sigur sem aðalþjálfari Dallas Mavericks þegar að liðið bar sigurorð af Toronto Raptors í Kanada í gær. Luka Doncic skoraði 27 stig, tók 9 fráköst og gaf 12 stoðsendingar fyrir Dallas.

Viðræður við Fonseca vel á veg komnar

Portúgalski knattspyrnustjórinn Paulo Fonseca verður að öllum líkindum maðurinn sem fær starfið sem allir eru að tala um í fótboltaheiminum í dag hjá Newcastle United.

Edward Gaming í undanúrslit eftir oddaleik

Edward Gaming og Royal Never Give Up áttust við í átta liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í League of Legends í dag. Viðureignin fór alla leið í oddaleik þar sem Edward Gaming hafði betur.

Látinn taka pokann sinn eftir algjört hrun

Knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins Cardiff City var rekinn úr starfi sínu í dag eftir að liðið spilaði sinn fimmta leik í röð án þess að skora mark.

Gylfi ekki með í Foot­ball Mana­ger

Knattspyrnumanninn Gylfa Þór Sigurðsson er hvergi að finna í frumútgáfunni af næsta Football Manager. Frá þessu segir í frétt á vef mbl.is.

Dusty burstuðu Kórdrengi

Nýliðarnir í Kórdrengjum lutu í lægra haldi fyrir Dusty 16-3 í leik liðanna í þriðju umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi.

Enska úrvalsdeildin: Watford skoraði fimm gegn Everton

Fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu klukkan 14:00 og lauk fyrir stuttu. Óvæntustu úrslitin urðu á Goodison Park í Liverpool þar sem Watford kom í heimsókn og valtaði yfir heimamenn 2-5.

Bundesligan: Þægilegt hjá þýsku risunum

Bayern Munchen vann afskaplega þægilegan sigur á Hoffenheim á heimavelli í þýsku Bundesligunni í dag, lokatölur 4-0 og Lewandowski að sjálfsögðu með mark. Dortmund vann sinn leik líka nokkuð örugglega á móti Armenia Bielefeld á útivelli, 1-3.

XY lagði Fylki eftir tvöfalda framlengingu

Æsispennandi viðureign XY og Fylkis í Nuke lauk í gærkvöldi með sigri XY 22-20 eftir tvöfalda framlengingu í þriðju umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO.

Tap hjá ÍBV í Þessalóníku

Handknattleikslið ÍBV tapaði fyrir A.C. PAOK í Evrópukeppni kvenna, EHF bikarnum, í handbolta í dag í Þessalóníku á Grikklandi. ÍBV missti þær grísku aðeins framúr sér snemma leiks en náðu ekki að komast alveg til baka og lokatölur fimm marka sigur Grikkjana. 29-24.

Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk í sigri Aalborg

Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk þegar að lið hans, Aalborg, bar sigurorð af Skive í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta fyrr í dag, 36-27. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari hjá liðinu.

Grátlegt tap hjá Esbjerg

Ísak Óli Ólafsson og félagar hans í Esbjerg voru með leikinn gegn Fredericia í hendi sér framan af leik en gestunum tókst að jafna og svo komast yfir í uppbótartíma. 1-2 tap niðurstaðan hjá Esbjerg sem eru í smá vandræðum í neðri hluta deildarinnar.

Kanarífuglarnir étnir á Brúnni

Það er ekki hægt að segja að hinir gulgrænu Kanarífuglar frá austur-Anglíu hafi verið mikil fyrirstaða fyrir topplið Chelsea í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea tók öll völd á vellinum á fyrstu sekúndu, náðu fljótt forystu og völtuðu svo yfir Norwich, 7-0.

Lyngby á toppinn

Lærisveinar Freys Alexandersonar, Lyngby, sóttu sér þrjú stig í dönsku fyrstu deildinni með 0-1 sigri á Horsens. Lyngby komst með sigrinum í efsta sæti deildarinnar.

Verstappen sýndi Hamilton fingurinn

Max Verstappen var heldur betur ósáttur við höfuðandstæðing sinn í Formúlu 1, Lewis Hamilton, á annarri æfingunni fyrir bandaríska kappaksturinn sem fer fram um helgina í Texas.

Eigandi Phoenix Suns sakaður um kynþáttafordóma

NBA liðið Phoenix Suns stendur í ströngu þessa dagana. Mikið í gangi á vellinum en ekki virðist dramatíkin ætla að vera minni utanvallar. Liðið sendi frá sér yfirlýsingu í gær sem viðbragð við því að miðillinn ESPN ætlar að birta fréttaskýringu um eiganda liðsins, Robert Sarver.

Auðveldara að þjálfa Lukaku heldur en Mbappé eða Neymar

Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, segir að það sé þægilegra að vinna með Romelu Lukaku heldur en stórstjörnunum sem hann þjálfaði hjá Paris St. Germain. Þetta kemur fram hjá miðlinum Sportweek sem er aukablað ítalska íþróttablaðsins Gazetta dello sport.

Auðvelt hjá Phoenix í Englaborginni

Phoenix Suns vann nokkuð auðveldan sigur 115-105 gegn Los Angeles Lakers á heimavelli þeirra síðarnefndu í nótt. Chris Paul, leikmaður Phoenix, varð sá fyrsti í sögunni til þess að skora 20000 stig og gefa 10000 stoðsendingar. Tíu leikir voru leiknir í NBA deildinni í nótt.

Myndasyrpa frá stórsigri Íslands í gærkvöld

Ísland vann stórbrotinn 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 í fótbolta í gærkvöld. Ljósmyndari Vísis var á staðnum og tók fjölda mynda á votum Laugardalsvelli.

Messi vill Agüero til Parísar í stað I­cardi

Mauro Icardi virðist vera í vandræðum á fleiri stöðum en heima hjá sér þessa dagana. Lionel Messi vill losna við kauða og fá góðvin sinn Sergio Agüero til félagsins í staðinn.

Sjá næstu 50 fréttir